Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfstæðismenn óttast „flökkusögur“ og segja að lagabreyting í þágu flóttabarna hjálpi glæpamönnum

All­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn frum­varpi um breyt­ingu á út­lend­inga­lög­gjöf­inni í nótt. Full­trú­ar flokks­ins telja „erfitt að sporna við því að flökku­sög­ur fari á kreik um að auð­veld­ara sé að fá hæli hér á landi en áð­ur og að skipu­lögð glæp­a­starf­semi sem ger­ir út á smygl á fólki víli ekki fyr­ir sér að kynda und­ir þá túlk­un“.

Sjálfstæðismenn óttast „flökkusögur“ og segja að lagabreyting í þágu flóttabarna hjálpi glæpamönnum

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru þingfund í nótt greiddu atkvæði gegn frumvarpinu til breytinga á útlendingalögum.

Frumvarpið felur í sér réttarbót fyrir barnafjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og gæti haft áhrif á afdrif meira en 80 barna.

Í hópi þeirra eru hælisleitendur sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, svo sem stúlkurnar Hanyie og Mary og fjölskyldan frá Ghana sem fjallað var um fyrr í vikunni.

Byggja á sjónarmiðum lögreglunnar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd telja að nýju lögin geti „aukið hættu á mansali eða smygli á börnum“.

Þá séu þau ekki til þess fallin að auka trúverðugleika stofnana á borð við Útlendingastofnun. Með lögunum sé Alþingi að taka „fram fyrir hendurnar á stjórnsýslunni í einstökum málum“. 

Þetta kemur fram í nefndaráliti minnihlutans, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Valgerðar Gunnarsdóttur og Vilhjálms Árnasonar en það er að miklu leyti byggt á þeim sjónarmiðum sem fulltrúar lögreglunnar létu í ljós á fundi allsherjar- og menntamálanefndar, annars vegar Jón F. Bjartmarz og Gylfi Gylfason frá ríkislögreglustjóra og hins vegar Alda Hrönn Jóhannsdóttir frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

„... skipulögð glæpastarfsemi sem gerir
út á smygl á fólki víli ekki fyrir sér að
kynda undir þá túlkun“

„Bent var á að þrátt fyrir að um skýrt afmarkaða afturvirka breytingu sé að ræða sé erfitt að sporna við því að flökkusögur fari á kreik um að auðveldara sé að fá hæli hér á landi en áður og að skipulögð glæpastarfsemi sem gerir út á smygl á fólki víli ekki fyrir sér að kynda undir þá túlkun,“ segir í nefndarálitinu.

Engin áætlun gegn mansali komin fram

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur látið sams konar sjónarmið í ljós. „Ef þetta er samþykkt og það spyrst út að hér sé lög­gjöf sem sé sér­sam­in fyr­ir fólk með börn þá hafa vaknað spurn­ing­ar hjá mér og fleiri fagaðilum um hvort það skapi raun­veru­lega hættu á man­sali. Að hingað komi fólk með börn og fái sérmeðferð,“ sagði hún í viðtali við Morg­un­blaðið í gær.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, bregst við orðum ráðherra í Facebook-færslu og skrifar:

Ég hef ítrekað spurt Sigríði Andersen um mansalsmál. Aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali rann út um síðustu áramót. Skv. svari Sigríðar stóð til að hefja endurskoðun áætlunarinnar á miðju þessu ári. Nú er að líða níundi mánuðurinn þar sem engin áætlun er í gildi. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár nefnir mansal ekki á nafn. Engin fjárveiting til að berjast gegn því. Núll krónur. Þá gerist það loksins núna, þegar Sigríður vill halda landinu lokuðu fyrir flóttafólki, að baráttan gegn mansali kemst efst á forgangslistann hjá henni. Sýnir þetta pólitíska forgangsröðun í þágu baráttunnar gegn mansali, eða eitthvað annað?

Kristjana Fenger, sem starfað hefur sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur í sama streng á Twitter. „Áhugavert að ráðherra sem setur 0 kr. í baráttunni gegn mansali á fjárlög og hefur ekki gert nýja aðgerðaráætlun í að verða ár hafi skyndilega áhuga og áhyggjur af mögulegu mansali sem fylgifiski nýrra laga,“ skrifar hún.

Frumvarpið samþykkt í nótt

Lagabreytingarnar sem samþykktar voru í nótt taka til barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hérlendis fyrir gildistöku laganna og ekki yfirgefið landið. Frumvarpið felur í sér tvær meginbreytingar. Annars vegar þurfa nú aðeins að líða 9 mánuðir frá því að umsókn barns um alþjóðlega vernd berst, í stað 12 mánaða, til að stjórnvöldum beri að taka umsóknina til efnismeðferðar.

Jafnframt er stjórnvöldum nú heimilt að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef það hefur ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 15 mánaða, en áður hefur verið miðað við 18 mánuði í þessum efnum. „Jafnframt væri þá almennt eðlilegt að veita foreldrum sem fara með forsjá barnsins, og eftir atvikum systkinum, dvalarleyfi á grundvelli 1. mgr. 74. gr. laganna til að tryggja einingu fjölskyldunnar, að uppfylltum öðrum skilyrðum,“ segir í greinargerð frumvarpsins.  

Greidd voru atkvæði um frumvarpið eftir þriðju umræðu rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins studdu frumvarpið. Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Haraldur Benediktsson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Teitur Björn Einarsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu