Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Klámbann hjá Síldarvinnslunni: Nektardagatölin tekin niður og starfsmenn fræddir um #metoo

Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir mik­il­vægt að bregð­ast við karllægu vinnu­um­hverfi í sjáv­ar­út­vegi: „Vilj­um að kon­um sem vinna hjá Síld­ar­vinnsl­unni líði vel.“

Klámbann hjá Síldarvinnslunni: Nektardagatölin tekin niður og starfsmenn fræddir um #metoo

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, tilkynnti á starfsmannafundi í dag að lagt yrði blátt bann við nektardagatölum á starfsstöðvum fyrirtækisins. 

„Jú jú, það var gefið út að við höfnum því að láta sjást í myndir af nöktum konum,“ segir hann í samtali við Stundina.

„Þetta er eitthvað sem á bara að tilheyra fortíðinni og er auðvitað hluti af stærri umræðu og viðhorfsbreytingum sem ég held að við þurfum öll að taka þátt í.“

Síldarvinnslan bauð upp á opinn fund um karlmenn og #metoo-átakið í dag og var Magnús Orri Schram, stjórnarmaður hjá UN Women á Íslandi og fyrrverandi þingmaður, fenginn til að fræða starfsmenn um #metoo á Íslandi og ábyrgð karlmanna í breyttum heimi. 

„Þetta var fróðlegur fundur og hann var haldinn því við viljum hafa hlutina í lagi í okkar fyrirtæki. Þess vegna er mikilvægt fyrir stjórnendur og alla starfsmenn að fá fræðslu um þetta,“ segir Gunnþór og bendir á að í sjávarútvegi séu vinnustaðir oft mjög karllægir og þess vegna sé mikilvægt að bregðast við.

Aðspurður hvort mikið hafi verið um að horft væri á klámmyndbönd á vinnustöðum segir hann: „Nei, hér er bara verið að svara almennt þessu ákalli og þetta er eitthvað sem ég held að við þurfum að gera, allir karlmenn og þjóðfélagið í heild. Við viljum hafa hlutina í lagi og viljum að konum sem vinna hjá Síldarvinnslunni líði vel.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár