Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Eiginkona forsætisráðherra afskrifar kosningasvindl hjá SUS

„Ég gef ekkert fyrir þetta tal um svindl,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, á Facebook. Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, telur deilur ungliðanna endurspegla dýpri innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum milli stuðningsmanna Bjarna og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Þóra og Bjarni Eiginkona forsætisráðherra blandar sér reglulega í pólitíska umræðu. Mynd: Pressphotos / Geiri

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona forsætisráðherra og hönnunarráðgjafi, tjáir sig um harðvítugar deilur ungliða Sjálfstæðisflokksins á Facebook og gerir lítið úr ásökunum þess efnis að annað framboðið hafi svindlað í formannskjöri á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sem fram fór síðustu helgi.

Tilefnið er pistill eftir Róbert Trausta Árnason, fréttastjóra Hringbrautar og fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóra, þar sem meðal annars er fullyrt að deilur ungliðanna opinberi átök og togstreitu milli stuðningsmanna Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem kraumi undir niðri í flokknum.

„Gef ekkert fyrir þetta tal um svindl“

„Margt skrýtið við aðdraganda þessa þings og mér fannst eiginlega bæði framboð fara fram úr sér. Lögheimilisflutningar verða ekkert betri við það að báðir beiti slíkri aðferð og léttvægt að tala um að það sé ekki bannað,“ skrifar Þóra Margrét.„Það eitt að meira en 400 manns mættu á Eskifjörð sýnir hvað gekk á. Ég gef ekkert fyrir þetta tal um svindl, sé ekki að það sé innistæða fyrir því.“ 

Róbert, sem sjálfur hefur unnið sem eftirlitsmaður við framkvæmd kosninga í vanþróuðum ríkjum, fullyrðir að framið hafi verið kosningasvindl á sambandsþingi SUS og ábyrgðin liggi meðal annars hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins og formanni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Laufeyju Rún Ketilsdóttur, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra. Báðar sátu í stjórn sambandsins þegar þingið var haldið og Laufey gegndi formennsku. Frambjóðendur til formanns voru þeir Ingvar Smári Birgisson og Ísak Einar Rúnarsson, en Ingvar bar sigur úr býtum. 

Ásakanir á báða bóga

Ásakanir hafa gengið á milli frambjóðendanna í fjölmiðlum, meðal annars um aðstöðubrask við skipulagningu sambandsþingsins og óeðlilega lögheimilisflutninga á milli sveitarfélaga. Eftir að þinginu lauk hafa svo stuðningsmenn Ísaks gagnrýnt kjörbréfanefnd harðlega fyrir að hafa beðið tiltekna þingfulltrúa um að staðfesta lögheimilisskráningu sína og lýsa húsakynnum sínum. Þetta hafi fyrst og fremst beinst gegn stuðningsmönnum Ísaks og þannig gagnast framboði Ingvars Smára.

Stuðningsmenn þess síðarnefnda hafna þessari gagnrýni. Davíð Þorláksson, forseti sambandsþingsins, fullyrðir á umræðuþræðinum sem hér er vitnað til að engum ungliða hafi verið neitað um að kjósa á þinginu vegna lögheimilisflutninga.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup