Viðtal

Hafa gefið um milljarð króna á fimmtán árum

Sonja Egilsdóttir hefur verið formaður Kvenfélagsins Hringsins frá 2014 en félagskona frá 2008. Félagskonur vinna allt árið að því að safna fé í Barnaspítalasjóð Hringsins og fastir liðir í starfseminni eru til dæmis hinn árlegi jólabasar, jólakortasala, jólakaffi og jólahappdrætti.

Sonja Egilsdóttir „Hringurinn er í mjög góðu sambandi við starfsfólk Barnaspítalans. Stjórn félagsins er reglulega boðið í heimsókn til að fylgjast með stöðunni og því sem er framundan, til dæmis hvað varðar tækjakaup. Það eflir mann vissulega í starfinu og hvetur til dáða að gera enn betur.” Mynd: Heiða Helgadóttir

Sonja Egilsdóttir og nokkrar vinkonur hennar gengu í Kvenfélagið Hringinn eftir að barnabarn einnar úr hópnum lést úr krabbameini á Barnaspítala Hringsins. „Það kviknaði í okkur sú ósk að hjálpa og láta gott af okkur leiða,“ segir hún.  

Hringurinn er vinnufélag og félagskonur vinna allt árið að verkefnum af ýmsu tagi, meðal annars handavinnu. Sonja var fyrstu árin í handavinnu fyrir jólabasarinn en var síðan beðin um að vera formaður jólakortanefndar. „Ég sá um þá nefnd í þrjú ár. Margar konur eru í því að pakka jólakortum og koma þeim í sölu í verslanir og auðvitað selja kortin.” 

Hringskonur leita yfirleitt til listamanns sem gefur vinnu sína en félagskonur hafa líka hannað jólakortin. Í ár skartar jólakort Hringsins fallegri mynd af grænum jólakransi á rauðum grunni eftir listamanninn Sigga Eggertsson. Jólakortin eru seld átta í pakka á 1.500 krónur auk þess sem hægt er að kaupa jólamerkispjöld. Jólakortin eru ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum

Fréttir

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Fréttir

Houssin ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins

Fréttir

72,5 prósent vilja að Sigríður Andersen segi af sér

Pistill

Ferðasirkusinn við Austurvöll og siðanefndin sem hvarf

Aðsent

Öskuhaugar sögunnar og forysta Eflingar

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Fréttir

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Íslenskir læknar styðja bann við umskurði barna - lýsa alvarlegum fylgikvillum

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum