Mansal: „Auðvitað er þetta líka að gerast á Íslandi“

Engin áætlun er í gildi um aðgerðir gegn mansali og engum fjármunum er varið í málaflokkinn í fjárlögum þeirrar ríkisstjórnar sem nú kveður. Sérfræðingar í mansalsmálum segja ekki hægt að byggja mál einungis á vitnisburði þolenda vegna viðkvæmrar stöðu þeirra, en sú aðferð hefur verið farin hér á landi. Aðeins einu sinni hefur verið sakfellt fyrir mansal á Íslandi.

ritstjorn@stundin.is

Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í mansali rann út um síðustu mánaðamót og hefur enn ekki verið endurnýjuð. Í dag er því engin áætlun í gildi. Fyrri áætlun fylgdu litlir fjármunir, og því ógerlegt að fylgja henni eftir, og í fjárlögum þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að kveðja var ekki einni krónu varið í málaflokkinn. Á sama tíma hefur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra áhyggjur af því að réttarbót fyrir flóttabörn ýti undir mansal. 

Erlendir sérfræðingar í mansalsmálum skora á íslensk stjórnvöld að gera betur í baráttunni gegn mansali. Á ráðstefnu um mansal í síðasta mánuði stigu fjölmargir sérfræðingar á svið og miðluðu sinni reynslu af málaflokknum. Leiðandi stef var að lögregla, saksóknarar og dómarar þyrftu fræðslu í mansalsmálum og að eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að treysta eingöngu á vitnisburð brotaþola í mansalsmálum. Málin þurfi að byggja á öðrum sönnunargögnum. Þá voru yfirvöld harðlega gagnrýnd fyrir að leyfa dæmdum vændiskaupendum að njóta ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·
Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

·
Hamingja er

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·