Aðsent

Flóttafjölskylda send út í óvissuna

Herdís Ágústa Linnet skrifar um fjölskyldu með lítið barn var vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar með skömmum fyrirvara.

Óléttri móður, Sobo Answar Hasan, föður, Nasr Mohammed Rahim, og 18 mánaða syni þeirra, Leo, var vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar í gærmorgun með nánast engum fyrirvara. Umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi var hafnað en þau komu fyrst til landsins 20. mars síðastliðinn eftir að hafa verið synjað um hæli í Þýskalandi.

Í gærmorgun voru þau send út í óvissuna. Þau vita ekkert hvað verður um framtíð sína, hvort þau fái að dvelja í Þýskalandi eða verði send aftur til Íraks eða Íran, því hjónin koma frá sitthvoru landinu. Þeirra bíður dauðarefsing í Íran en þau hafa flúið ofsóknir af hálfu fjölskyldumeðlima og þeim hefur verið hótað lífláti. Vegna þess að Leo er fæddur á flótta í Evrópu, óttast foreldrar hans einnig að hann verði grýttur til dauða í Íran þar sem fólk muni segja hann trúlausan og kristinn.

Þau flúðu ekki að ástæðulausu heimaland sitt og fóru til Þýskalands. Það sama má segja um komu þeirra til Íslands. Hún var ekki að ástæðulausu. Þau voru í leit að betra lífi. Þeim líður vel hér og vilja bara lifa eðlilegu og áhyggjulausu fjölskyldulífi. Að senda fjölskylduna úr landi, þar sem þeirra bíður ofbeldi og jafnvel dauði, er brot á mannréttindum.

Í stjórnarskrá Íslands, barnaverndarlögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að tryggja skuli börnum allt það sem velferð þeirra krefst og að hagsmunir þeirra skuli hafðir að leiðarljósi við afgreiðslu allra mála sem þau varða. 

Börn eiga rétt á að lifa og þroskast í öruggu umhverfi og það er greinilega ekki Leo litla fyrir bestu að hafa verið sendur í burtu. Það er einnig brot á lögum að senda fólk þangað þar sem líf þess kann að vera í hættu. Samkvæmt nýjum útlendingalögum er óheimilt „að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir, (...) er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð“. 

Við í ungmennaráði Barnaheilla biðlum til íslenskra stjórnvalda og yfirvalda að hafa mannréttindi barna og fólks ávallt í huga þegar ákvarðanir eru teknar sem varða þau. Við viljum að flóttafólki sé sýnd sama mannúð og öðrum. Barn er barn, sama hvaðan það kemur, rétt eins og við erum öll manneskjur óháð uppruna, kyni, menningu o.s.frv. Mannréttindi ber að virða. Þau eru ekki bara orð á blaði.

____________________
Höfundur er framhaldsskólanemi og fráfarandi formaður ungmennaráðs Barnaheilla.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Fréttir

Guðmundur rak Sif í kjölfar umfjöllunar um bætur til brotaþola

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri