Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

20 milljónir til Staðlaráðs vegna jafnlaunavottunar

Velferðarráðuneytið bætir Staðlaráði Íslands upp tekjutapið af opinberri birtingu staðalsins sem liggur jafnlaunavottun til grundvallar.

Velferðarráðuneytið mun greiða Staðlaráði Íslands 20,4 milljónir króna fyrir að setja upp kerfi á vefsíðu sem tryggir aðgang almennings að jafnlaunastaðlinum sem liggur til grundvallar lögunum um jafnlaunavottun sem samþykkt voru á síðasta þingi. Greint var frá samninngi ráðuneytisins við Staðlaráð í fréttatilkynningu í morgun og óskaði Stundin eftir því að fá samninginn afhentan. Þar kemur fram að um er að ræða samstarfssamning til fjögurra ára með möguleika á framlengingu í allt að fjögur ár. „Fyrir störf sín fær verksali greiddar 20.422.652 krónur alls,“ segir í 5. gr. samningsins. Um er að ræða kostnað af rekstri vefsíðunnar og af áætluðu tekjutapi Staðlaráðs af sölu staðalsins sem áður var ekki aðgengilegur nema gegn greiðslu og kostaði um 11 þúsund krónur.

Þegar frumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun var lagt fram á Alþingi í vor lagðist Staðlaráð eindregið gegn því að notkun staðalsins ÍST 85 yrði lögfest auk þess sem gagnrýnt var að ekki hefði verið haft samband við Staðlaráð – eiganda höfundarréttar og nýtingarréttar af umræddum staðli – við vinnslu frumvarpsins. 

Þegar málið var til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd skilaði meirihluti nefndarinnar áliti þar sem lagt var til að efniskröfur staðalsins yrðu birtar í reglugerð. Eins og Stundin greindi frá brást Staðlaráð við með harðorðu bréfi þar sem fullyrt var að „slíkt myndi jafngilda eignarnámi“. Í kjölfarið sendi Þorsteinn Víglundsson þingmönnum og framkvæmdastjóra Staðlaráðs tölvupóst og hafnaði gagnrýninni. Eftir frekari yfirferð á málinu varð niðurstaðan hins vegar sú að semja við Staðlaráð um aðgang að staðlinum.

Nú liggur niðurstaða þeirra samningaviðræðna fyrir og mun ráðuneytið greiða samtals 20,4 milljónir, bæði fyrir birtingu staðalsins á vefnum og til að bæta Staðlaráði upp tekjutapið af því að gera staðalinn aðgengilegan öllum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Fréttir

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

Pistill

Zero tolerance

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika