Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Sig­urð­ur Gísli Björns­son grun­að­ur um stór­felld skattaund­an­skot. Eign­ir hans hafa ver­ið fryst­ar og hald lagt á banka­reikn­inga. Hann sagð­ist ekki hafa neitt að fela en neit­aði að ræða um skatta­skjóls­fé­lag­ið Freez­ing Po­int Corp. Hluti af stærri rann­sókn á við­skipta­vin­um Nordea-bank­ans í Lúx­em­borg.

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“
Panamafélag Sigurðar Gísla milliliður Panamafélag í eigu Sigurðar Gísla var milliður í viðskiptum og fékk greiddar tugmilljónir króna á árunum 2010 og 2011. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

„Eftir að ég las þessa „frétt“ þá er svarið nei,“ sagði Sigurður Gísli Björnsson, eigandi fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, í viðtali við Fréttatímann síðla árs 2016 þegar hann var spurður að því hvernig hann gæti útskýrt viðskipti eignarhaldsfélags í Panama sem hann átti og upplýsingar voru um í Panamagögnunum. Sæmark er öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi og hefur verið með tekjur upp á 7 til 9 milljarða króna síðastliðin ár.

„Ég hef ekkert að fela.“

Fréttatímin hafði fjallað um viðskipti Sigurðar Gísla og sagði hann meðal annars að hann hefði ekkert að fela en hann neitaði jafnframt að svara spurningum blaðsins: „Prentaðu bara blaðið þitt. Ég hef ekkert að fela.“

Fréttablaðið greinir frá því í dag að húsleit hafi verið gerð á heimili Sigurðar Gísla á Arnarnesinu undir lok síðasta árs vegna rannsóknar embættis skattrannsóknarstjóra á skattaskilum hans en hann er grunaður um „stórfelld skattaundanskot“ eins og það er orðað í Fréttablaðinu. Eignir Sigurðar Gísla voru sömuleiðis frystar og hald lagt á bankareikninga í hans eigu samkvæmt blaðinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðlar 365 segja frá málum sem tengjast heimili Sigurðar Gísla því í apríl í fyrra var umfjöllun um það í þættinum Falleg íslensk heimili á Stöð 2 sem vakti talsverða athygli.  

Reikningurinn úr PanamaskjölunumReikninginn frá Freezing Point Corp úr Panamaskjölunum má sjá hér en hann hljóðaði upp á rúmlega 300 þúsund evrur, 40 milljónir króna, og átti að greiðast af kýpversku fyrirtæki.

Fékk 40 milljónir í skattaskjól

Fréttatíminn fjallaði um mál hans í fyrra en samkvæmt reikningnum í Panamaskjölunum, sem Stundin hefur einnig undir höndum, fékk Panamafélag í eigu Sigurðar Gísla, Freezing Point Corp, greiddar þóknanir upp á tugmilljónir króna á árunum 2010 og 2011 frá fyrirtækinu AMIH Limited á Kýpur. Stjórnandi þess fyrirtækis er Íslendingurinn Sveinn Helgason, starfsmaður sænska Nordea-bankans í Lúxemborg sem er viðskiptabanki Panamafélagsins. 

Eins og kom fram í Fréttatímanum er að finna í  Panamagögnunum reikninga gefna út af Freezing Point Corp upp á tæplega 300 þúsund og rúmlega 300 hundruð þúsund evrur, tæpar 40 milljóna króna á gengi dagsins í dag. Reikningarnir, sem eru frá árunum 2010 og 2011, eru stílaðir á fyrirtæki í Níkósíu á Kýpur sem heitir AMIH Limited en stjórnandi þess fyrirtækis er áðurnefndur Sveinn Helgason sem kemur fyrir margsinnis í Panamaskjölunum vegna starfa sinna fyrir Íslendinga sem notuðust við eignarhaldsfélög sem stofnuð var í gegnum panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca. 

Á reikningunum kemur fram að um sé að ræða umboðs- og milliliðagreiðslur fyrir tiltekin ár, 2010 og 2011, en ekki er tekið nánar fram í hverju þjónusta Panamafélagsins við kýpverska félagið felst. Á einum reikningnum kemur fram að greiðslumáti á að minnsta kosti hluta upphæðarinnar á öðrum reikningnum skuli vera greiðsla á reiðufé inn á bankareikning Freezing Point. Panamaískir stjórnarmenn félagsins skrifuðu svo undir reikningana eins og sagði í Fréttatímanum.  

„Þetta var hefð sem Richard tók í arf frá eldri kynslóðum íslenskra kaupsýslumanna.“ 

Þekkt leið í millilandaviðskiptum

Þó ekki liggi fyrir nákvæmlega með hvað hætti Freezing Point Corp var notað og af hverju þá bendir uppsetning viðskiptanna til þess að félagið hafi verið einhvers konar milliliður í viðskiptum Sigurðar Gísla og eða Sæmarks og að hann hafi fengið greiddar umboðsgreiðslur til umrædds félags. Slíkt fyrirkomulag í millilandaviðskiptum frá Íslandi og öðrum löndum er alþekkt og kannski alræmt þar sem hluti hagnaðarins sem verður til í viðskiptum er skilinn eftir óskattlagður í öðrum löndum en því þar sem fyrirtækið og eða eigendur þess eru með skattalega heimilisfesti. 

Að íslensk fiskútflutningsfyrirtæki eða eigendur þeirra geymi fé erlendis sem rekja má til umboðslauna eru alls ekki ný tíðindi og margoft hefur komið í opinberri umræðu á Íslandi. Þekktasta dæmið um slíkt er líklega Richard Thors, einn af sonum Thors Jensen og stjórnandi útgerðarfélagsins Kveldúlfs, sem átti leynilega eignarhluti í erlendum fyrirtækjum sem keyptu fisk af íslenskum fyrirtækjum og þáði frá þeim umboðslaun á fyrri helmingi síðustu aldar. Í bók Guðmundar Magnússonar um Thors-fjölskylduna frá 2005 sagði að slík umboðslaun hafi „aldrei“ verið talin fram til skatts. Guðmundur taldi þessa viðskiptahætti nánast eðlilega á þessum tíma og sagði. „Þetta var hefð sem Richard tók í arf frá eldri kynslóðum íslenskra kaupsýslumanna.“ 

„Virðist Ísland stefna í að setja heimsmet í hlutfallslegri þátttöku landsmanna í því alþjóðarugli sem aflandsheimurinn hefur að geyma.“

Alræmt heimsmet Íslendinga 

Umfjöllun Fréttatímans um Sigurð Gísla og Freezing Point var hluti af stærri umfjöllun um íslenska útgerðarmenn, fiskútflytjendur og skipasala í Panamaskjölunum sem urðu að fréttaefni um vorið 2016. Eins og komið hefur fram átti ekkert land í heiminum eins marga fulltrúa í Panamagögnunum og Ísland, miðað við höfðatölu. Sem dæmi má nefna að um 600 Íslendingar koma fyrir í gögnunum, 500 Svíar, jafnvel þó þrjátíu sinnum fleiri búi í Svíþjóð en á Íslandi, og einungis 200 Norðmenn. Íslendingar eiga því einnig Norðurlandamet í fjölda einstaklinga og fyrirtækja í gögnunum. 

Eins og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkissaksóknari bentu á í leiðara í Tíund, rits embættisins, í maí 2016: „Íslendingar voru þannig ekki aðeins mestir og bestir í viðskiptum eins og haldið var fram þegar útrásin stóð sem hæst, með styrkum stuðningi ólíklegasta fólks, heldur virðist Ísland stefna í að setja heimsmet í hlutfallslegri þátttöku landsmanna í því alþjóðarugli sem aflandsheimurinn hefur að geyma.“ 

Hluti af stærri rannsóknHúsleitin hjá Sigurði Gísla var hluti af stærri rannsókn skattrannsóknarstjóra á íslenskum viðskiptavinum Nordea-bankans í Lúxemborg.

Hluti af rannsókn á Nordea-bankanum

Rannsókn skattrannsóknarstjóra á Sigurði Gísla Björnssyni er hluti af stærri rannsókn embættisins á íslenskum viðskiptavinum Nordea-bankans í Lúxemborg, líkt og Fréttatíminn greindi frá í febrúar 2017.  Embættið athugaði viðskipti tæplega 30 Íslendinga sem voru viðskiptavinir sænska Nordea-bankans í Lúxemborg á síðustu og áttu margir hverjir í beinu viðskiptasambandi við áðurnefndan Svein Helgason sem var fyrirsvarsmaður kýpverska félagsins sem greiddi reikningana sem skattaskjólsfélag Sigurðar Gísla Björnssonar gaf út.

Málin 30 voru hins vegar  einungis hluti þeirra sem embættið hafði til skoðunar sem tengjast skattaskjólum og Panamaskjólum.  Eins og Fréttatíminn greindi frá í febrúar 2017 voru Íslendingar fjölmennastir á lista yfir viðskipti við panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca í gegnum Nordea árið 2016. Alls voru 27 Íslendingar viðskiptavinir Nordea bankans í Lúxemborg og Mossack Fonseca en næst þar á eftir voru Rússar, 25 talsins, og svo 19 Danir. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Nordea bankinn vann um skattaskjólsviðskipti viðskiptavina bankans í gegnum Mossack Fonseca.

Í viðtali við Fréttatímann í febrúar sagði  Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að rannsóknin á Íslendingunum 30 væri stutt á veg komin og að embættið hefði ekki farið í neinar aðgerðir út af þeim, til dæmis húsleitir: „Þessi gögn eru nokkuð nýlega komin í hús og er nú verið að fara yfir þau og greina,“ sagði hún en raunin virðist vera önnur nú í ljósi húsleitarinnar hjá Sigurði Gísla.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár