Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skattapólitík 2012 til 2016

Indriði H. Þor­láks­son sýn­ir hvernig skatt­byrð­inni hef­ur ver­ið velt yf­ir á lág­tekju- og milli­tekju­fólk und­an­far­in ár.

Skattapólitík 2012 til 2016

Í október 2016 birti ég grein með nafninu Skattapólitík 1993 til 2015. Þar fjallaði ég um þróun skattbyrði af tekjuskatti einstaklinga á þessu tímabili. Sýndi ég á grundvelli talnagagna Ríkisskattstjóraembættisins, sem öllum er opið, hvernig skattbyrðin hefur breyst á þessu tímabili, sem að því leyti skiptist glöggt í þrennt. 

Frá upphafi þess og til 2005 hækkaði skattbyrði allra tekjuhópa nema í hópi 10% hinna tekjuhæstu þar sem hún lækkaði, einkum hjá efstu 5 prósentunum um 16 prósentustig. 

Á tímabilinu 2007 til 2012 snerist þessi þróun við. Í lægsta tekjuhópi lækkaði skattbyrðin en var síðan lítt breytt upp að miðjum tekjuskala að hún fór vaxandi og óx mest hjá hæstu 5 prósentunum um nærri 20 prósentustig.

Á þessu tímabili voru gerðar róttækar breytingar á skattkerfinu, skattstiganum þrískipt, skattur á fjármagnstekjur hækkaður en frítekjumark fyrir vaxtatekjur tekið upp og auðlegðarskattur tekinn upp með það að markmiði að auka tekjur en jafnframt að dreifa skattbyrðinni með sanngjarnari hætti en verið hafði.

Á þriðja tímabilinu sem aðeins tók til áranna 2012 til 2015 sótti strax í sama horf og fyrir hrun. Skattbyrðin hækkaði í öllum tekjubilum nema í þeim efstu þar sem hún lækkaði, um 6% hjá efstu 5% sem að miklu leyti skýrist af afnámi auðlegðarskattsins.

Um þetta má lesa í greininni í Stundinni eða á heimasíðu minni. Grein þessi vakti gremju þáverandi fjármálaráðherra sem reyndi að snúa út úr henni með falsskýringum sem leiddi til leiðréttingar af minni hálfu og síðan skætings til mín úr nærumhverfi ráðherrans.

Þessi mynd birtist í Stundinni í fyrra.


Núna liggja fyrir talnagögn frá RSK um eitt ár í viðbót, þ.e. tekjuárið 2016. Það er því fróðlegt að sjá hvort þau gögn staðfesta fyrrgreinda þróun eða hvort núverandi forsætisráðherra notaði síðasta ár sitt í embætti fjármálaráðherra til að sanna orð sín hjarðar hans í kosningabaráttunni að hann hafi lækkað skatta.

Í stuttu máli sagt sýna hinar nýju tölur að ríkisstjórn þessa tíma var sjálfum sér samkvæm í því að verk hennar gengu þvert á orð forystustunnar fyrr og nú. Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði skatthlutfallið enn hjá þeim 70% hjóna sem voru í neðri hluta skalans og mest hjá þeim tekjulægstu eða um nærri 2,5 prósentustig á þessu eina ári. Hjá tekjuhæstu 30% lækkaði skatthlutfallið hins vegar og mest hjá hæstu 5%, um eitt prósentustig. Breytingarnar í einstökum tekjubilum á þessum árabilum hvoru um sig og samtals má sjá á meðfylgjandi mynd.

Stöplaritið sýnir að neðstu 30% hjóna hafa samtals fengið skattahækkun sem svarar til meira en fjögurra prósentustiga. Næstu 40% fengu hækkun frá þremur niður í eitt prósentustig. Hjón í níundu og neðri helft tíundu tíundar fengu um 1% lækkun og efstu 5% fengu á þessum árum alls lækkun um nærri sjö prósentustig. Verulegur hluti lækkunarinnar í efstu þrepunum er vegna afnáms auðlegðarskattsins en hluti og öll breytingin 2015 til 2016 er af öðrum ástæðum.

Eftirfarandi mynd sýnir feril skatthlutfallsins eftir tekjubilum á árunum 2012, 2015 og 2016 og segir sú mynd sömu sögu og áður er rakin.

Að lokum má svo sjá hér hvernig skatthlutfallið í einstökum tekjubilum hefur verið á hverju tekjuáranna 2007, 2012, 2015 og 2016:

Allar staðfesta þessar myndir þá ályktun fyrri greinar minnar að skattapólitíkin frá 2013 hefur öll einkenni þeirrar stefnu sem rekin var á árunum fyrir hrun. Innbyggðir fastar skattkerfisins, persónuafsláttur, skattþrep og bætur eru látnar mola tekjujöfnun þess niður með því að breyta þeim ekki í takt við breytingar á ytri aðstæðum eða laga skatthlutföllin að þeim. Þótt þessar breytingar séu tæknilegs eðlis er það pólitísk ákvörðun að hafast ekki að.

„Skattalækkanir í efstu tekjubilunum
hafa verið bornar uppi af skattahækkunum
í neðri tekjubilunum“

Eftirtektarvert er að á tímabilinu hefur meðalskatthlutfallið lítið sem ekkert breyst. Að því leyti er það rétt að segja að skattar hafi ekki breyst rétt eins og að fullyrða að sá hafi það gott sem er með annan fótinn í krapavatni og hinn í sjóðheitu vatni. Að meðaltali bara gott. En þetta þýðir hins vegar það að hækkanir og lækkanir innan kerfisins hafa vegið hvor aðra upp. Í mæltu máli segir það að skattalækkanir í efstu tekjubilunum hafa verið bornar uppi af skattahækkunum í neðri tekjubilunum. Hinir tekjulægri greiða fyrir hina tekjuhærri eins og eftirfarandi mynd sýnir þegar breyting á fjárhæð skatta í hverju tekjubili er reiknuð út frá breyttu skatthlutfalli og skattstofni 2016.

Hér má sjá breytingar á skattbyrði yfir tímabilið 2012 til 2016.

Myndin sýnir að skattahækkanir samtals í hverrri tekjutíund upp að þeirri sjöundu er á milli 1 og 2 milljarðar króna. Níunda og neðri helft hinnar tíundu fengu lækkun um ca. einn milljarð hvor í sinn hlut en efst 5% kasseruðu 9,5 milljörðunum á breytingunum. Heildargróði og tap er svo að sjá í eftirfarandi mynd sem sýnir að hátt í 12 milljarðar hafa með skattabreytingum verið færðir frá hinum tekjulægri hópum til hinna tekjuhærri. 

Hér má sjá breytingar á skattbyrði yfir tímabilið 2012 til 2016.

Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
5
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
„Mér hefur ekki verið nauðgað“
9
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

Pró­fess­or Nils Melzer rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók og þar skrif­ar hann: „... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár