Þessi grein er rúmlega 9 mánaða gömul.

Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis

Mynd­band sem tek­ið var á 30 metra dýpi und­ir sjóvkví­um í Dýra­firði sýn­ir það sem lík­ast til er hvítt lag af bakt­erí­um. Ein­ung­is er um að ræða ann­að slíka mynd­band­ið sem tek­ið hef­ur ver­ið, svo vit­að sé, segja sér­fræð­ing­ar hjá Hafró. Bakt­erí­urn­ar eru ekki hættu­leg­ar mönn­um en geta haft áhrif á líf­ríki sjáv­ar og sýna lík­lega að of mik­ið sé af lax­eldisk­ví­um í firð­in­um og að eld­ið sé ekki sjálf­bært þar að öllu óbreyttu.

Líklega bakteríulag vegna ofauðgunar Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar, Rakel Guðmundsdóttir og Stefán Áki Ragnarsson, segja að myndbandið sýni líklega bakteríulag undir sjókvíum Arctic Fish. Þau segja að búist megi við slíkum bakteríum í sjókvíaeldinu en einnig að einungis einu sinni áður hafi slík „bakteríumotta“ náðst á myndband.

Myndir af hvítu lagi undir kvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á sjávarbotni í Dýrafirði á Vestfjörðum sýna að öllum líkindum bakteríur sem kallast Beggiotoa. Um er að ræða hvítt lag sem liggur á botninum undir kvíunum á um þrjátíu metra dýpi. Kvíarnar sem um ræðir eru á milli Þingeyrar og Gemlufalls. Uppsöfnun á þessum bakteríum getur haft skaðleg áhrif á sjávarbotninn og lífverur sem þar finnast. Þetta segir norski sérfræðingurinn Tom Pedersen, sem starfar við eftirlit með laxeldisiðnaðinum hjá sveitarfélaginu Vestland í suðvesturhluta Noregs.

Pedersen undirstrikar hins vegar að Beggiotoa-bakterían sé ekki hættuleg mönnum  en að hún geti haft slæm áhrif á sjávardýr og gróður. 

„Svona bakteríulag myndast þegar hafstraumar eru veikir samhliða því sem mikið er um lífrænan úrgang“
Tom Pedersen,
norskur sérfræðingur

Hreinsast ekki nægilega vel

Pedersen segir að myndbandið, sem Veiga Grétarsdóttir tók með neðansjávardróna í Dýrafirði, sýni líklega að of mikið laxeldi sé stundað í Dýrafirði og …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Víðir Hermannsson skrifaði
  Er ekki gott að fa bacteriurnar.... þær eru að vinna á þessum lífmassa....... Hefur einhver skoðað ástamdið hjá útrásunum frá öllum fiskvinnslum landins....nu eða bræðslunum...... held bara einfaldlega að það finnið það sama þar.
  0
 • ÓY
  Óttar Yngvason skrifaði
  Þessar hamfarir voru fyrirsjáanlegar og margbúið að vara við þeim án þess að
  viðkomandi leyfisstofnanir UHS og MAST hafi tekið tillit til þeirra.
  Þetta stórslys í Dýrafirði með amk. 3000 tonna dauðfiski (líklega meira magni)
  er fyrst og fremst vegna ofsetinna kvía - langt umfram heimildir - auk sjávarkulda
  og sýkinga. Miðað við núverandi markaðsverð 3000 tonna er tjónið amk.
  3 milljarðar, en ekki 1,5 milljarður eins og norski forstjórinn reynir að telja
  fólki trú um. Nú er sýnt að botnmengunin og náttúrutjónið er langtum meira
  en nokkurn grunaði og ekkert heyrist frá eftirlitsstofnunum.
  Ískyggilegar upplýsingar fyrir íslensku bankana sem hafa verið teymdir til að
  veita norsku eigendunum risaupphæðir í afurðalán. Nú eru tryggingarnar horfnar.
  0
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  ,,En eldisfyrirtækjunum ber, samkvæmt starfsleyfi, að vakta sín eldissvæði og skila gögnum til Umhverfisstofnunar. Í starfsleyfunum sem Umhverfisstofnun gefur út er gerð krafa um að ástandið megi ekki vera eitthvað ákveðið slæmt því þá þurfi að grípa til aðgerða, meðal annars að hvíla svæðið."

  ,,Umhverfisstofnun er sú ríkisstofnun sem hefur eftirlit með þessum þætti sjókvíaeldisins: Hvort eldissvæði hafi verið hvíld nægilega vel eða ekki. "

  ,,Forstjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten: „Á Íslandi er strangt eftirlit með eldisstarfsemi og er það fyrst og fremst á höndum Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. Botnsýni eru tekin af viðurkenndum þriðja aðila þar sem greint er lífríki og ástand eins og lög kveða á um. Ástand botns er ekki hægt að meta eingöngu með myndatöku. Niðurstöður botnsýna eru ávallt sendar eftirlitsstofnunum enda taka þær ákvörðun um hvíldartíma. Félagið fer í hvívetna eftir íslenskum lögum og eru eftirlits- og vöktunarskýrslur aðgengilegar á vef eftirlitsstofnana.“


  Það er verið að segja okkur hérna að ekkert eftirlit er á þessum málum !

  Ekkert !

  Allt í boði sjálfstæðisflokksins !
  4
 • Jónsson Höskuldur skrifaði
  þETTA MYNDBAND SÍNIR SVO EKKI VERÐUR UM VILST ,AÐ ÍSLENDIGAR EIGA EKKI AÐ TAKA SÉNS Á SVONNA MIKILI MEINGUN SEM ER AÐ SÖGN HAFR LÍTT RANSAKAÐ .

  Við sem lifum á fiskveðum sjálbarum (burt séð frá arðráni gráugra manna sem hér stunda fiskveiðar eftir kvótakefi sem ekki gefur þjóðini rétta mynd af okkar aðal utflutnigs vöru, sem er fiskur og að tekjur skila sér ekki til þjóðarinnar )sem hagt er að breita ef þjóðin vill sem er auðsjanlega vilji almennigs .

  Laxeldi í fjörum okkar er áhaeta sem eigin vitiborin maður á að samþykkja.
  Laxeldi í sjó aeti að bana með öllu . Ef menn vilja raekta hér laxx á að gera það á föstu landi þar sem haegt er að nota úrgang til að graeða landið .

  Og nóg er af heitu vatni í slíkt laxeldi eða hvarskonar eldi sjáfarfangs.
  Laxeldi er svo ekki verður um vilst þjóðarmorð á okkar aðal sjálfbeeru veðum á á sjáfarfangi.

  Haetum því alfarið laxledi í sjafarhvíjum sem meiga botnin svo þar þrífst ekker líf .
  <Þar eru menn að taka stórann séns ef einskari graegi og siðblyndu fyrir afkomu þjóðar.

  Menn sem stunda slíka raktun á lasxi eru bara sannir FASISTAR OG LANDRÁÐA MENN SEM EKKI Á AÐ LÍÐA HJÁ SIMENTAÐRI ÞJÓÐ, EINS OG ÍSLENDIGAR STADA SIG AF
  HAETUM ÞESS VEGNA ÖLLU LAXELDI Í SJÓKVÍUM TIL AÐ VERJA LÍFRIKIÐ Í SÓNUM .
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Icelandair endurskoðar kolefnissamstarf og Orkan breytir markaðsefni
Fréttir

Icelanda­ir end­ur­skoð­ar kol­efn­is­sam­starf og Ork­an breyt­ir mark­aðs­efni

Icelanda­ir end­ur­skoð­ar nú sam­starf sitt við Kol­við og seg­ir kol­efn­is­bind­ingu lít­inn hluta af að­gerð­um fé­lags­ins í lofts­lags­mál­um. Ork­an boð­ar breytt mark­aðs­efni um kol­efnis­jöfn­un sem seld er við­skipta­vin­um fyr­ir­tæk­is­ins, vegna um­fjöll­un­ar um vill­andi fram­setn­ingu Ork­unn­ar og Vot­lend­is­sjóðs.
Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta
Fréttir

Skaup­ið og fé­lag Kristjáns í Sam­herja: Tök­ur fóru fram á Sel­fossi að hluta

Einn töku­dag­ur í Ára­móta­s­kaup­inu fór fram á sjúkra­hús­inu og í leik­hús­inu á Sel­fossi. Sig­ur­jón Kjart­ans­son, eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir eng­ar tök­ur hafa far­ið fram ut­an­dyra. Guð­jón Arn­gríms­son, hjá Sig­túni, seg­ir að fast­eigna­fé­lag­ið skipti sér ekk­ert að fram­leiðslu Skaups­ins og að fyr­ir­tæk­ið hafi ver­ið stofn­að til að gera aðra sjón­varpþáttaseríu sem teng­ist Sel­fossi óbeint.
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
Viðtal

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
Borgin hunsar borgarlögmann og brýtur á hreyfihömluðum
Fréttir

Borg­in huns­ar borg­ar­lög­mann og brýt­ur á hreyfi­höml­uð­um

Bíla­stæða­sjóð­ur Reykja­vík­ur rukk­ar hand­hafa stæð­iskorta fyr­ir hreyfi­haml­aða fyr­ir að leggja í bíla­stæða­hús­um, þrátt fyr­ir álit borg­ar­lög­manns þar sem kem­ur fram að slík gjald­taka sé óheim­il. Álit borg­ar­lög­manns hef­ur leg­ið fyr­ir í ell­efu mán­uði en eng­inn inn­an borg­ar­kerf­is­ins hef­ur brugð­ist við.
KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
Fréttir

KSÍ neit­ar að upp­lýsa um tuga millj­óna greiðsl­ur Sáda fyr­ir lands­leik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Líf í myrkri
Vettvangur

Líf í myrkri

Mis­heimsk­ar eld­flaug­ar hafa dun­ið á úkraínsk­um borg­um og al­menn­ingi í 270 daga. 17 eld­flauga­árás­ir hvern ein­asta dag að með­al­tali. Loft­varn­ir hafa gert mik­ið en inn­við­ir í stóru landi eru ekki svip­ur hjá sjón. Raf­magni er skammt­að. Stjórn­völd biðla til fólks sem á þess kost að fara ut­an að gera það. En á með­an læra börn­in í tón­list­ar­skól­an­um í Irp­in að spila og syngja í myrkri.
Þrjár dansmyndir frá síðustu öld
Menning

Þrjár dans­mynd­ir frá síð­ustu öld

Litlu síðra get­ur ver­ið að liggja graf­kyrr og horfa á kvik­mynd sem snýst um dans en að dansa sjálf­ur. Sér í lagi á það við um þess­ar þrjár.
Miðaldra húsmóðir í meyjargervi
GagnrýniHvað er Drottinn að drolla?

Mið­aldra hús­móð­ir í meyj­ar­gervi

Að öllu sögðu skrif­ar Auð­ur Har­alds hér hug­vekj­andi bók um mið­ald­ir og heims­far­aldra, en ekki síð­ur um all­ar ósýni­legu mið­aldra kon­urn­ar í nú­tím­an­um, seg­ir í dómi Ás­geirs H. Ing­ólfs­son­ar.
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu

Fjór­ar sviðs­mynd­ir um enda­lok Úkraínu­stríðs

Fá­ir ef nokkr­ir sáu fyr­ir þá stöðu sem nú er uppi, níu mán­uð­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Hvort held­ur sem var, van­mat á úkraínska hern­um, eða of­mat á þeim rúss­neska, er erfitt að segja til um. En er ein­hver von til þess að höm­ung­un­um linni? Og þá hvernig? Val­ur Gunn­ars­son rýn­ir í fjór­ar mögu­leg­ar leið­ir til að enda stríð.
Bókmenntapælingar: Konur í ísskápum
Menning

Bók­menntapæl­ing­ar: Kon­ur í ís­skáp­um

Aug­ljósi sögu­hvat­inn sem aldrei deyr.