Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Friðsömum mótmælendum vísað af þingpöllum

Héldu á borða þar sem þingheimur var hvattur til að virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Mótmælendur sem hvöttu þingheim til að virða barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna voru beðnir um að yfirgefa þingpalla meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. „Borðinn var hirtur, við vorum rekin út og nöfnin okkar skráð niður,“ segir einn þeirra sem stóðu að mótmælunum í samtali við Stundina.

Aðgerðin var skipulögð af Ungum jafnaðarmönnum, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar og sneri að málum sem verið hafa í umræðunni undanfarna daga, brottvísun hælisleitendanna Hanyie og Mary og fjölskyldna þeirra. Þingflokkur Samfylkingarinnar ætlar leggja fram frumvarp á morgun þess efnis að stúlkurnar og fjölskyldur þeirra fái ríkisborgararétt.

Í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem send var fjölmiðlum í kvöld er bent á að aldrei í sögu mannkyns hafi fleiri börn verið á flótta en nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól,“ segir þar. Er þess krafist að stjórnvöld stöðvi þegar í stað brottvísanir á börnum sem koma frá átakasvæðum og sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þá er kallað eftir því að útlendingalög og framkvæmd þeirra verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar og fólki verði auðveldað að setjast hér að, hvort sem um ræðir veitingu atvinnuleyfa, alþjóðlegrar verndar eða ríkisborgararéttar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, birtir stöðuuppfærslu á Facebook um mótmælin. „Lögreglan var rétt í þessu að vísa friðsælum og þöglum mótmælendum á brott af áhorfendapalli þingsins fyrir að halda á lofti skilaboðum um sð virða barnasáttmálann,“ skrifar hún. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Fréttir

Margt helsta áhrifafólk landsins fagnaði með Davíð

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina