Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana

Th­eresa Kusi Daban og William Ky­erema­teng ótt­ast ör­lög barn­anna sinna verði þau end­ur­send til Gh­ana, líkt og ís­lensk stjórn­völd áforma. Börn­in hafa aldrei kom­ið til Afr­íku og for­eldr­arn­ir hafa ekki kom­ið til heima­lands­ins í hart­nær 15 ár. Lög­mað­ur seg­ir laga­breyt­ingu sem sam­þykkt var á síð­asta degi þings­ins í haust mis­muna börn­um á flótta.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana
Verða send úr landi William og Theresa ásamt börnum sínum þremur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Theresa Kusi Daban og William Kyeremateng verða á næstunni send til Ghana ásamt þremur ungum börnum sínum. Þangað hafa þau ekki komið í hartnær 15 ár og segjast ekki eiga neina tengingu við landið lengur. Theresa og William hafa dvalið hér á landi í alls 22 mánuði, eða frá því þau sóttu um alþjóðlega vernd í febrúar 2016, og yngsta barn þeirra hjóna fæddist hér á landi. Lagabreytingin sem Alþingi samþykkti til bráðabirgða á síðasta degi þingsins í september síðastliðnum var ekki talin eiga við um fjölskylduna. 

Sem kunnugt er var gerð bráðabirgðabreyting á útlendingalögum á síðasta degi þingsins í september síðastliðnum sem gerði nokkrum börnum í leit að alþjóðlegri vernd tímabundið kleift að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður segir að stjórnvöld hafi með breytingunni mismunað börnum á flótta. 

Brjóti gegn jafnræðisreglunni

Mál tveggja barna, Mary frá Nígeríu og Hanyie frá Afganistan, höfðu verið talsvert í umræðunni fram að lagabreytingunni, en hún gerði báðum stúlkum kleift að fá umrætt dvalarleyfi. Lögin styttu frest stjórnvalda til að vinna úr umsókn barns um hæli. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina var fresturinn styttur úr tólf mánuðum í níu og í málum þar sem umsókn hefur verið tekin til efnismeðferðar var fresturinn til að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða styttur úr 18 mánuðum í 15 mánuði. Þessi breyting var hins vegar ekki gerð til frambúðar og gilti einungis í tvær vikur. Theresa og William rétt misstu því af glugganum, en einungis munaði einum mánuði upp á. Þó svo að fjölskyldan hafði þá dvalið á landinu í 19 mánuði þá er tímaramminn einungis frá því sótt er um hæli þar til fyrsti úrskurður kærunefndar útlendingamála er birtur í tilfellum þar sem mál eru tekin til efnismeðferðar, en alls liðu 14 mánuðir í tilviki fjölskyldunnar. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina er hins vegar talið frá því viðkomandi sótti um hæli þar til brottflutningur er framkvæmdur. Ef tímaramminn væri sá sami í efnismeðferðarmálum og Dyflinnarmálum hefði fjölskyldan þannig fallið undir hina tímabundnu lagabreytingu.

„Við búum í réttarríki þar sem allir skuli vera jafnir fyrir lögum og rétti.“

Eva Dóra er mjög gagnrýnin á lagabreytinguna. Hún mismuni barnafjölskyldum sem séu staddar hér á landi í leit að alþjóðlegri vernd og sé brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. „Með hvaða málefnalegu rökum er hægt að rökstyðja að eingöngu hafi verið ætlun löggjafans að veita mjög takmörkuðum hópi barna sem eru í sömu stöðu hér á landi alþjóðlega vernd?“ spyr Eva Dóra í samtali við Stundina.

„Ef sú er niðurstaðan má óhjákvæmilega varpa upp þeirri spurningu hvort vilji löggjafans með umræddum breytingum á útlendingalögum hafi eingöngu lotið að því að tryggja með öruggum hætti alþjóðlega vernd barna sem hæst hefur verið farið með í fjölmiðlum og þau ásamt fjölskyldum sínum því hlotið framgöngu sinna mála í pólitísku hagnaðarskyni fyrir þá alþingismenn sem beittu sér fyrir umræddri lagabreytingu. Við búum í réttarríki þar sem allir skuli vera jafnir fyrir lögum og rétti og það þýðir að beita skuli sömu reglum og lögum yfir þá aðila sem eru í sambærilegri stöðu.“

Hafa myndað sterk tengsl við ÍslandBörnin tala íslensku og líta á Ísland sem sitt heimaland. Yngri drengurinn, fremstur á myndinni, fæddist hér á landi.

Bjuggu á Ítalíu frá barnsaldri

Fjölskyldan kom hingað til lands frá Ítalíu, en bæði Theresa og William höfðu dvalið þar í landi frá barnsaldri. Ekki er hins vegar hægt að endursenda þau til Ítalíu þar sem dvalarleyfi þeirra rann út ári eftir að þau yfirgáfu landið. Þau verða því send til Ghana, en Theresa og William hafa ekki komið til Ghana í hartnær 15 ár og segjast ekki hafa nein tengsl við landið lengur. Foreldrar þeirra og ættingjar hafi allir flutt sig um set til Evrópu vegna fátæktar og örbirgðar í landinu og því geti þau ekki sótt þangað stuðning eða húsaskjól. 

 „Lífið var mjög erfitt í Ítalíu.“

Theresa segist hafa flúið Ghana vegna sárrar fátæktar einungis sextán ára gömul. Hún segir að sér hafi verið lofað skólaplássi á Ítalíu, en þess í stað verið neydd til að þrífa hús og stunda vændi. Launin hafi verið tekin af henni til þess að greiða skuld vegna ferðalagsins til Ítalíu. Þess ber að geta að hvergi er minnst á mansal eða nauðung í gögnum Theresu, en hún útskýrir það með þeim hætti að hún hafi talið að um einkamál hennar væri að ræða.

Theresa og William kynntust á Ítalíu og eignuðust tvö eldri börnin þar. „Lífið var mjög erfitt í Ítalíu,“ segir William. „Hver dagur var barátta, því ég fékk hvergi vinnu og átti erfitt með að framfleyta fjölskyldunni. Stundum neyddist ég til að stela mat fyrir börnin, en ég vildi ekki gera það. Á endanum sagði ég við Theresu að lífið ætti ekki að þurfa að vera svona erfitt, við þyrftum ekki að vera á Ítalíu heldur gætum við gefið börnunum gott líf í öðru landi. Þá ákváðum við að koma til Íslands.“

Þess má geta að William hefur haft atvinnu hér á landi í næstum því tvö ár, en hann starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Keflavík. 

Óttast að börnin fái ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu

Börnin eru á aldrinum eins til sex ára. Elst er Stefania, sem gengið hefur í grunnskóla í Njarðvík, Nathaniel er þriggja ára og yngsti sonur þeirra er rúmlega eins árs. Börnin hafa aldrei komið til Ghana, enda voru foreldrar þeirra báðir á barnsaldri þegar þeir flúðu landið. Verði börnunum gert að snúa til baka með foreldrum sínum verða aðstæður þeirra þeim algjörlega ókunnugar. Börnin hafa myndað sterk tengsl við Ísland, tala íslensku og líta á Ísland sem sitt heimaland.

Þá hafa tvö eldri börnin, Stefania og Nathaniel, verið greind með asthma og hafa þurft á læknisaðstoð hér á landi vegna öndunarörðugleika þeirra. Theresa og William óttast að þau muni ekki fá viðeigandi læknisaðstoð í Ghana. 

„Við getum ekki séð fyrir börnunum í Ghana,“ segir Theresa. „Ég fór ekki í skóla og er ekki með neitt prófskírteini sem ég get notað til að leita að vinnu. Ég er úrkula vonar, stressuð og veit ekki hvað ég á að gera. Þess vegna vil ég að almenningur heyri okkar sögu sem og Alþingi, sem hefur áður hjálpað fjölskyldum í svipaðri stöðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
7
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár