Fréttir

Áhersla á fullgildingu fríverslunarsamnings við Filippseyjar

Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja er eitt af örfáum málum utanríkisráðherra á þingmálaskrá sem ekki er EES-mál.

Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja er eitt af örfáum áherslumálum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á þinginu sem nú er að hefjast sem ekki er EES-mál, þ.e. skyldubundin innleiðing á reglum Evrópska efnahagssvæðisins í íslenskan rétt.

Þingsályktunartillagan var lögð fram í mars en dagaði uppi á síðasta þingi. Var tillagan gagnrýnd harðlega, bæði af nokkrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar og lögfræðingi Alþýðusambands Íslands. Var vísað til alvarlegra mannréttindabrota í Filippseyjum og fullyrt að með tillögunni væru viðskiptahagsmunir teknir fram yfir mannréttindasjónarmið. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn? Eru viðskiptahagsmunir virkilega metnir hér meira en sjálfsögð mannréttindi?“ spurði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, þegar rætt var um málið á Alþingi þann 25. apríl síðastliðinn. 

Önnur mál sem Guðlaugur ætlar að leggja fram á þinginu er frumvarp breytingu á lögum um Íslandsstofu. Í því felst endurskoðun á ákvæðum um hlutverk utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu í útflutningsaðstoð við íslenskt atvinnulíf á erlendum mörkuðum, ímynd og orðspor Íslands, kynningu á íslenskri menningu erlendis og markaðsstarf gagnvart erlendum ferðamönnum og fjárfestum. Er markmið endurskoðunarinnar grundvöll fyrir framtíðarfyrirkomulag útflutningsaðstoðar og markaðsstarfs.

Þá hyggst Guðlaugur leggja fram frumvarp til laga um stofnun Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. „Frumvarpið felur í sér að sett verði á fót stofnun Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Undir stofnunina myndu falla fjórir skólar sem nú starfa á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þ.e. jarðhita-, sjávarútvegs-, landgræðslu- og jafnréttisskólar Háskóla Sameinuðu þjóð­anna,“ segir í þingmálaskránni. „Í frumvarpinu verður gert ráð fyrir að stofnunin verði hluti af Háskóla Sameinuðu þjóðanna með formlega stöðu alþjóðastofnunar í skilningi laga nr. 98/1992, um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.“

Guðlaugur mun leggja fram þingsályktunartillögur um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu, bæði fyrir árið 2017 og 2018. Þá mun hann tala fyrir þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnustefnu Íslands 2018‒2022 eins og gert er ráð fyrir í lögum, og veita Alþingi hina árlegu skýrslu um utanríkismál.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið