Viðtal

Skólakerfið bregst syni mínum

Andrés Ævar Grétarsson stendur ráðþrota gagnvart hegðunarvanda sonar síns. Drengnum hefur nú tvisvar verið vísað úr skóla til lengri tíma í kjölfar alvarlegra atvika, án þess að önnur lausn sé í sjónmáli. „Við erum í rauninni bara að berjast fyrir því að barnið fái að vera í skóla,“ segir hann.

„Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta er mjög erfitt mál og er alls ekki að halda því fram að hann sé til fyrirmyndar. En honum gæti gengið svo mikið betur ef honum væri mætt á miðri leið og hann fengi viðeigandi stuðning, líkt og skóli án aðgreiningar segir til um.“

Þetta segir Andrés Ævar Grétarsson, faðir fjórtán ára drengs, sem hefur síðustu vikur verið utanskóla í kjölfar alvarlegs ofbeldisatviks í skólanum. Honum hefur einu sinni áður verið vikið úr skóla til lengri tíma vegna slæmrar hegðunar, en mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur úrskurðað þá brottvísun ólögmæta. Drengurinn er greindur á einhverfurófi, með ADHD og kvíðaröskun, svo dæmi séu tekin og því ljóst að hann glímir við fjölþættan vanda. Andrés telur að ef sonur hans hefði fengið viðeigandi aðstoð og greiningu í upphafi skólagöngu væri ástandið ekki orðið jafn slæmt og raun ber vitni, en hann stendur nú ráðalaus ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins