Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill bregðast við ákalli þolenda fyrir þinglok

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, legg­ur fram frum­varp til að fyr­ir­byggja að barn­aníð­ing­ar geti öðl­ast lög­manns­rétt­indi.

Vill bregðast við ákalli þolenda fyrir þinglok

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, kallar eftir því að Alþingi bregðist við ákalli þolenda kynferðisofbeldis áður en þingi verður slitið og setji lög gegn því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisglæpi, barnaníð og fleiri svívirðileg brot geti öðlast lögmannsréttindi. 

Ekki náðist samstaða innan allsherjar- og menntamálanefndar um að leggja fram slíkt frumvarp í síðustu viku, en Þórhildur samdi drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lögmenn og óskaði meðflutnings allra þingmanna um helgina. Þingmenn Pírata eru meðflutningsmenn og segist Þórhildur vonast eftir breiðum stuðningi meðal allra flokka.

„Með frumvarpi þessu er lagt til að einstaklingar sem hlotið hafa dóm fyrir nauðgun, kynferðislega misneytingu, kynferðisbrot gegn börnum, hagnýtingu vændis barna, þátttöku barna í nektarsýningum, sem og einstaklingar sem hafa verið sakfelldir fyrir manndráp, geti ekki öðlast lögmannsréttindi,“ segir í greinargerð frumvarpsdraganna. „Það er mat flutningsmanna að einstaklingar sem gerst hafa brotlegir við framangreind ákvæði almennra hegningarlaga geti ekki talist hæfir til þess að sinna lögmannsstörfum hvers helsta hlutverk er að „[...] efla rétt og hrinda órétti”, sbr. 1. gr. siðareglna lögmanna.“ 

Þá kemur fram að kveikjan að framlagningu frumvarpsins hafi verið fréttaflutningur og umræða um endurheimt lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey í kjölfar þess að hann fékk uppreist æru.

Bent er á að lögmenn njóti vissra forréttinda og hafi í störfum sínum aðgang að ýmsum þáttum réttarkerfisins umfram almenning. Lögmenn sem sinna verjandastörfum geti t.d. haft aðgang að vitnaleiðslum og skýrslutökum af börnum í Barnahúsi, sem eðli máls samkvæmt séu í mjög viðkvæmri stöðu.

„Að óbreyttum lögum um lögmenn geta einstaklingar sem gerst hafa sekir um alvarleg kynferðis- og ofbeldisbrot verið viðstaddir þessar skýrslutökur. Þannig geta vitni og brotaþolar í ofbeldis- og kynferðisbrotamálum þurft að gefa skýrslu þar sem fyrrum dómþoli í slíku máli er viðstaddur og hefur, þegar um er að ræða þinghald í sakamáli sbr. 10. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 rétt til að spyrja eða koma spurningum til vitnis eða brotaþola áleiðis,“ segir í greinargerðinni.

„Það verður að teljast óeðlilegt að einstaklingar sem hafa gerst sekir um þá háttsemi sem greinir í 1. gr. frumvarps þessa geti haft með höndum svo viðkvæm en þó mikilvæg störf sem hér að ofan hefur verið fjallað um. Viðvera þeirra og aðkoma að viðkvæmum málum getur haft afar neikvæð áhrif á vitni og brotaþola og getur þannig dregið úr áhrifamætti og skilvirkni réttarkerfisins.

Greinargerðina í heild má sjá hér að neðan, en frumvarpið verður sent þingfundarskrifstofu til útbýtingar í dag. 

I. Inngangur.

Með frumvarpi þessu er lagt til að einstaklingar sem hlotið hafa dóm fyrir nauðgun, kynferðislega misneytingu, kynferðisbrot gegn börnum, hagnýtingu vændis barna, þátttöku barna í nektarsýningum, sem og einstaklingar sem hafa verið sakfelldir fyrir manndráp, geti ekki öðlast lögmannsréttindi. Það er mat flutningsmanna að einstaklingar sem gerst hafa brotlegir við framangreind ákvæði almennra hegningarlaga geti ekki talist hæfir til þess að sinna lögmannsstörfum hvers helsta hlutverk er að „ [...] efla rétt og hrinda órétti”, sbr. 1. gr. siðareglna lögmanna.

II. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.

I. Aðdragandi.

Aðdragandinn að framlagningu frumvarps þessa er sá að um mitt ár 2017 birtust fréttir þess efnis að dæmdum kynferðisbrotamanni sem dæmdur hafði verið fyrir brot geg fimm stúlkum hafði hlotið uppreist æru. Maðurinn starfaði sem lögmaður þegar brotin voru framin og var hann sviptur réttindum sínum með dómi Hæstaréttar 15. maí 2008. Í kjölfar uppreist æru mannsins fór hann þess á leit við dómstóla að svipting réttinda hans yrði niðurfelld. Með dómi Hæstaréttar 15. júní 2017 var úrskurður héraðsdóms staðfestur þar sem svipting réttinda hans til að vera héraðsdómslögmaður var felld niður. Honum var þá mögulegt að sækja það aftur að öðlast réttindi til að vera lögmaður. 

Fregnir af framangreindu urðu þess valdandi að brotaþolar mannsins og aðstandendur þeirra hafa stigið fram einn af öðrum og tjáð sig opinberlega um málið.

Fyrsti brotaþolinn til að stíga fram og tjá sig um uppreist æru umrædds kynferðisbrotamanns var Nína Rún Bergsdóttir, en sama dag og úrskurður féll í Hæstarétti tjáði hún sig opinberlega um málið. Í kjölfarið stigu margir brotaþola í málinu og aðstandendur þeirra fram og tjáðu sig opinberlega, en þau eru Halla Ólöf Jónsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Eva Vala Guðjónsdóttir, Pálína Hildur Sigurðardóttir, Rafnkell Jónsson auk annarra sem ekki gefst færi á að nefna hér. Gagnrýndu þau meðferð íslenskra stjórnvalda á umsókn dómfellda um uppreist æru og því að honum yrði gert kleift að nýju að starfa sem lögmaður. Þá gagnrýndu þau viðhorf og viðmót stjórnvalda gagnvart brotaþolum, leyndarhyggju og lokað eðli stjórnsýslunnar ásamt smættun brotanna sem um ræðir sem og sein og ófullnægjandi viðbrögð við ákalli þeirra um upplýsingar um málsmeðferðina.

Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar 30. ágúst 2017 kom m.a. Bergur Þór Ingólfsson, faðir Nínu Rúnar, fyrir nefndina og ræddi við nefndina um lög um uppreist æru. Bergur Þór lýsti fyrir nefndinni þeim alvarlegu neikvæðu afleiðingum sem fregnirnar af dómi Hæstaréttar hefðu haft á brotaþola og aðstandendur þeirra. Þá ræddi hann sérstaklega viðhorf brotaþola og aðstandenda gagnvart málsmeðferð stjórnvalda og dómstóla á uppreist æru brotamannsins. Bergur Þór sagði þau hafa þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt. Að þau hefðu þurft að skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl, skrifa hvern einasta dag inn á netmiðla til að það heyrðist í þeim. Líkti hann því við að vekja steinrunnið tröll af dvala. Barátta brotaþola og aðstandenda þeirra og umfjöllun fljölmiðla, Alþingis og stjórnvalda í kjölfarið hefur leitt í ljós að ferlið við uppreist æru er stórgallað og úrelt. 

Æra er gamalt hugtak í íslenskri lögfræði sem á rætur sínar að rekja til Grágásarlaga, Járnsíðu og Jónsbókar, elstu lagabálka Íslands. Í íslenskri réttarsögu hefur æra manna aðallega verið notuð í þeim tilgangi að stefna eða kæra þann sem brýtur gegn henni, með því sem áður nefndust fullréttisorð eða fjölmæli og nefnast í dag ærumeiðingar. Hugtakið uppreist æra kom fyrst inn í íslensk lög með dönskum lagaboðum um mannorðsbót sem samþykkt var á Alþingi að skyldi lögleiða á Íslandi árið 1869. Í stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands nr. 1/1874 var m.a. kveðið á um í 17. gr. að eitt skilyrði þess að hafa kosningarétt til Alþingiskosninga var óflekkað mannorð. Til þess að öðlast óflekkað mannorð skv. lagabótinni um mannorðsbót skyldi bónarbréf sent til löggæsluráðherra með vitnisburði áreiðanlegra manna, þó aðeins 5 árum eftir að hegningu viðkomandi lauk. Svipar þessari tæplega 150 ára framkvæmd mjög til þeirrar framkvæmdar sem nú er í gildi varðandi uppreist æru. Í 3. gr. lagabótarinnar um mannorðsbót kom þó m.a. fram:

„Álíti löggæzluráðherrann, þegar hann er búinn að fá álitsskjöl frá þeim dómstóli, við hvern hlutaðeigandi var dæmdur, eða, að því leyti hann var dæmdur við stríðsrétt, frá háyfirdómara herliðsins, að hann geti mælt fram með bónarbréfinu, ber að leggja málið fyrir konung til hans úrskurðar.“ 

Eins og sjá má var í eldri lögum skýrt kveðið á um að löggæzluráðherra skyldi leggja sjálfur mat á það hvort hann gæti mælt með að umsækjandi um mannorðsbót skyldi hljóta hana. Ákvæði um uppreist æru voru síðar færð í 84. og 85. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, og hafa þau staðið þar, óbreytt að mestu, frá því fyrir þann tíma er Ísland hlaut sjálfstæði. Á þeim tíma hefur þróun fjarlægst þeirri hugmynd að ráðherra leggi sjálfstætt mat á umsóknir um uppreist æru, og hefur nú framkvæmdin orðið að fullu sjálfvirk að því er virðist, þar sem einungis er lagt mat á hvort lögformleg skilyrði teljist uppfyllt.

Ferlið er eftir sem áður lagalegt úrræði fyrir einstaklinga sem hlotið hafa lengri fangelsisdóma til þess að hlotnast óflekkað mannorð, sem er m.a. skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis, fyrir veitingu lögmannsréttinda og starfsréttindum fyrir endurskoðendur. Sömuleiðis er krafa um óflekkað mannorð gjarnan skilyrði fyrir setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.

Málsmeðferðin á umsóknum dómfellda um uppreist æru færðist frá svokallaðri náðunarnefnd til starfshóps í dómsmálaráðuneytinu sem framkvæmir ekki efnislegt, heldur einungis formlegt mat á því hvort að viss skilyrði til veitingu uppreist æru séu uppfyllt. Hefur til að mynda verið gagnrýnt að ferlið sem telst stjórnsýsluákvörðun uppfylli harla ákvæði stjórnsýslulaga um rannsóknarskyldu stjórnvalda. Sömuleiðis hefur það sætt umtalsverðri gagnrýni að ferlið feli ekki í sér öflunar umsagnar brotaþola viðkomandi umsækjanda þegar við á. Þá hefur dómsmálaráðherra lýst ferlinu sem „vélrænu” ferli án svigrúms til sjálfstæðs mats ráðherra á hverju máli fyrir sig. 

Að mati flutningsmanna hlýtur slíkt sjálfstætt mat þó að vera nauðsynlegt til þess að staðfesta andlega getu eða hæfi einstaklinga sem kunna að hafa framið alvarleg kynferðis- eða ofbeldisbrot til þess að gegna lögmannsstörfum. Það verður því að teljast bæði rétt og nauðsynlegt á þessum tímapunkti að breyta þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til að geta starfað sem lögmaður á Íslandi.

II. Núgildandi löggjöf.

Hæfnisskilyrði umsækjenda um lögmannsréttindi er að finna í 6. gr. laga um lögmenn, nr. 77/1998. Þau skilyrði sem lögin setja fyrir veitingu lögmannsréttinda hafa hingað til ekki þótt gefa tilefni til þess að neita einstaklingum um lögmannsréttindi sem gerst hafa sekir um brot af því tagi sem talin hafa verið í frumvarpi þessu, uppfylli þeir önnur skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda og að því gefnu að þeir hafi hlotið uppreist æru sinnar og þar með „óflekkað mannorð, svo sem áskilið er til kjörgengis við kosningar til Alþingis,“ sbr. 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna.

Í 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um lögmenn, nr. 77/1998, er m.a. kveðið á um að umsækjandi um lögmannsréttindi skuli vera svo á sig kominn andlega að hann sé fær um að gegna störfum lögmanns. Túlka má greinina svo að vilji löggjafans hafi staðið til þess að sjálfstætt efnislegt mat færi fram á þessum þætti. Þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis virðasttil þess bærir innan stjórnsýslunnar hafa litið svo á að hafi einstaklingur sem sækist eftir lögmannsréttindum áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum beri ekki að meta það sérstaklega hvort slík brot geri þá andlega vanhæfa til að gegna störfum lögmanns.

Áður en að dómþoli í sakamáli getur hlotið lögmannsréttindi að nýju þarf hann að uppfylla skilyrði 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um lögmenn sem kveður á um óflekkað mannorð. Í 1. mgr. 5. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, er skilgreint hvenær dómur hefur flekkun mannorðs í för með sér. Hafi einstaklingur gerst sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti telst hann ekki hafa óflekkað mannorð nema að sá hinn sami hafi fengið uppreist æru sinnar. Í 2. mgr. 5. gr. sömu laga er síðan skýrt út hvenær verknaður er svívirðilegur að almenningsáliti. Flutningsmenn þessa frumvarps telja þau brot sem fjallað er um í 1. gr. frumvarps þessa falli undir þá skilgreiningu að teljast svívirðileg að almenningsáliti.

Ljóst verður þó að telja að full ástæða er til í þeim málum þar sem umsækjandi hefur þurft að sækja um uppreist æru, að kanna sérstaklega hvort að varhugavert geti verið að veita tilteknum aðila lögmannsréttindi, með vísan til þess að lögmenn gegni mikilvægu hlutverki í réttarkerfinu og eðli starfa þeirra getur oft á tíðum verið viðkvæmt. Ekki getur talist rétt að menn sem gerst hafa sekir fyrir þá refsiverðu háttsemi sem fjallað er um í 1. gr. frumvarpsins hljóti lögmannsréttindi sín á ný. Verður því að álykta sem svo að full ástæða sé til að endurskoða 6. gr. laga um lögmenn, nr. 77/1998.

2.1 Staða lögmanna.

Lögmenn hafa í störfum sínum aukinn aðgang að réttarkerfinu og ýmis konar upplýsingum sem alla jafna eru ekki aðgengilegar almenningi. Lögmenn njóta því vissra forréttinda. Sem dæmi um aðgang lögmanna að þáttum réttarkerfisins umfram hinn almenna borgara má m.a. nefna að einungis lögmenn geta gegnt hlutverki verjanda í sakamáli, en verjendur hafa rétt til að vera viðstaddir skýrslutökur af öðrum sakborningum og vitnum við rannsókn mála og í þinghaldi sbr. 36. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Þessi réttur getur einnig náð til tilvika þegar brotaþolar eru yngri en 15 ára og gefa skýrslu í sérútbúnu húsnæði sbr. 2. málsl. 9. gr. sömu laga. Þá má einnig nefna að verjandi í sakamáli hefur rétt til aðgangs að gögnum í sakamáli sbr. 37. gr. sömu laga. Önnur dæmi um aðgang lögmanna að réttarkerfinu eru aðgangur að gögnum máls í barnaverndarmáli skv. 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, réttur lögmanna til að stunda innheimtu án innheimtuleyfis skv. 2. mgr. 3. gr. innheimtulaga, nr. 95/2008, lögbundið hlutverk lögmanna í lögræðissviptingarmálum skv. 3. mgr. 10. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997, og möguleiki lögmanna á að koma fram fyrir hönd einstaklinga í greiðslustöðvun skv. 1. mgr. 10. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.

Lögmenn sem hafa með höndum störf verjanda geta haft aðgang að vitnaleiðslum og skýrslutökum af börnum í Barnahúsi, sem eðli máls samkvæmt, geta verið í mjög viðkvæmri stöðu. Að óbreyttum lögum um lögmenn geta einstaklingar sem gerst hafa sekir um alvarleg kynferðis- og ofbeldisbrot verið viðstaddir þessar skýrslutökur. Þannig geta vitni og brotaþolar í ofbeldis- og kynferðisbrotamálum þurft að gefa skýrslu þar sem fyrrum dómþoli í slíku máli er viðstaddur og hefur, þegar um er að ræða þinghald í sakamáli sbr. 10. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 rétt til að spyrja eða koma spurningum til vitnis eða brotaþola áleiðis.

Það verður að teljast óeðlilegt að einstaklingar sem hafa gerst sekir um þá háttsemi sem greinir í 1. gr. frumvarps þessa geti haft með höndum svo viðkvæm en þó mikilvæg störf sem hér að ofan hefur verið fjallað um. Viðvera þeirra og aðkoma að viðkvæmum málum getur haft afar neikvæð áhrif á vitni og brotaþola og getur þannig dregið úr áhrifamætti og skilvirkni réttarkerfisins.

2.2. Skýrleiki laga.

Þegar lögin kveða ekki skýrt á um skyldur og heimildir dómstóla og stjórnsýslunnar kemur það í hlut löggjafans að skýra ákvæði laga svo að beita megi þeim með áhrifaríkum hætti. 

Í dómi Hæstaréttar 15. júní 2017 var felld niður réttindasvipting lögmanns sem hafði framið kynferðisbrot gagnvart börnum og brotið þannig gegn 3. og 4. mgr. 202. gr. og 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þrátt fyrir að brotin hefðu verið alvarleg taldi Hæstiréttur ekki að sýnt hefði verið fram á að varhugavert væri að réttindasviptingin yrði látin niður falla. Í forsendum Hæstaréttar var vísað til eldri dóms Hæstaréttar frá 16. október 1980 í máli nr. 187/1980, en þar hafði svipting lögmannsréttinda manns, sem sakfelldur hafði verið fyrir manndráp skv. 211. gr. almennra hegningarlaga og dæmdur í 16 ára fangelsi, verið felld niður.  Hæstiréttur taldi af þeirri niðurstöðu yrði ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot stæði því ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda yrði felld niður. 

Með vísan til framangreindra dóma verður að álykta sem svo að dómstólar túlki lögin sem svo að dómar fyrir alvarlegustu brot skv. almennum hegningarlögum  standi því ekki í vegi að réttindasvipting lögmanna verði felld niður, að því gefnu að viðkomandi aðili hafi hlotið uppreist æru. Að mati flutningsmanna er það hlutverk löggjafans að tryggja að lögin í landinu séu lifandi verkfæri sem þróist í takt við breytta tíma. Fordæmið sem Hæstiréttur vísaði til er nokkurra áratuga gamalt og verður að líta svo á að viðhorf þjóðfélagsins gagnvart ofbeldi sem þessu hafi breyst. Sömuleiðis hefur orðið viðhorfsbreyting gagnvart kynferðisbrotamálum og þolendum kynferðisbrota. Lagaleg skilyrði þess efnis að lögmenn hafi ekki verið dæmdir fyrir manndráp eða kynferðisbrot eru því eðlileg afleiðing af þessari þróun.

2.3 Fyrirhugaðar breytingar á lögum er varða uppreist æru.

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðherra er fyrirhugað að endurskoða lagaákvæði um uppreist æru og er ætlunin að leggja fram frumvarp sem fellir þá framkvæmd alfarið úr íslenskum lögum. Þess í stað verði sett sérákvæði um starfsstéttir, nefndir og ráð sem kveða á um skilyrði þess efnis að einstaklingar skuli ekki hafa hlotið dóm fyrir tiltekna refsiverða háttsemi. Þá muni þessum sérákvæðum fylgja ákveðin tímamörk sem hafa það í för með sér að einstaklingar sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot þurfi að bíða lengur eftir því að geta aftur hlotið nauðsynleg réttindi til að sinna þessum tilteknu störfum.

Frumvarpi þessu er ætlað að vera fyrsta skref af mörgum sem taka þarf til þess að breyta lögum og framkvæmd um uppreist æru. Störf lögmanna eru þess eðlis að andleg færni þeirra til þess að rækja starf sitt skiptir máli í víðum skilningi þess orðs. Einstaklingar sem dæmdir hafa verið fyrir manndráp, nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum eiga að mati flutningsmanna ekki að teljast andlega færir til þess að gegna lögmannsstörfum. Vissulega má færa rök fyrir því að önnur brot ættu jafnframt að hafa sviptingu lögmannsréttinda í för með sér. Þó er hægt að sjá fyrir sér að boðaðar lagabreytingar dómsmálaráðherra muni taka á þeim brotum og mögulegum skilyrðum við endurheimt réttindanna að ákveðnum tíma liðnum og að uppfylltum öðrum skilyrðum. 

III. Meginefni frumvarpsins.

Með frumvarpi þessu er lagt til nýtt hæfnisskilyrði við 1. mgr. 6. gr. laga um lögmenn sem eiga að koma í veg fyrir að einstaklingar sem hafa framið ákveðin kynferðis- eða ofbeldisbrot geti hlotið réttindi til að starfa sem lögmenn. Með frumvarpinu á að eyða lagalegri óvissu varðandi mat á hæfni umsækjenda sem þolað hafa réttindasviptingu. Frekari umfjöllun um hvaða brot geta leitt til þess að umsækjandi geti ekki hlotið lögmannsréttindi á ný eftir réttindasviptingu er að finna í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins.

IV. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.

Rétturinn til að stunda þá atvinnu sem menn kjósa er verndaður af 75. gr. stjórnarskrárinnar, en samkvæmt henni er öllum frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Í 2. málsl. 1. mgr. 75. gr. kemur þó fram að þessu frelsi megi setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Lög þessi setja atvinnufrelsi tiltekinna einstaklinga vissulega skorður, en þó með vísan til þeirra ríku almannahagsmuna sem felast í trausti almennings gagnvart réttarkerfinu og dómstólum og vernd þolenda kynferðis- eða ofbeldisbrota. Frumvarpið kallar ekki á sérstaka skoðun á samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu