Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýstirni jólabókaflóðsins: Úr þorpinu á mölina

Jón­as Reyn­ir Gunn­ars­son frá Fella­bæ fyr­ir aust­an er sprott­inn fram sem full­skap­að­ur höf­und­ur. Ás­geir Hann­es Ing­ólfs­son skrif­ar um Milli­lend­ingu, Stór ol­íu­skip og Leið­ar­vísi um þorp.

Nýstirni jólabókaflóðsins: Úr þorpinu á mölina
Jónas Reynir Gunnarsson Skáldið sem gaf út þrjár bækur á einu hausti og vann til bókmenntaverðlauna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Snemma í haust kom út Leiðarvísir um þorp, lítil ljóðabók frá Partus. Hún var eftir Jónas Reyni Gunnarsson og flestir spáðu eflaust svipuðum ferli og og hjá flestum öðrum ungskáldum, hann myndi þurfa að gerjast aðeins áður en við myndum fá að lesa meiri og stærri verk. En viti menn, fyrsta skáldsagan kom strax í kjölfarið, sem og bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir enn aðra jólabók.

Nýstirni þessa jólabókaflóðs virtist komið fram – og vissulega hafa bæði skáldsagan Millilending og verðlaunaljóðabókin Stór olíuskip hlotið heilmikla athygli. En kannski gleymist litla frumraunin aðeins á meðan, sem er mikil synd, því þótt hinar bækurnar séu góðar þá er Leiðarvísir um þorp langbest, enda ein besta ljóðabók sem ég hef lesið lengi.

„Leiktækin eru til á ljósmyndum. Þau standa vörð um æsku þína.“

Þessar línur lýsa því ágætlega hvernig þorp þetta er, þetta er bernskuþorpið. Sem alltaf þarf að yfirgefa. Ljóðmælandi rennur saman við þorpið, undirskrift hans er alls staðar.

„Ég hef stytt mér leið í gegnum garð nágrannans svo oft að moldarslóði sker lóðina í tvennt. Á ensku eru svona stígar kallaðir desire paths. Ég er hættur að skrifa undir mikilvæg skjöl með nafni og teikna í staðinn rákina í garð nágranna míns. Hún lýsir því betur hver ég er.“

Þarna saknaði ég að vísu aðeins að í kjölfar desire paths yrði tilraun til íslenskunnar, enda ótal fallegir möguleikar – þráslóð eða þrástígur til dæmis – en þessi kafli er eitt dæmi af mörgum hvernig sálgreining íbúa þorpsins er samtvinnuð staðháttalýsingum. Þetta er sálgreining á þorpi og það er ekki í mótsögn við titilinn á bókinni, leiðarvísirinn er sálgreiningin. Þorpið, það ert þú. Bernskustöðvarnar sem mörkuðu þig.

Bernskan eru hólarnir sem þú rennir þér niður, unglingsárin sjoppan þar sem þú beiðst. Þeim fylgir brýning: 

Áður en unglingsárunum líkur
skaltu setjast aðeins á ryksugukassann
fyrir utan sjoppuna 

Leiðarvísir um þorp

Þorpið er einmitt unglingsárin fyrir ansi mörgum. Árin fyrir háskólann, jafnvel fyrir menntaskólann, árin fyrir fullorðinsárin. Því er lýst hvernig unglingarnir reyna að stækka og  taka sér pláss svo þeir hverfi ekki inn í þorpið, sem kallast á við önnur kveðjuorð:

„Áður en þú ferð skaltu horfa á brekkurnar. Þær voru stærri hluti af lífi þínu þegar þú varst yngri. Þú renndir þér á veturna og hjólaðir á sumrin. En eftir því sem þú eldist minnka brekkurnar. Þær eru sveiflur í línuriti yfir líf þitt sem verða sífellt ósýnilegri þegar tímaásinn lengist.“

Þetta þorp þarf að yfirgefa eins og öll þorp. Þetta er heldur ekki bara þorp, þetta eru bernskustöðvarnar – þetta gæti allt eins verið hverfi í borg, það þyrfti í sjálfu sér ekki endilega miklu að hnika til til þess að breyta þessu í Breiðholtið eða Vesturbæinn. Nema það verður alltaf öðruvísi að yfirgefa þorpið.

Bókinni er skipt í þrjá kafla, Gönguleiðir, Dægradvöl og Útgönguleiðir. Þú þarft að læra að rata, þú þarft að finna þér eitthvað fyrir stafni – og svo það mikilvægasta: þú þarft að fara.

Að höggva ljósastaura

Í Stóru olíuskipunum er ljóðmælandi farinn – og kominn. Til borgarinnar, einhverrar óljósrar borgar sem gæti verið Reykjavík og gæti verið útlönd og gæti verið í fjarlægri framtíð sem er örlítið martraðarkennd, ekki svona martröð sem hræðir mann heldur draumur sem skilur eftir ónotakennd í maganum. Þetta er sótthitakenndur heimur og ljóðmælandinn er enn að reyna að rata. Ólíkt hundinum Mola:

Stóru olíuskipin

„Þegar ég var lítill hljóp hundurinn Moli oft laus um þorpið. Hann var úr sveit. Ég veit ekki hvað hann hljóp langt til að komast í þorpið en mig skortir sjálfsbjargarviðleitni til að ferðast á nýjan stað og ráfa um eins og Moli gerði áður en hann drapst.“

Þetta er einn besti texti bókarinnar – en kjarnar líka vanda hennar. Hér er ljóðskáldið ekki alveg búinn að læra að rata jafn vel og í þorpinu, hann er athugull og með glögg gestsaugu en hann á enn eftir að sálgreina allt þetta malbik og marka sína þráslóða í það.

Þegar maður stækkar er nauðsynlegt að fara út í hinn stóra heim – en það getur tekið tíma að stækka inn í þennan stóra heim, að læra að meta allar fjarlægðir upp á nýtt, skilja borgir þar sem hvert hverfi inniheldur jafnvel mörg þorp. Í fimmta ljóði bókarinnar (þau eru nafnlaus en númeruð frá 1–30) segir:

„Margir leggja á sig löng ferðalög til að rekast á eitthvað fallegt. En á leiðinni falla þeir í gegnum ísinn á stöðuvatninu. Og þegar þeir leita að vökinni uppgötva þeir nýja tegund af þreytu.“

Ljóðmælandinn er enn að vinna bug á þreytunni – og bregst svo við eins og sannur sveitamaður í einhverjum bestu línum bókarinnar, línum sem hefðu alveg passað inn í Leiðarvísi um þorp líka: 

„Ég fer um borgina eins og skógarhöggsmaður
og felli ljósastaura.
Ef við hættum ekki að lýsa upp myrkrið
verðum við alltaf hrædd.“

Og jafnvel þarna er einhver von – hún er þó ekki í hinu kunnuglega eins og í þorpinu, heldur í hinu ókunnuga, hinum ókunnugu. Enda eru kannski allir hérna ókunnugir, svona fyrst um sinn:

„Eitthvað í augnaráði stelpunnar sem þjónaði mér til borðs minnti mig á að ég er ekki dauður. Og annað sem ég hafði gleymt: Í lífinu er meira satt en ósatt.“

Dagur í lífi stúlku

En nóg um ljóðin, maðurinn var víst að gefa út skáldsögu líka. Hún gerist líka í borg, ekki óræðri borg þó heldur fyrst og fremst í Reykjavík. Aftan á kápunni fylgir Hallgrímur Helgason henni úr hlaði og það er viðeigandi, þetta er jú 101 Reykjavík 21 ári síðar. Það er komin ný kynslóð á barinn.

Bókin hefst þó á Keflavíkurflugvelli, þar sem hin 22 ára María bíður. Bókin er öll sögð í fyrstu persónu og svona kynnumst við Maríu fyrst:

Millilending

„Áður en ég fór frá Brighton hringdi ég í Gauja og laug að honum að ég væri að smygla e-pillum til landsins. Ég þarf alltaf að gera hann spenntan fyrir að sækja mig, annars kemur hann ekki. Ekki að hann sé slæmur vinur. Það er bara erfitt að treysta á hann, því hann hefur enga ábyrgðartilfinningu.“

Eins og sést er María oft drepfyndinn sögumaður – en hún er líka nánast alveg laus við sjálfsvitund. Hún er vissulega afskaplega meðvituð um ákveðna galla – og barnalegan klæðaburð sinn, en hún hefur samt enga tilfinningu fyrir hvar hún stendur í lífinu – og áttar sig til dæmis illa á að lýsingin á Gauja á alveg jafn vel við hana sjálfa.

Þetta er sneiðmynd af sólarhring í lífi, sólarhring í slabbblautri Reykjavík, í fylgd með þessari umkomulausu stelpu. Það er smá Hlynur Björn og Holden Caulfield í henni, vissulega, en þeir voru þjakaðir af tilgangsleysi heimsins, hún er þjakaðri af sínu eigin tilgangsleysi. 

Hún er týnd í lífinu, hún er þessi manneskja sem getur ekki valið – hún kann bara að bregðast við – og kann það raunar varla. Hún skilur ekkert í sjálfri sér að hafa valið fötin sem hún er í, hún er hin óafgerandi manneskja holdi klædd.

Hún reynir vissulega að fá tilbreytingu og tilgang í lífið, en það gengur illa. Eina skiptið sem við sjáum almennilega glitta í sálina er þegar hún lýsir fyrsta mdma trippinu – en mögulega segir lýsingin á tilraun númer tvö meira: „ [...] en í staðinn var ég bara andvaka að hlusta á tónlist í stofunni.“ Tilfinningar dofna, dópið hættir að virka. Það að flytja til útlanda virkar ekki heldur: „En svo liðu vikurnar og mánuðirnir og þetta nýja var ekki lengur jafn nýtt.“

Að mestu er sálarlífið í takt við þessa slabbkenndu Reykjavík – en jafnvel borgin er á köflum glaðari en hún, heimurinn verður bjartur en það birtir samt ekkert yfir lífinu. „Að vera í vondu skapi í góðu veðri er eins og að rífast við einhvern sem hlustar ekki á mann.“

Hún bjó í Brighton með fyrrverandi kærasta og rifjar upp hvernig sambandið fjaraði út. „Þetta var svona tímabil þegar maður vaknar og bíður bara eftir að dagurinn verði búinn.“ Þessi bók er í raun um svona dag, jafnvel svona líf. Mögulega lendir María einhvers staðar á endanum – en fyrst þarf hún að komast á flug, komast úr þessum biðsal lífsins sem hún er föst í.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár