Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ákveðið að senda palestínska drengi til Grikklands þar sem þeirra bíður að betla á götunni

„Hann er að far­ast úr áhyggj­um," seg­ir Anna Guð­rún Inga­dótt­ir, sem hef­ur haft Sam­eer, tólf ára palestínsk­an dreng, í fóstri á með­an fjöl­skylda hans flýr sprengjuregn á Gasa. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ákveð­ið að senda Sam­eer og fjór­tán ára frænda hans til Grikk­lands.

Ákveðið að senda palestínska drengi til Grikklands þar sem þeirra bíður að betla á götunni
Synjun Sameer er tólf ára og flúði frá Gasaströndinni. Útlendingastofnun hefur synjað umsókn hans um vernd á Íslandi. Mynd: Golli

Til stendur að tólf ára dreng sem flúði frá Palestínu verði vísað úr landi. Sameer kemur frá Gasaströndinni, þar sem foreldrar hans og yngri systkini búa enn. Sameer og hinn 14 ára Yazan munu verða sendir til Grikklands, ásamt þrítugum frænda þeirra. Síðustu fregnir af fjölskyldu hans á Gaza eru að þau voru á flótta undan sprengiregni.

Anna Guðrún Ingadóttir, sem hefur verið með Sameer í fóstri síðan í júní, segir óvíst hvenær brottvísunin muni eiga sér stað. Það hafi verið mikið áfall að frétta af synjuninni og þau bíði nú með hnútinn í maganum.

Að hennar sögn var drengnum og frændum hans tveimur tilkynnt af Útlendingastofnun í lok október að umsóknum þeirra um vernd hefði verið synjað. Fósturforeldrarnir hafa fengið litlar upplýsingar sökum þess að vera ekki forráðamenn drengsins.

„Við vitum ekkert hvenær næsta svar kemur eða hvaða svar það verður. Það er mikil óvissa,“ segir hún. „Við sitjum og bíðum með hnút í maganum.“

FósturfjölskyldaSameer ásamt Önnu Guðrúnu.

Miklar áhyggjur af framhaldinu

Þau hjónin hafa miklar áhyggjur af framtíð drengjanna og fjölskyldu Sameers sem er komin á götuna á Gasa. „Hann [Sameer] er að farast úr áhyggjum yfir þeim. Og við líka.“ Hún segir það hræðilegt álag fyrir drenginn að bíða eftir svari um vernd undir þessum kringumstæðum. 

Anna Guðrún segist hafa reynt að hafa samband við ráðherra og þingmenn varðandi málið með litlum sem engum árangri. Hún gagnrýnir það að Palestínumenn þurfi að hafa áhyggjur af því að hljóta vernd á meðan þjóðarmorð á sér stað í heimalandi þeirra.

„Þetta er ótrúlega erfitt. Og þegar maður er með heila ætt á bakinu sem spyr mig spurninga oft á dag. Hver staðan á hans máli sé. Og maður getur ekki svarað neinu. Ekki einu sinni hver tímaramminn er.“

Hjónin hafa verið í samskiptum við fjölskyldu Sameers á Gasa en ekkert hefur frést af þeim síðan á laugardagskvöldið. Vitað sé að hún hafi þurft að yfirgefa hús sitt vegna yfirvofandi sprengjuárása.

Sameer og Yazan

Anna Guðrún segir það vera dýrmætt að drengirnir eigi bakland hér á landi. „Þeir eiga ættingja og hafa bakland hér. Þeir leita þess vegna hingað. Það er frændfólk sem hefur haldið þeim gangandi síðustu daga í öllum erfiðleikunum. Fréttunum um dauðsföllin og af mömmu og pabba sem eru að hlaupa út úr húsi sínu.“

„Ekkert líf“ á Grikklandi

Drengjunum líður vel á Íslandi en þeir eiga erfitt í ljósi aðstæðna sinna. Anna Guðrún segir að sex mánaða dvöl þeirra á Grikklandi, áður en þeir komust til Íslands, hafa haft slæm áhrif á þá. 

„Þeir voru í raun bara úti á götu að betla peninga á Grikklandi. Það er hrækt á þá og miklir fordómar sem mæta þeim þar. Það er ekkert líf.“

Anna Guðrún dregur í efa þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að Grikkland teljist öruggt ríki til að senda flóttamenn. „Eins og einn frændi þeirra sagði: „Sendið mig þá frekar til Palestínu svo ég geti dáið hratt. Í stað þess að vera þarna og deyja hægt.““

„Honum líður alltaf illa“

Anna Guðrún segir að Sameer hafi gengið vel að aðlagast lífinu á Íslandi og sé strax stór hluti af fjölskyldu þeirra. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður segir hún drenginn standa sig vel.

„Hann er hörkuduglegur.“
Anna Guðrún Ingadóttir

„Hann fer á fætur á morgnana, í skólann og á æfingar. Hann er hörkuduglegur. Hann hefur verið allt sitt líf að glíma við árásirnar frá Ísrael.“

Hún segir hann þó sofa illa á nóttunni og vera mjög kvíðinn vegna afdrifa foreldra sinna og yngri systkina, sem ekkert hefur heyrst af í meira en sólarhring. Þegar síðast fréttist af þeim voru þau að flýja húsið sitt undan sprengjuregni. „Honum líður alltaf illa,“ segir hún.

Mál Sameer er nú í ferli hjá kærunefnd útlendingamála.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Karítas skrifaði
    Hér kemur slóðin á undirskriftalistann - https://is.petitions.net/verndum_sameer_og_yazan_veitum_palestinskum_flottamonnum_a_islandi_aljolega_vernd?fbclid=IwAR1iJ91U4WsG7zdN4a6dyafa0GwiR-lqrvtBjMTmjCYwFPtrfRmBNqoN3y8
    0
  • Þóra Karítas skrifaði
    Undirskriftarlisti https://www.facebook.com/100002864793359/posts/pfbid0z8GGxFEyeF2XZEqaUDrZiy9eibTKrqJL7WahCM2iDThXCAAMxMZncsfWrMMfHGA3l/?d=n&mibextid=WC7FNe
    0
    • Þóra Karítas skrifaði
      📸 Look at this post on Facebook https://www.facebook.com/100002864793359/posts/pfbid0z8GGxFEyeF2XZEqaUDrZiy9eibTKrqJL7WahCM2iDThXCAAMxMZncsfWrMMfHGA3l/?d=n&mibextid=WC7FNe
      0
  • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
    Þetta eru börn. Þeir eru ekki sorp sem má henda. Við látum það ekki gerast
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Látið blessaða drengina í friði, á meðan séð er fyrir þeim hér.
    3
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Ef af því verður að senda þessa drengi úr landi eins og ástandið er, þá nær kvikindisskapur íslenskra stjórnvalda alveg nýjum hæðum og hafa þau þó seilst langt að undanförnu.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár