Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Felldu tillögu um aukinn stuðning við barnafjölskyldur

Eng­inn þing­mað­ur Vinstri grænna tók til máls og gerði grein fyr­ir at­kvæði sínu þeg­ar stjórn­ar­meiri­hlut­inn á Al­þingi felldi breyt­ing­ar­til­lögu minni­hlut­ans í gær um að skerð­ing­ar­mörk barna­bóta yrðu lát­in mið­ast við lág­marks­laun á næsta fjár­laga­ári.

Felldu tillögu um aukinn stuðning við barnafjölskyldur

Enginn þingmaður Vinstri grænna tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar stjórnarmeirihlutinn á Alþingi felldi breytingartillögu minnihlutans í gær um að skerðingarmörk barnabóta yrðu látin miðast við lágmarkslaun á næsta fjárlagaári. 

Samkvæmt fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem samþykkt voru í gærkvöldi hækka fjárhæðir barnabóta um 8,5% milli áranna 2017 og 2018 og tekjuskerðingarmörk um 7,4%.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fullyrti að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar myndu „raunverulega útgreiddar barnabætur hækka um 10% á milli ára“. Til samanburðar má nefna að laun þingmanna hækkuðu um 45% í fyrra og styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka hækka um 127% samkvæmt fjárlögum ársins 2018.

Útgjöld hins opinbera vegna barnabóta eru nær óbreytt frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar sem lagt var fram í haust.  

Minnihluti efnahags- og viðskiptanefndar á Alþingi, með Oddnýju G. Harðardóttur í fararbroddi, lagði til að eftir áramót myndu skerðingarmörk barnabóta miðast við lágmarkslaun; foreldrar með lægri tekjur en 300.000 kr. á mánuði fengju þannig óskertar barnabætur. 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn tillögunni, en aðeins tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason og Bjarni Benediktsson tóku til máls þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 

Fyrr um daginn hafði þó Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra réttlætt afstöðu sína með vísan til þess að um verulega útgjaldaaukningu væri að ræða, ekki hefðu komið fram formlegar breytingartillögur frá Samfylkingunni um tekjuöflun á móti og að viðhalda þyrfti efnahagslegum stöðugleika.

„Ég kalla eftir góðu samstarfi allra flokka á þingi um það hvernig við viljum þróa áfram bótakerfin og skattkerfin til þess að tryggja betur stöðu tekjulægri hópa,“ sagði hún í gærmorgun. 

„Það hafa orðið talsvert miklar launahækkanir á undanförnum árum og það á líka við um árið 2017. Það hefur leitt til þess að þær fjárhæðir sem við áætluðum að myndu ganga út í barnabætur á árinu 2017 hafa ekki allar gengið út,“ sagði svo Bjarni Benediktsson í atkvæðaskýringu sinni seinna um daginn. „Af þeirri ástæðu lagði ríkisstjórnin nýja til við þingið að við myndum hækka viðmiðunarfjárhæðir um 8,5% og tekjuviðmiðin um 7,4% fyrir barnabætur á næsta ári. Það mun tryggja að raunverulega útgreiddar barnabætur munu hækka um 10% á milli ára.“ Þá kallaði hann eftir því að litið væri á heildarmyndina og sagði ljóst að tekist hefði stórbæta kjör barnafólks á undanförnum árum. 

Helga Vala Helgadóttir úr Samfylkingunni var á meðal stjórnarandstöðuþingmanna sem gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega.

„Hvernig getur það þótt eðlilegt á Íslandi, hinu ríka landi, að skerða barnabætur sem eiga að vera stuðningur við þá sem minnstar hafa tekjur? Hvernig getur ríkisstjórninni, ráðherrum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og öðrum, þótt eðlilegt að skerða barnabætur við 242 þús. kr. eða um 480 þús. kr. hjá hjónum? Þetta eru bætur fyrir lítil börn sem eiga ekki neitt,“ sagði hún. „Finnst ykkur í alvöru í lagi að skerða barnabætur við þetta? Við erum að leggja til smávægilega breytingu þannig að bætur til barna, fátækra barna, skerðist ekki við tekjur, heildartekjur, undir 300 þús. kr. Hvernig getiði sagt nei við þessu?“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að í breytingartillögu stjórnarandstöðunnar um barnabætur væri í raun lagt til að tekjutilfærslukerfinu yrði breytt í átt að því sem upprunalega stóð til þegar kerfið var hannað. 

„Á sama tíma hefur kerfið um fjármál stjórnmálaflokkanna verið lagfært
algerlega miðað við uppsetta áætlun,
en þar varð 127% hækkun“

„Nú er talað um rúma 10% hækkun og svo framvegis, sem er langt frá því að vera sú leiðrétting sem á þarf að halda ef miðað er við hvernig þau voru hugsuð upphaflega. Á sama tíma hefur kerfið um fjármál stjórnmálaflokkanna verið lagfært algerlega miðað við uppsetta áætlun, en þar varð 127% hækkun. Mér finnst undarlegt að þá sé ekki hægt á sama tíma að lagfæra þau kerfi sem varða tekjulægsta fólkið,“ sagði hann. 

Þar vísar Björn til þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að  auka framlög hins opinbera til stjórnmálaflokka um 362 milljónir króna á næsta ári. Fjárhæðin nemur um helmingi þess sem stjórnendur Landspítalins telja að vanti upp á til að geta haldið sjó í rekstri spítalans og tryggt sjúklingum viðeigandi þjónustu á næsta ári. Samkvæmt lauslegum útreikningum þýðir hækkunin að um 90 milljónir renna aukalega til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2018, um 60 milljónir til Vinstri grænna og um 40 milljónir til Framsóknarflokksins. Samtals eru þetta hátt í 200 milljónir til stjórnarflokkanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár