Viðtal

Hafa gefið um milljarð króna á fimmtán árum

Sonja Egilsdóttir hefur verið formaður Kvenfélagsins Hringsins frá 2014 en félagskona frá 2008. Félagskonur vinna allt árið að því að safna fé í Barnaspítalasjóð Hringsins og fastir liðir í starfseminni eru til dæmis hinn árlegi jólabasar, jólakortasala, jólakaffi og jólahappdrætti.

Sonja Egilsdóttir „Hringurinn er í mjög góðu sambandi við starfsfólk Barnaspítalans. Stjórn félagsins er reglulega boðið í heimsókn til að fylgjast með stöðunni og því sem er framundan, til dæmis hvað varðar tækjakaup. Það eflir mann vissulega í starfinu og hvetur til dáða að gera enn betur.” Mynd: Heiða Helgadóttir

Sonja Egilsdóttir og nokkrar vinkonur hennar gengu í Kvenfélagið Hringinn eftir að barnabarn einnar úr hópnum lést úr krabbameini á Barnaspítala Hringsins. „Það kviknaði í okkur sú ósk að hjálpa og láta gott af okkur leiða,“ segir hún.  

Hringurinn er vinnufélag og félagskonur vinna allt árið að verkefnum af ýmsu tagi, meðal annars handavinnu. Sonja var fyrstu árin í handavinnu fyrir jólabasarinn en var síðan beðin um að vera formaður jólakortanefndar. „Ég sá um þá nefnd í þrjú ár. Margar konur eru í því að pakka jólakortum og koma þeim í sölu í verslanir og auðvitað selja kortin.” 

Hringskonur leita yfirleitt til listamanns sem gefur vinnu sína en félagskonur hafa líka hannað jólakortin. Í ár skartar jólakort Hringsins fallegri mynd af grænum jólakransi á rauðum grunni eftir listamanninn Sigga Eggertsson. Jólakortin eru seld átta í pakka á 1.500 krónur auk þess sem hægt er að kaupa jólamerkispjöld. Jólakortin eru ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein