Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggjast gegn hækkun fjármagnstekjuskatts

Full­trú­ar Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins í tveim­ur fasta­nefnd­um Al­þing­is leggj­ast gegn hækk­un fjár­magn­s­tekju­skatts en Við­reisn vill að skatta­hækk­un­inni verði frest­að.

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggjast gegn hækkun fjármagnstekjuskatts
Ólafur og Sigmundur Bæði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, eru andvígir því að skattur af fjármagnstekjum, eins og arðgreiðslum og leigutekjum, verði hækkaður. Mynd: Alþingi

Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis leggjast gegn hækkun fjármagnstekjuskatts og fulltrúi Viðreisnar vill að hækkun skattsins verði frestað.

Í fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar er lagt til að skatturinn hækki úr 20 prósentum upp í 22 prósent um áramótin, en slík hækkun mun samtals skila 2,6 milljörðum í ríkissjóð, þar af um 1,5 milljörðum frá tekjuhæstu 10 prósentum landsmanna.

Til fjármagnstekna einstaklinga teljast vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar, en fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en almennar launatekjur á Íslandi og jafnframt miklu minna en tíðkast í flestum ríkjum OECD.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, telur að ef markmið ríkisstjórnarinnar sé að jafna skattbyrði óháð uppruna tekna sé réttara að lækka fjármagnstekjuskatt fremur en að hækka hann.

Réttara að lækka skattinn

„Þeir sem hafa lifibrauð af fjármagnstekjum greiða ekki aðeins fjármagnstekjuskatt. Sá sem greiðir sér laun af hagnaði eigin fyrirtækis, svo sem iðnaðarmaður með fyrirtæki utan um eigin rekstur, greiðir fyrst 20% tekjuskatt lögaðila og síðan 20% fjármagnstekjuskatt ofan á það, á arðgreiðslur til eiganda. Heildarskatthlutfallið verður því 36%. Hækkun fjármagnstekjuskatts upp í 22% þýðir að þetta hlutfall verður 37,6%,“ segir Sigmundur í nefndaráliti sínu um bandorminn svokallaða, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018.

Sigmundur tekur dæmi af eldri borgara sem lifir af vöxtunum á 100 milljóna króna eign sinni.

„Í tilviki eldri borgara sem lifir á ævisparnaði fer endanlegt skatthlutfall eftir samspili vaxta og verðbólgu og raunverulegt skatthlutfall getur hæglega farið yfir 50%. Sá sem á 100 millj. kr. sparifé á 5% vöxtum í 3% verðbólgu hefur 2 millj. kr. í tekjur af höfuðstólnum þar sem 3 millj. kr. fara í að viðhalda virði höfuðstólsins vegna verðbólgu. Viðkomandi greiðir hins vegar 20% fjármagnstekjuskatt af 5 millj. kr., sem gerir 1 millj. kr. eða 50% af rauntekjum viðkomandi. Væri markmið ríkisstjórnarinnar raunverulega að jafna skattbyrði óháð uppruna tekna þyrfti að lækka, en ekki hækka, fjármagnstekjuskatt.“

„Flokkur fólksins andmælir hækkun fjármagnstekjuskatts“

Ólafur Ísleifsson, fulltrúi Flokks fólksins í fjárlaganefnd, leggst einnig gegn hækkun skattsins, meðal annars á þeim grundvelli að hann bitni á eldra fólki sem vill leigja út íbúðarhúsnæði.

„Hækkun fjármagnstekjuskatts snertir illa það fólk sem hefur fjármagnstekjur t.d. af leigu húsnæðis, auk þess sem slíkar tekjur koma til skerðingar á lífeyri. Núverandi reglur sem snúa að leigutekjum, hvernig þær skuli metnar og áhrif þeirra á skerðingar lífeyris, gera það að verkum að mjög óhagstætt er fyrir lífeyrisþega að leigja út íbúð. Bent er á þetta atriði í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um fjárlagafrumvarpið. Furðu sætir að ríkisstjórnarmeirihlutinn vilji með þessum hætti leggja stein í götu fólks sem bæði hefði vilja og getu til að leigja út íbúðarhúsnæði á tímum þegar skortur er á slíku,“ skrifar Ólafur í nefndaráliti sínu. „Svipað má segja um söluhagnað eigna, svo sem sumarhúsa, sem og verðbætur. Hvort tveggja kemur til skerðingar lífeyris. Flokkur fólksins andmælir hækkun fjármagnstekjuskatts sem leggst þungt á eldri borgara og styður það að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði hækkað. Þetta viðmið hefur ekki breyst frá 2009. Leigutekjur af einni íbúð ættu að vera undanþegnar fjármagnstekjuskatti eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur lagt áherslu á.“

Viðreisn vill fresta hækkuninni

Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í efnahags- og viðskiptanefnd, telur að tíðar og fyrirvaralitlar breytingar á skattkerfinu hafi lengi verið vandamál hér á landi.

Hann bendir á að ef ríkisstjórnin hyggist breyta skattstofni fjármagnstekjuskatts með þeim hætti að horft verði til skattlagningar raunvaxta væri verið að „flækja fjármagnstekjuskattskerfið verulega og í raun endurvekja verðbólgureikningsskil hvað þennan skattstofn varðar“. Þorsteinn telur að ef til vill væri nær að hofa til heimilda einstaklinga til að draga frá vaxtagjöld, t.d. vegna húsnæðislána, fremur en að flækja skattkerfið með skattlagningu raunávöxtunar.

„Í ljósi áforma um endurskoðun gjaldstofnsins leggur 4. minni hluti til að hækkun fjármagnstekjuskatts verði slegið á frest þar til niðurstaða endurskoðunar á gjaldstofni liggur fyrir. Standi áform um hækkun fjármagnstekjuskatts óbreytt styður 4. minni hluti tillögu meiri hlutans um hækkun frítekjumarks fjármagnstekna úr 125 þús. kr. í 150 þús. kr,“ skrifar Þorsteinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár