Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bann á umfjöllun Stundarinnar framlengist út árið 2017

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur ákveð­ið að að­al­með­ferð í máli þrota­bús Glitn­is gegn Stund­inni fari fram þann 6. janú­ar 2018. Því verð­ur lög­bann á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar við lýði fram á næsta ár hið minnsta.

Bann á umfjöllun Stundarinnar framlengist út árið 2017
Umfjöllun Stundarinnar Eftir umfjöllun Stundarinnar um viðskipti forsætisráðherra með bréf tengd Glitni, samhliða aðkomu hans að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi, fékk Glitnir samþykkt lögbann á frekari fréttaflutning.

Lögbann á fréttir Stundarinnar upp úr gögnum, sem sögð eru koma úr þrotabúi Glitnis, verður áfram við lýði út þetta ár hið minnsta. Þetta er orðið ljóst eftir að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur boðaði að meðferð dómsmáls um lögbannið yrði ekki haldið áfram fyrr en 6. janúar 2018.

Í dómsmálinu stefnir þrotabú Glitnis, Glitnir Holding, Stundinni fyrir dóm, til að freista þess að fá staðfestingu á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði  á umfjöllun Stundarinnar upp úr tilteknum gögnum sem þrotabúið gerir kröfu til. 

Inngrip í umfjöllun sem varðar ráðherra

Lögbann var sett á Stundina og Reykjavik media mánudaginn 16. október, þegar fulltrúar sýslumannsins í Reykjavík fyrirvaralaust á skrifstofu Stundarinnar ásamt lögmanni Glitnis og tilkynntu að lögbann yrði lagt á áframhaldandi umfjöllun. Fyrirvaralaust dómþing var samþykkt af sýslumanni að kröfu Glitnis með tilvísun um að Stundin hefði annars verið í aðstöðu til að birta meiri upplýsingar upp úr hinum meintu gögnum.

Stundin hafði þá fjallað um að viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra með bréf tengd Glitni, sem og lánamál hans hjá bankanum og boðsferðir, hefðu verið með öðrum hætti en hann hafði sjálfur lýst. Þannig hafði hann til dæmis losnað undan persónulegri ábyrgð á 50 milljóna króna kúluláni, þegar það var flutt yfir á einkahlutafélag í eigu föður hans skömmu fyrir hrun, en félaginu var slitið eftir efnahagshrunið þegar skuldir þess höfðu rokið upp úr öllu valdi. Auk þess fór Bjarni í fleiri boðsferðir í boði bankans en hann hafði greint frá áður, hafði átt 165 milljónir króna í peningamarkaðssjóði Glitnis, sem stangaðist á við fyrri yfirlýsingar, og seldi öll bréf sín í sjóðnum dagana fyrir bankahrunið. Þá fundaði hann með bankastjóra Glitnis um vanda bankans, sem kjörinn fulltrúi, tveimur dögum áður en hann hóf að selja persónuleg hlutabréf sín í bankanum fyrir rúmlega 120 milljónir króna.

Glitnir krafðist þess að Stundin eyddi öllum fréttum sem skrifaðar hefðu verið um málið af internetinu og afhenti tiltekin gögn. Lögmaður þrotabúsins féll hins vegar frá fyrri kröfunni og var síðari kröfunni hafnað, á grundvelli þess að ómögulegt væri að afhenda gögn sem gætu verið til rafrænt.

Sýslumaðurinn í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að með lögbanninu væri verið að „frysta tiltekið ástand“, en þrotabú Glitnis hafði lýst áhyggjum af því að upplýsingar um fjármál þúsunda Íslendinga væri að finna í gögnum sem Stundin hefði undir höndum.

Stundin vildi flýta málinu

Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst ekki á þá vörn Stundarinnar í skyndilegu dómþingi á skrifstofu miðilsins að umfjöllunin ætti erindi til almennings, hefði þýðingu í lýðræðislegu samfélagi og nyti verndar stjórnarbundins tjáningarfrelsis.

Stundin fór fram á að málinu yrði flýtt eins og auðið yrði fyrir héraðsdómi. Beiðni Stundarinnar um flýtimeðferð var ekki formleg í skilningi einkamálalaga, þar sem einungis stefnandi máls getur óskað eftir flýtimeðferð formlega. Hins vegar taldi dómari að dagsetningin samræmdist tímaramma flýtimeðferðamála.

Bæði Kjarninn og Ríkisútvarpið hafa fjallað um upplýsingar um viðskipti innan Glitnis fyrir hrunið á undanförnum vikum. Viðbrögð lögmanns þrotabús Glitnis hafa verið að biðja Kjarnann að upplýsa um hvort frekari umfjöllun væri fyrirhuguð úr gögnunum. Fyrirvaralaus koma á skrifstofur Kjarnans átti sér því ekki stað, líkt og í tilfelli Stundarinnar.

Frá því að Glitnir fékk samþykkt lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media hefur verið greint frá því, upp úr gögnum frá bankanum, að hópur stjórnenda og starfsmanna Glitnis hafði stundað umfangsmikil viðskipti með bréf tengd bankanum eftir að hafa fengið þá vitneskju að stjórnarformaður Glitnis hefði hitt seðlabankastjóra og sóst eftir fyrirgreiðslu Seðlabanka Íslands vegna þess að bankinn væri fyrirsjáanlega ógjaldfær.

Leki á gögnum úr Glitni er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknaraembættinu, sem áður hét Sérstakur saksóknari. Ritstjórar Stundarinnar fóru til skýrslutöku hjá embættinu á mánudag og verða samtals tólf blaða- og fréttamenn boðaðir til skýrslutöku hjá embættinu vegna málsins samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Fyrirvari vegna hagsmuna: Í fréttinni fjallar Stundin um dómsmál sem varðar Stundina beint og Stundin er aðili að.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár