Fréttir

Brynjar boðar til opins fundar með dómsmálaráðherra en leggst gegn rannsókn

Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir því að Brynjar Níelsson víki sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hann leggst gegn því að nefndin rannsaki embættisfærslur ráðherra.

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, ætlar að halda opinn fund í nefndinni á þriðjudag þar sem dómsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Gert er ráð fyrir því að fundurinn fari fram kl. 10 og er fundarefnið reglur um uppreist æru. Þingmönnum var tilkynnt um þetta í kvöld samkvæmt upplýsingum Stundarinnar, en samþykkt var á nefndarfundi á fimmtudag að boðað yrði til opins fundar.

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að mikilvægt sé að halda áfram umfjöllun nefndarinnar um verklag við veitingu uppreistar æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti,“ skrifar hún og bætir við: „Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar.“

Píratar hafa einnig kallað eftir því að Brynjar víki sem formaður nefndarinnar í ljósi atburða undanfarinna daga. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók undir þá kröfu í dag.

Haft er eftir Brynjari Níelssyni á Vísi.is að hann telji enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki embættisfærslur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í þeim málum sem leiddu til stjórnarslitanna eins og Viðreisn hefur kallað eftir.

Forseti Alþingis mun funda með formönnum þingflokka um framhald þingstarfa í hádeginu á morgun. Síðan er gert ráð fyrir opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á þriðjudag.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli“

Fréttir

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

Pistill

„Svolítið erfið“ af því þau fylgja samviskunni

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Fréttir

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

Forsætisráðherra mætti á samkomu hjá stuðningskonu Assad-stjórnarinnar

Pistill

Efling Eflingar