Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
3

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
4

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
5

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
7

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
8

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Illugi Jökulsson

Launsonur Arabakonungs var dvergvaxinn Gyðingur sem drap móður sína

Illugi Jökulsson segir frá ótrúlegu máli sem spratt af heimsókn Husseins Jórdaniukonungs til Bandaríkjanna 1959

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson segir frá ótrúlegu máli sem spratt af heimsókn Husseins Jórdaniukonungs til Bandaríkjanna 1959

Susan Cabot. Eftir að hún eignaðist son með Hussein Jórdaníukonungi 1961 lék hún aðeins í einum sjónvarpsþætti áður en hún dó 1986. 

Vestur í Bandaríkjunum er nú verið að gera opinbera ýmsa skjalabunka úr fórum ríkisstjórnarinnar frá því á dögum Johns F. Kennedys forseta. Og í þessum bunkum leynist ýmislegt athyglisvert sem ekki kemur Kennedy beinlínis við.

Þar á meðal er furðuleg saga um Hussein Jórdaníukonungur og bandaríska leikkonu sem leyniþjónustan CIA fékk til að verða fylgikona hans.

Árið 1959 stóð fyrir dyrum heimsókn Husseins hins arabíska Jórdaníukonungs til Bandaríkjanna þar sem hann ætlaði að leita hófanna um fjárhagsaðstoð fyrir sitt fátæka ríki, sem ekki bjó að sömu olíulindunum og voru um þær mundir farnar að færa sumum öðrum Arabaríkjum fúlgur fjár.

Kóngur var 24ja ára, fráskilinn og kvensamur. Samkvæmt þeim skjölum sem nú hafa verið opinberuð í Bandaríkjunum hafði CIA milligöngu um undirbúning ferðar hans til Bandaríkjanna. Í minnisblaði úr fórum CIA sagði að kóngur „hefði sérstakan áhuga á kvenlegum félagsskap meðan hann gistir Los Angeles og farið var fram á að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar af ábyggilegum aðila innan Stofnunarinnar svo ferð konungsins heppnist vel“.

Wasp Woman frá 1959:A Beautiful woman by day, a lusting queen wasp by night, sagði auglýsingaslagorðið um þessa mynd sem Susan Cabot lék aðalhlutverkið í.

Svo fór að leikkonan Susan Cabot var fengin til að halda kóngi kompaní í Los Angeles.

Ekki setti neinn fyrir sig að hún var af Gyðingaættum en Hussein að sjálfsögðu Arabi.

Cabot var 32ja ára og svo sem ekki í hópi þekktustu stjarna Hollywood, heldur hafði hún leikið í allskonar B-myndum svokölluðum, svo sem Vespukonunni sem hryllingsmyndakóngurinn Roger Corman leikstýrði.

Hussein var svo ánægður með félagsskap Cabot að CIA fékk leikkonuna til að hitta kónginn öðru sinni nokkru seinna og þá í New York.

Í það sinn sögðu CIA-mennirnir Cabot hreint út:

„Við viljum að þú sofir hjá kóngingum.“

Cabot hélt því fram síðar að hún hefði hafnað þessari „skipun“ leyniþjónustunnar en þó fallist á að fara í samkvæmi með Hussein í New York, og smátt og smátt hefði hún fallið fyrir hinum sjarmerandi kóngi.

Þau áttu í ástarsambandi í nokkur misseri og árið 1961 fæddi Cabot soninn Timothy. 

Þar eð Gyðingdómur erfist að jafnaði í móðurætt taldist þessi launsonur hins arabíska Jórdaníukonungs þar með vera Gyðingur.

Fæðing drengsins var ekki gerð opinber.

Það sama ár gekk Hussein hins vegar að eiga enska stúlku, Antoinette „Toni“ Gardiner, sem varð drottning hans uns þau skildu 1972.

Árið 1968 gekk Cabot í hjónaband og eiginmaður hennar ættleiddi Timothy.

Hussein Jórdaníukóngurþótti heilmikill sjarmör. Hann var þríkvæntur og átti 11 börn. Hann lést 1999 og nú er kóngur Abdullah, elsti sonur hans og Toni Gardiner.

Timothy var dvergvaxinn við fæðingu en fékk þrisvar í viku hormónasprautur. Hormónin voru unnin úr heiladinglum dáins fólks úr líkhúsi Los Angeles, þar sem Cabot bjó.

Að lokum varð Timothy 150 sentímetrar á hæð. Lögmaður einn kallaði Timothy „misheppnaða tilraun til manns“. Var það dæmigert fyrir skammarlegt viðhorf til lágvaxins fólks í þá daga.

Cabot átti við geðræn vandamál að stríða síðar á ævinni, segir í ísraelska blaðinu Haaretz, og fannst látin á heimili sínu 1986. Hún hafði verið barin til bana með lyftingatæki.

Timothy sonur hennar, sem þá var 25 ára, var kærður fyrir manndráp.

Hann hélt því fram að móðir sín hefði ráðist á sig og því væri um sjálfsvörn að ræða.

Timothy sonur Husseins.Eftir að eiginmaður móður hans ættleiddi hann kallaðist hann Timothy Roman.

Þar að auki væri hann óeðlilega vanstilltur vegna lyfjanna sem hann neyddist til taka.

Við réttarhöldin yfir Timothy kom á daginn að hann fékk 1.500 dollara á mánuði senda frá aðalskrifstofu konungsins í Jórdaniu.

Timothy var dæmdur árið 1989. Þá hafði hann setið inni í tvö og hálft ár og var það álitið nægjanleg refsing ef hann héldi almennt skilorð næstu þrjú árin.

Hann lést árið 2003. Í Haaretz segir að ösku hans hafi verið dreift á haf út.

Þá hafði konungurinn faðir hans legið í gröf sinni í fjögur ár og Abdullah yngri bróðir hans - sonur Husseins og hinnar ensku Toni Gardiner - var orðinn konungur Jórdaníu. 

Hér má svo sjá bíómyndina The Wasp Woman með Susan Cabot í aðalhlutverki:

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
2

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
3

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
4

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
5

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
2

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
5

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest deilt

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
2

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
3

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
4

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“
5

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Skrifað fyrir skúffuna?
6

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
4

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
5

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
6

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
4

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
5

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
6

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·

Nýtt á Stundinni

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·
Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

Smáforrit í stað hefðbundinna getnaðarvarna

·
Með húmorinn að vopni

Með húmorinn að vopni

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Skrifað fyrir skúffuna?

Illugi Jökulsson

Skrifað fyrir skúffuna?

·