Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis

Mynd­band sem tek­ið var á 30 metra dýpi und­ir sjóvkví­um í Dýra­firði sýn­ir það sem lík­ast til er hvítt lag af bakt­erí­um. Ein­ung­is er um að ræða ann­að slíka mynd­band­ið sem tek­ið hef­ur ver­ið, svo vit­að sé, segja sér­fræð­ing­ar hjá Hafró. Bakt­erí­urn­ar eru ekki hættu­leg­ar mönn­um en geta haft áhrif á líf­ríki sjáv­ar og sýna lík­lega að of mik­ið sé af lax­eldisk­ví­um í firð­in­um og að eld­ið sé ekki sjálf­bært þar að öllu óbreyttu.

Líklega bakteríulag vegna ofauðgunar Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar, Rakel Guðmundsdóttir og Stefán Áki Ragnarsson, segja að myndbandið sýni líklega bakteríulag undir sjókvíum Arctic Fish. Þau segja að búist megi við slíkum bakteríum í sjókvíaeldinu en einnig að einungis einu sinni áður hafi slík „bakteríumotta“ náðst á myndband.

Myndir af hvítu lagi undir kvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á sjávarbotni í Dýrafirði á Vestfjörðum sýna að öllum líkindum bakteríur sem kallast Beggiotoa. Um er að ræða hvítt lag sem liggur á botninum undir kvíunum á um þrjátíu metra dýpi. Kvíarnar sem um ræðir eru á milli Þingeyrar og Gemlufalls. Uppsöfnun á þessum bakteríum getur haft skaðleg áhrif á sjávarbotninn og lífverur sem þar finnast. Þetta segir norski sérfræðingurinn Tom Pedersen, sem starfar við eftirlit með laxeldisiðnaðinum hjá sveitarfélaginu Vestland í suðvesturhluta Noregs.

Pedersen undirstrikar hins vegar að Beggiotoa-bakterían sé ekki hættuleg mönnum  en að hún geti haft slæm áhrif á sjávardýr og gróður. 

„Svona bakteríulag myndast þegar hafstraumar eru veikir samhliða því sem mikið er um lífrænan úrgang“
Tom Pedersen,
norskur sérfræðingur

Hreinsast ekki nægilega vel

Pedersen segir að myndbandið, sem Veiga Grétarsdóttir tók með neðansjávardróna í Dýrafirði, sýni líklega að of mikið laxeldi sé stundað í Dýrafirði og …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Víðir Hermannsson skrifaði
  Er ekki gott að fa bacteriurnar.... þær eru að vinna á þessum lífmassa....... Hefur einhver skoðað ástamdið hjá útrásunum frá öllum fiskvinnslum landins....nu eða bræðslunum...... held bara einfaldlega að það finnið það sama þar.
  0
 • ÓY
  Óttar Yngvason skrifaði
  Þessar hamfarir voru fyrirsjáanlegar og margbúið að vara við þeim án þess að
  viðkomandi leyfisstofnanir UHS og MAST hafi tekið tillit til þeirra.
  Þetta stórslys í Dýrafirði með amk. 3000 tonna dauðfiski (líklega meira magni)
  er fyrst og fremst vegna ofsetinna kvía - langt umfram heimildir - auk sjávarkulda
  og sýkinga. Miðað við núverandi markaðsverð 3000 tonna er tjónið amk.
  3 milljarðar, en ekki 1,5 milljarður eins og norski forstjórinn reynir að telja
  fólki trú um. Nú er sýnt að botnmengunin og náttúrutjónið er langtum meira
  en nokkurn grunaði og ekkert heyrist frá eftirlitsstofnunum.
  Ískyggilegar upplýsingar fyrir íslensku bankana sem hafa verið teymdir til að
  veita norsku eigendunum risaupphæðir í afurðalán. Nú eru tryggingarnar horfnar.
  0
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  ,,En eldisfyrirtækjunum ber, samkvæmt starfsleyfi, að vakta sín eldissvæði og skila gögnum til Umhverfisstofnunar. Í starfsleyfunum sem Umhverfisstofnun gefur út er gerð krafa um að ástandið megi ekki vera eitthvað ákveðið slæmt því þá þurfi að grípa til aðgerða, meðal annars að hvíla svæðið."

  ,,Umhverfisstofnun er sú ríkisstofnun sem hefur eftirlit með þessum þætti sjókvíaeldisins: Hvort eldissvæði hafi verið hvíld nægilega vel eða ekki. "

  ,,Forstjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten: „Á Íslandi er strangt eftirlit með eldisstarfsemi og er það fyrst og fremst á höndum Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. Botnsýni eru tekin af viðurkenndum þriðja aðila þar sem greint er lífríki og ástand eins og lög kveða á um. Ástand botns er ekki hægt að meta eingöngu með myndatöku. Niðurstöður botnsýna eru ávallt sendar eftirlitsstofnunum enda taka þær ákvörðun um hvíldartíma. Félagið fer í hvívetna eftir íslenskum lögum og eru eftirlits- og vöktunarskýrslur aðgengilegar á vef eftirlitsstofnana.“


  Það er verið að segja okkur hérna að ekkert eftirlit er á þessum málum !

  Ekkert !

  Allt í boði sjálfstæðisflokksins !
  4
 • Jónsson Höskuldur skrifaði
  þETTA MYNDBAND SÍNIR SVO EKKI VERÐUR UM VILST ,AÐ ÍSLENDIGAR EIGA EKKI AÐ TAKA SÉNS Á SVONNA MIKILI MEINGUN SEM ER AÐ SÖGN HAFR LÍTT RANSAKAÐ .

  Við sem lifum á fiskveðum sjálbarum (burt séð frá arðráni gráugra manna sem hér stunda fiskveiðar eftir kvótakefi sem ekki gefur þjóðini rétta mynd af okkar aðal utflutnigs vöru, sem er fiskur og að tekjur skila sér ekki til þjóðarinnar )sem hagt er að breita ef þjóðin vill sem er auðsjanlega vilji almennigs .

  Laxeldi í fjörum okkar er áhaeta sem eigin vitiborin maður á að samþykkja.
  Laxeldi í sjó aeti að bana með öllu . Ef menn vilja raekta hér laxx á að gera það á föstu landi þar sem haegt er að nota úrgang til að graeða landið .

  Og nóg er af heitu vatni í slíkt laxeldi eða hvarskonar eldi sjáfarfangs.
  Laxeldi er svo ekki verður um vilst þjóðarmorð á okkar aðal sjálfbeeru veðum á á sjáfarfangi.

  Haetum því alfarið laxledi í sjafarhvíjum sem meiga botnin svo þar þrífst ekker líf .
  <Þar eru menn að taka stórann séns ef einskari graegi og siðblyndu fyrir afkomu þjóðar.

  Menn sem stunda slíka raktun á lasxi eru bara sannir FASISTAR OG LANDRÁÐA MENN SEM EKKI Á AÐ LÍÐA HJÁ SIMENTAÐRI ÞJÓÐ, EINS OG ÍSLENDIGAR STADA SIG AF
  HAETUM ÞESS VEGNA ÖLLU LAXELDI Í SJÓKVÍUM TIL AÐ VERJA LÍFRIKIÐ Í SÓNUM .
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
ÞrautirSpurningaþrautin

791. spurn­inga­þraut: Picasso mál­aði portrett af ... hvaða konu?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þetta fjall? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða vin­sæla hljóm­sveit sendi frá sér plöt­una Their Satanic Maj­esties Requ­est ár­ið 1967? 2.  Hver var þá að­al gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar?   3.  Dönsk yf­ir­völd og sér í lagi for­sæt­is­ráð­herr­ann hafa nú feng­ið skömm í hatt­inn hjá op­in­berri rann­sókn­ar­nefnd í Dan­mörku vegna fram­göngu sinn­ar í máli sem sner­ist um ákveðna dýra­teg­und. Hvaða dýr voru...