Fréttir

Tengdafaðir varaformanns Viðreisnar skipaður ráðuneytisstjóri án auglýsingar

Guðlaugur Þór Þórðarson nýtir sér heimild í lögum um utanríkisþjónustu til að skipa ráðuneytisstjóra án auglýsingar. Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, samráðherrar hans, börðust gegn fyrirkomulaginu á síðasta kjörtímabili. Ráðuneytisstjórinn er tengdafaðir varaformanns Viðreisnar og formanns utanríkismálanefndar Alþingis, en nefndinni er falið að veita framkvæmdavaldinu aðhald í utanríkismálum.

Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra skipaði tengdaföður formanns utanríkismálanefndar Alþingis ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann nýtti sér undanþáguheimild til að skipa í stöðuna án auglýsingar. Mynd: xd.is

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur skipað Sturlu Sigurjónsson sendiherra sem ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann á að baki 30 ára feril í utanríkisþjónustunni og gegndi síðast stöðu sendiherra Íslands í Kanada.

Ólíkt því sem tíðkast þegar skipað er í sams konar embætti í öðrum ráðuneytum hefur utanríkisráðherra heimild til að víkja frá auglýsingaskyldu við skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra samkvæmt lögum um utanríkisþjónustu Íslands.

Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir, ráðherrar í núverandi ríkisstjórn, börðust gegn fyrirkomulaginu á síðasta kjörtímabili og lögðu tvívegis fram frumvarp um að undanþáguheimildin yrði felld út úr lögum.

Sturla er tengdafaðir Jónu Sólveigar Elínardóttur, þingkonu og varaformanns Viðreisnar og formanns utanríkismálanefndar Alþingis.

Á meðal hlutverka utanríkismálanefndar samkvæmt 24. gr. þingskaparlaga er að vera „ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál,“ en ákvæðið hefur verið túlkað sem svo að nefndinni beri að veita framkvæmdavaldinu aðhald á sviði utanríkismála (sjá t.d. grein Bjargar Thorarensen, prófessors við lagadeild HÍ og sérfræðings í stjórnskipunarrétti, Stjórnarskráin og meðferð utanríkismála, bls. 58 og 59).

Áður en Sturla gegndi stöðu sendiherra í Kanada var hann sendiherra Íslands í Danmörku, ráðgjafi forsætisráðherra um utanríkismál og sendiherra á Indlandi. Fram kemur í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins að í starfi sínu hafi Sturla gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum, meðal annars verið skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu og áður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Úttekt

Vinnutími Íslendinga svipaður og í Austur-Evrópu

Fréttir

Guðmundur rak Sif í kjölfar umfjöllunar um bætur til brotaþola

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Þekktur hægriöfgamaður boðar komu sína til Íslands