Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Saga Úkraínu er bæði lengri og merkari en saga Rússlands!

Saga Úkraínu er bæði lengri og merkari en saga Rússlands!
Tripillja — 30 þúsund manna borg fyrir 6.000 árum! Svo undarlega sem blasir við virðist bæjarstæðið hafa verið yfirgefið og jafnvel brennt reglulega á 60-80 ára fresti, án þess að ummerki séu um stríð eða vopnavald. Enginn kann skýringu á þessu ennþá. En lengi byggðist borgin alltaf upp aftur.

Ófriðvænlegt er nú kringum Úkraínu. Ástæðurnar virðast ýmsar — en hverfast flestar annars vegar um þörf Rússa örugg landamæri í vestri, eftir bitra reynslu af innrásum úr þeirri átt, og hins vegar um þörf Úkraínu (og nágrannaríkja) til að vera örugg fyrir ásókn Rússa.

Síðustu aldirnar hafa Rússar sennilega farið talsvert oftar með her á hendur á nágrannaríkjum (þar á meðal Úkraínu) en þeir hafa sjálfir sætt innrásum, án þess ástæða sé til að metast um þær hörmungar allar.

Þá er heldur engin ástæða til að horfa framhjá því að leiðtogi Rússa vill beina athyglinni frá vaxandi vandamálum innanlands með því að magna upp óvin utanlands.

Það er gamalreynd brella harðstjóra og virðist nær alltaf virka.

Annars ætla ég ekki í þessum pistli að rekja það sem nú er á seyði, heldur hitt sem á undan er gengið. Sem sé sögu Úkraínu.

Svarta moldin

Menn hafa búið í Úkraínu frá örófi alda og Neanderdalsmenn þar á undan og eflaust fleiri manntegundir. Enda var þar gott til búsetu, veðurfar milt og hlýtt í suðri og gnægð veiðidýra í skógum. Nyrðri hluti þess landsvæðis sem við köllum nú Úkraínu nær norður í laufskógana miklu sem forðum teygðu sig eftir öllu hinu tempraða belti Evrópu og að Úralfjöllum.

Í syðri hlutanum fer að bera á gresjum og þar er hin svokallaða „svarta mold“ sem þykir einkar frjósöm og gerði Úkraínu eftirsótta mjög til kornræktar — þegar þar að kom.

Íbúar í Tripillju voru listamenn.

Fyrir um 7.000 árum fór einmitt að rísa á svæðinu — allt frá vesturhluta núverandi Úkraínu og inn í Rúmeníu — merkileg menning sem fræðimenn hafa nefnt hinu hljómfagra nafni Cucuteni–Trypillia. Þar var stundaður sjálfbær landbúnaður og efnahagur virðist hafa verið með mestu ágætum, verkmenntun var á háu stigi og allt í blóma.

Af ýmsum ástæðum áttuðu menn sig mjög seint á mikilvægi Cucuteni–Trypillia menningarinnar en hún sýnir að hin hefðbundna mynd af upphafi menningar sem risið hafi eingöngu við hin miklu fljót í Egiftalandi, Mesópótamíu (Írak), Indlandi og Kína, sú mynd er alröng.

Þótt sú menningarríki við fljótin hafi vissulega tekið eindregna forystu á ákveðnu tímabili sögunnar.

Stórborgir sinna tíma

Nema hvað, fyrir 6.000 fóru fólkið sem myndaði Cucuteni–Trypillia menninguna að reisa stórar og miklar borgir sem eru eiginlega fyrst að komast upp á yfirborðið (í bæði eiginlegri og óeiginlegri merkingu) allra síðustu áratugina.

Tripillja heitir nú fámennt syfjulegt smáþorp í Úkraínu, 40 kílómetrum sunnan við Kíev eða Kænugarð. 

En fyrir 6.000 árum var þar iðandi borg þar sem bjuggu allt að 30.000 sálir.

Sem er næsta ótrúleg stærð fyrir þann tíma.

Því miður er alltof fátt vitað um þessa borg og aðrar á svæðinu (því þær voru margar) en hérna má lesa grein sem ég skrifaði um borgina fyrir nokkrum árum. Greinin heitir: „Fundu Úkraínumenn upp lýðræðið?“ Merkilegt þykir nefnilega að engin merki hafa fundist um yfirstétt eða einræði af neinu tagi í Tripilja.

Ótal mörgum heillandi spurningum er enn ósvarað um Cucuteni–Trypillia menninguna. Fólkið virðist til dæmis hafa fundið upp hjólið en að því er virðist eingöngu notað það í barnaleikföng eins og Majar í Ameríku alllöngu seinna.

Og af hverju brenndi fólkið borgir sínar á 60-80 ára fresti, en byggði þær síðan aftur nákvæmlega eins?!

Heil menning gufar upp

Fyrir 5.000 árum hvarf þessi menning af sjónarsviðinu. Deilt er um ástæður þess en þær voru líklega af ýmsu tagi. Talið er að hlýnað hafi verulega á svæðinu ansi snögglega og hefðbundinn landbúnaður og lifnaðarhættir Cucuteni–Trypillia fólks röskuðust. Í kjölfar þess að gresjur breiddust mjög út leituðu hirðingjar úr austri inn á svæðið, herskáir nokkuð og einbeittir eins og hirðingja er gjarnan háttur.

Tripilljumenn hirtu um sínar kýr og mótuðu þær í leir.

Þeir vilja eignast ný lönd til að beita hjörðum sínum, ekki sitja kyrrir og rækta garðinn sinn eins og jarðyrkjubændur.

Með hæfilegum einföldunum má segja að þarna hafi verið á ferð hópir eða þjóðir sem höfðu búið í austurhluta hinnar núverandi Úkraínu (Donetsk-héraðinu) um skeið og má kalla Kúrgana; oft líka kenndir við Yamnaya menningu. Þetta fólk hóf heilmikla útrás í margar áttir fyrir 5.000 til 4.000 árum.

Þótt það sé ekki óumdeilt telja margir fræðimenn að þessir tilteknu Úkraínumenn (!) hafi verið formæður og forfeður þeirra svonefndu Indó-Evrópumanna sem mynduðu að lyktum merk menningarríki á Indlandi og í Íran, auk þess sem áhrif þeirra urðu allsráðandi í Evrópu.

Dakíumenn svonefndir settust að í Rúmeníu en formæður Kelta, Grikkja, Rómverja, Germana og ótal fleiri þjóða héldu lengra í vesturátt.

Um þetta leyti tömdu menn hesta í fyrsta sinn og gerðist það einhvers staðar (eða víða) á svæðinu frá Úkraínu austur að norðurhluta Kasakastan.

Hinir mestu hestamenn Úkraínu

Nú má (enn með hæfilegum einföldunum) segja að í Úkraínu og syðstu héruðum hins núverandi Rússlands (norður af Svartahafi) hafi tekið við valdatíð Skýþa. Þeir og frændur þeirra Sarmatíumenn voru frægir hestamenn og þróuðu líklega ístöð í núverandi mynd sem gerði riddara þeirra trausta í sessi og óttalega óvini fyrir nágranna.

Veldi Skýþa um 170 fyrir Krist.

Skýþar réðu ríkjum (án þess þó vel að merkja að mynda öflug ríki) á sléttunum í nokkur hundruð ár fyrir og eftir Krists burð og gerðu reglulega innrásir á Balkanskaga og inn í Miðausturlönd, þótt sú kenning sé líka til að þeir hafi þvert á móti verið einkar friðsöm þjóð og kannski svarið sig meira í ætt við formæður sínar frá tímum Cucuteni–Trypillia heldur en Kúrgana.

Nema hvað — svo liðu aldirnar, fólk bjó áfram á sléttunum norðan við Svartahaf og lifði þar sínu lífi en einnig átti leið um fjöldi þjóða sem komu flestar hraðbyri að austan, en þó ekki allar.

Um árið 400 eftir upphaf tímatals vors, þá varð árekstur í Úkraínu sem varð svo frægur í kvæðum og þjóðsögum að margt af því efni lifir enn góðu lífi.

Einfaldasta mynd þeirra sögu er svona:

Á fjórðu öld hafði germönsk þjóð sem Gotar kallaðist mætt til Úkraínu og sest þar að og drottnaði yfir heimamönnum. Gotar voru sagðir komnir frá Gotlandi í Eystrasalti og engin sérstök ástæða er til að trúa því ekki. 

Nema hvað þá mætir úr austri herská þjóð komin alla leið úr Mið-Asíu.

Húnar.

Að hefna þess með Eddukvæðum ...

Hér er ástæðulaust að rekja eina ferðina enn herferðir Húna á fimmtu öld þegar þeir ruddust á endanum langt inn í Gallíu (Frakkland), virtust líklegir til að standa yfir höfuðsvörðum Rómaveldis og áttu líka innhlaup suður til Miðausturlanda.

Jörmunrekur Gotakóngur beið afhroð gegn Húnum

En áður sú saga öll hófst fyrir alvöru, þá herjuðu Húnar á Gota sem gerst höfðu herraþjóð á hinu forna yfirráðasvæði Cucuteni–Trypillia menningarinnar.

Skemmst er frá því að segja að Gotar fóru hrakfarir miklar.

Þeim var sópað hastarlega að heiman og flúðu í ofboði suður á Balkanskaga og síðan lengra vestur.

Þar gengu þeir í lið með öðrum þjóðum og náðu þannig að hefna sín á Húnum en um leið urðu til við varðeldana og kjötkatlana á kvöldin sögur og kvæði um baráttuna við óvininn úr austri.

Þar er komin rót ýmissa af þeim hetjukvæðum sem farið var að kalla Eddukvæði þegar þau höfðu ferðast (og umbreyst) á mörgum öldum alla leið vestur á Íslandsstrendur þar sem þau voru loks skrifuð niður.

Bændur hasla sér völl

Nema hvað — Húnar gufuðu upp eins og jörðin hefði gleypt þá vestur í Evrópu og sneru aldrei aftur á úkraínsku slétturnar. 

En þar var líka heilmikil umferð, því þjóðir eins og Alanar, Avarar, Búlgarar (sem lengi bjuggu við Svartahafið austanvert), Kasarar, Ungverjar, Petsjnekar og fleiri streymdu hjá á leiðinni vestur. 

En jafnframt því sem slíkar sögur voru orðnar býsna kunnuglegar á svörtu moldinni og hæðardrögunum, þá var líka annað að gerast sem hefði ekki endilega alltaf náð á forsíður fréttablaðanna (ef einhver hefðu verið um 500-700 e.Kr.) en átti þó eftir að verða afar afdrifaríkt — og reyndar miklu afdrifaríkara en mörg heimsóknin úr austri.

Því úr vestri, innan úr Mið-Evrópu, var nýtt fólk farið að slá niður hælum sínum á hinum úkraínsku sléttum og reyndar farið að feta sig lengra norður inn í laufskógabeltið þar sem hafði verið harla strjálbyggt miðað við Úkraínu og önnur svæði norður af Svartahafi.

En nú var þetta nýja fólk rækilega farið að hasla sér völl. Hinir nýkomnu gerðust digrir bændur og hirtu í svipinn minna um að að fara um með miklum hernaði. En gamalgrónir íbúar sem fyrir voru lentu undir ægishjálmi þessa nýja fólks og fóru fyrr en varði að tala þeirra tungu.

Þetta voru Slavar.

Hverjir bjuggu þá í Moskvu?

Ástæðulaust er að rekja í smáatriðum hvaða slavneskir ættbálkir settust að hvar, enda margt á huldu þar um, en um það bil árið 600 (í síðasta lagi) stofnaði einn þessara slavnesku ættbálka kaupstað á bugðu við fljótið Dnépr — af hreinni tilviljun ekki nema 40 kílómetrum frá þeim stað þar sem hafði verið iðandi 30.000 borg mörg þúsund árum fyrr.

Tripillja.

Þessi nýi kaupstaður fékk seinna nafnið Kíev eða Kænugarður.

Á sama tíma bjuggu finnskættaðir veiðimenn í skógunum langt í norðri við annað mikið fljót, Volgu. Þeir voru fámennir og þar sem heitir nú Moskva, þar var engin byggð.

Frá framhaldi sögu Úkraínumanna svo hérna!

En um þetta leyti var staðan svona:

Þótt aðvífandi innrásarþjóðir ættu leið um Úkraínu, sem nú heitir,þá voru íbúarnir orðnir Slavar þegar þarna var komð sögu (milli 700-850 eða um svipað leyti og Ísland byggðist).

´

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Það sem hr. Illugi virðist ekki skilja, ekki frekar en aðrir ,,frjálsir" fjölmiðlamenn ,,siðaðra" vesturvelda... er tjáð sig hafa um þessi mál, er hvernig þetta allt horfir fyrir Rússaveldi:

    https://www.counterpunch. org/2022/01/19/ready-for-another-game-of-russian-roulette/
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Eiga Rússar voða bágt?
Flækjusagan

Eiga Rúss­ar voða bágt?

Í síð­asta blaði hóf Ill­ugi Jök­uls­son að kanna styrj­ald­ar­sögu Rúss­lands til að vita hvað sé hæft í þeirri trú margra Rússa að land þeirra hafi sí­fellt sætt grimm­um árás­um frá er­lend­um ríkj­um, ekki síst Vest­ur­lönd­um. Því sé eðli­legt að þeir fái að hafa Úkraínu sem „stuð­púða“ gegn hinni mis­kunn­ar­lausu ásælni vest­rænna stór­velda. Í fyrri grein­inni höfðu ekki fund­ist slík dæmi, því oft­ar en ekki voru það Rúss­ar sem sóttu fram en vörð­ust ei. En í frá­sögn­inni var kom­ið fram á 19. öld.
Ef hið óhugsandi gerist, hver á þá flestar kjarnorkusprengjur?
Flækjusagan

Ef hið óhugs­andi ger­ist, hver á þá flest­ar kjarn­orku­sprengj­ur?

Kjarn­orku­sprengj­um hef­ur fækk­að mjög í vopna­búr­um helstu stór­veld­anna síð­ustu ára­tugi. En von­andi fækk­ar þeim brátt enn meira og hverfa loks al­veg.
Þurfa Rússar að óttast vestrið? Eða er það kannski öfugt?
Flækjusagan

Þurfa Rúss­ar að ótt­ast vestr­ið? Eða er það kannski öf­ugt?

Stuðn­ings­menn Rússa halda því gjarn­an fram að eðli­legt sé að Rúss­ar vilji hafa „stuð­púða“ í vestri — það er að segja Úkraínu — því svo margoft hafi rúss­neska rík­ið og rúss­neska þjóð­in ver­ið nán­ast á helj­ar­þröm eft­ir grimm­ar inn­rás­ir úr vestri.
Rússneskur rithöfundur: Af hverju láta Rússar Pútin yfir sig ganga?
Flækjusagan

Rúss­nesk­ur rit­höf­und­ur: Af hverju láta Rúss­ar Pút­in yf­ir sig ganga?

Liza Al­ex­andra-Zor­ina er rúss­nesk­ur rit­höf­und­ur sem nú býr er­lend­is, enda and­stæð­ing­ur Pút­ins. Ár­ið 2017 skrif­aði hún merki­lega grein um sál­ar­ástand þjóð­ar sinn­ar og sú grein er enn í fullu gildi. Hún er merki­legt dæmi um að and­stæð­ing­ar Pút­ins í Rússlandi leita aldrei skýr­inga á hörm­ung­um lands­ins, sem nú hafa brot­ist út með stríð­inu í Úkraínu, í „út­þenslu NATO til aust­urs“ eða „ein­angr­un Rúss­lands“ eða „ör­ygg­is­þörf rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar“. Hinir hug­rökku stjórn­ar­and­stæð­ing­ar í Rússlandi sjá skýr­ing­una ein­göngu í alltumlykj­andi al­ræði stjórn­ar Pút­ins. Og þetta fólk veit öllu meira um ástand­ið en stjórn­mála­skýrend­ur á Vest­ur­lönd­um.
Úkraínumenn sökktu sjálfir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erfiðari ákvörðun“
Flækjusagan

Úkraínu­menn sökktu sjálf­ir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erf­ið­ari ákvörð­un“

Freigát­unni Hetman Sa­hai­dachny sökkt í höfn­inni í My­kolaiv svo hún félli ekki í hend­ur Pút­ins
„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“
Flækjusagan

„Ver­um ekki á móti stríð­inu — berj­umst gegn stríð­inu!“

Rúss­neski stjórn­ar­and­stöðu­leið­tog­inn Al­ex­ei Navalny hef­ur birt á Twitter heróp sitt til Rússa (og annarra) um að berj­ast gegn árás­inni á Úkraínu. Svo hljóð­ar það: „Við — Rúss­ar — vilj­um vera þjóð frið­ar. En því mið­ur myndu fá­ir kalla okk­ur það núna. En við skul­um að minnsta kosti ekki verða þjóð af hræddu þöglu fólki. Þjóð af rag­geit­um sem þykj­ast ekki...

Mest lesið

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
2
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
3
Úttekt

Fast­eigna­verð breytti Reyk­vík­ingi í Hver­gerð­ing

Kristó­fer Más­son ætl­aði sér aldrei að flytja úr Reykja­vík en þeg­ar hann og Indí­ana Rós Æg­is­dótt­ir fóru að skoða fast­eigna­kaup end­ur­skoð­aði hann það. Þau búa nú í Hvera­gerði eins og nokk­ur fjöldi fyrr­ver­andi Reyk­vík­inga. Eðl­is­mun­ur er á fast­eigna­upp­bygg­ingu í borg­inni og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um.
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
4
Greining

Val­ið ligg­ur milli Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata

Tveir ein­fald­ir val­kost­ir liggja á borð­inu eft­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ein­fald­asti meiri­hlut­inn væri ann­að hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eða Pírat­ar með Fram­sókn og Sam­fylk­ing­unni. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, er í lyk­il­hlut­verki, en hann var ung­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur.
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
5
Úttekt

Börn­in sem er ekki pláss fyr­ir í borg­inni

Hundruð barna í Reykja­vík hafa ekki víst að­gengi að dag­for­eldr­um eða leik­skóla­plássi. Stór­felld upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað en það hef­ur ekki leyst vand­ann. Flest fram­boð leggja áherslu á að leysa leik­skóla­mál borg­ar­inn­ar án þess að fyr­ir liggi hvað eigi að gera öðru­vísi en nú­ver­andi meiri­hluti. Vanda­mál­ið er bæði hús­næð­is- og mönn­un­ar­vandi.
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
6
Vettvangur

„Þið ber­ið mikla ábyrgð á vel­ferð þessa fólks“

Sam­tök leigj­enda buðu fram­bjóð­end­um í Reykja­vík til fund­ar um stöð­una á leigu­mark­aði og leið­ir til lausna.
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
7
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.

Mest deilt

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hafna sann­ar­lega Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ist úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og aðra auð­valds­flokka. Þetta seg­ir hún á Face­book í til­efni af sam­an­tekt á svör­um odd­vit­anna í Reykja­vík um sam­starf að lokn­um kosn­ing­um í odd­vi­takapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar.
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
3
Fréttir

Mis­notk­un­in hófst átta ára en áfall­ið kom eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
4
Fréttir

Berst gegn Borg­ar­línu og hef­ur ekki tek­ið strætó í 30 ár

Odd­vit­ar Reykja­vík­ur­fram­boð­anna eru flest­ir sam­mála um að bæta eigi al­menn­ings­sam­göng­ur og að­eins einn sagð­ist vera á móti Borg­ar­línu. Óm­ar Már Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins, vill greiða götu einka­bíls­ins og hætta við Borg­ar­línu.
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
5
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
6
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Oddvitar mætast í beinni útsendingu
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Odd­vit­ar mæt­ast í beinni út­send­ingu

Borg­ar­stjóra­efni flokk­anna sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um um helg­ina mæt­ast í kapp­ræð­um sem streymt verð­ur á vef Stund­ar­inn­ar í dag. Loka­sprett­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar er geng­inn í garð og verða odd­vit­arn­ir krafð­ir svara um hvernig þeir ætla að koma sín­um stefnu­mál­um til fram­kvæmda.

Mest lesið í vikunni

Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
1
Úttekt

Skugga­borg­in: Marg­föld þétt­ing byggð­ar

Arki­tekt­ar og aðr­ir sér­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af óbæri­leg­um þétt­leika til­ver­unn­ar í nýj­um hverf­um sem rísa í Reykja­vík og Kópa­vogi.
Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Átök í kapp­ræð­um: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skamm­ast sín“

Meiri­hluti og minni­hluti í borg­ar­stjórn deildi um ábyrgð á hækk­un hús­næð­isverðs. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sagði full­trúa minni­hlut­ans ekki kunna að skamm­ast sín.
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
3
Fréttir

Mis­notk­un­in hófst átta ára en áfall­ið kom eft­ir að hún sagði frá

Lilja Bjark­lind var átta ára þeg­ar mað­ur á sex­tugs­aldri braut á henni. Hann var síð­ar dæmd­ur fyr­ir brot­in sem voru fjölda­mörg og stóðu yf­ir tveggja ára tíma­bil. Hún seg­ist þakk­lát móð­ur sinni fyr­ir að hafa trú­að henni en á þeim tíma var mað­ur­inn sem braut á henni orð­inn kær­asti mömmu henn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
4
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Hilmar Þór Hilmarsson
5
Aðsent

Hilmar Þór Hilmarsson

Kjarn­orku­stríð í Úkraínu?

Aldrei fyrr hef­ur heim­ur­inn kom­ist jafnn­á­lægt kjarn­orku­stríði, seg­ir Hilm­ar Þór Hilm­ars­son pró­fess­or.
Kappræður Stundarinnar 2022
6
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022

Kapp­ræð­ur Stund­ar­inn­ar 2022

Odd­vit­ar fram­boð­anna sem bít­ast um völd­in í borg­inni mæt­ast í kapp­ræð­um Stund­ar­inn­ar klukk­an 14:00. Um er að ræða fyrstu kapp­ræð­urn­ar í beinni út­send­ingu þar sem all­ir odd­vit­arn­ir mæta til leiks.
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Hjól­að í Kjart­an vegna hjálms­ins

„Ég hjóla nú tölu­vert,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni. Net­verj­ar vilja meina að hjálm­ur sem hann sést skarta í kosn­inga­mynd­bandi flokks­ins snúi öf­ugt. Fyr­ir­séð er að sam­staða sé þvert á flokka um aukna inn­viði fyr­ir hjólandi Reyk­vík­inga á kom­andi kjör­tíma­bili

Mest lesið í mánuðinum

Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
1
Eigin Konur#82

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Áróð­urs­bréfi um störf eig­in­manns Hild­ar fyr­ir Jón Ás­geir dreift til sjálf­stæð­is­fólks

Í að­drag­anda próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík í mars var ómerktu dreifi­bréfi um eig­in­mann Hild­ar Björns­dótt­ur dreift til flokks­manna. Þar var rætt um vinnu manns henn­ar, Jóns Skafta­son­ar fyr­ir fjár­fest­inn Jón Ás­geir Jó­hann­es­son. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ás­geir verð­ur hluti af pró­kjörs­bar­áttu í flokkn­um.
Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
3
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022

Kosn­inga­próf Stund­ar­inn­ar er nú op­ið

Ít­ar­leg­asta kosn­inga­próf­ið sem í boði er fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2022 býð­ur upp á grein­ingu á svör­um al­menn­ings og sigt­un á mik­il­væg­ustu spurn­ing­un­um.
Systurnar berjast fyrir bótunum
4
Fréttir

Syst­urn­ar berj­ast fyr­ir bót­un­um

„Æsk­unni var rænt af okk­ur. Við höf­um aldrei átt eðli­legt líf,“ segja syst­urn­ar Anna og Linda Kjart­ans­dæt­ur, sem ólust upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem var dæmd fyr­ir að mis­þyrma þeim. Bóta­sjóð­ur vildi ekki greiða út miska­bæt­ur því brot föð­ur þeirra voru fram­in er­lend­is og hef­ur ekki enn svar­að kröf­um vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Bragi Páll Sigurðarson
5
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Fjár­mála­ráð­herra, flækju­fót­ur, föð­ur­lands­svik­ari

Úps, hann gerði það, aft­ur. Seldi ætt­ingj­um rík­is­eign­ir, aft­ur. Vissi ekki neitt um neitt, aft­ur.
Helga Sif og Gabríela Bryndís
6
Eigin Konur#80

Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
Patrekur
7
Eigin Konur#81

Pat­rek­ur

Pat­rek­ur bjó með móð­ur sinni og stjúp­föð­ur þeg­ar hann reyndi al­var­lega sjálfs­vígstilraun. Helga Sif er móð­ir Pat­reks, en hún steig fram í við­tali við Eig­in kon­ur þann 25. apríl og lýsti of­beldi föð­ur­ins. Pat­rek­ur stíg­ur nú fram í stuttu við­tali við Eig­in kon­ur og seg­ir sárt að ekki hafi ver­ið hlustað á sig eða systkini sín í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

Nýtt á Stundinni

Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (síð­ari hluti)

Í þess­um síð­ari hluta beini ég sjón­um mín­um að marxí­sk­um kenn­ing­um um heimsvalda­stefnu og mann­kyns­sögu. Þær verða gagn­rýnd­ar nokk­uð harka­lega, ekki síst í þeirri mynd sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son dreg­ur upp af þeim. Hin illa Am­er­íka og „heimsvalda­stefn­an“. Þór­ar­inn held­ur því fram að meint áróð­urs­ma­skína Banda­ríkj­anna villi mönn­um sýn í Úkraínu­mál­inu. En hon­um dett­ur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (fyrri hluti)

Frið­mey Spjóts (Brit­ney Spe­ars) söng sem frægt er orð­ið í orðastað stelp­unn­ar sem gerði sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur, lék sér að hjört­um pilta. Æði marg­ir vinstrisósí­al­ist­ar eru and­leg skyld­menni stelpu­gæs­ar­inn­ar. Þeir lágu flat­ir fyr­ir al­ræð­is­herr­um og fjölda­morð­ingj­um á borð við Stalín og Maó, hlust­uðu ekki á gagn­rýni en kok­g­leyptu áróðri al­ræð­is­ins. Í landi Kreml­ar­bónd­ans, Stalíns,  væri „líb­bleg­ur lit­ur í...
Með stríðið í blóðinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með stríð­ið í blóð­inu

Stríð er ekki bara sprengj­urn­ar sem falla, held­ur allt hitt sem býr áfram í lík­ama og sál þeirra sem lifa það af. Ótt­inn sem tek­ur sér ból­stað í huga fólks, skelf­ing­in og slæm­ar minn­ing­arn­ar.
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Hilmar Þór Hilmarsson
PistillÚkraínustríðið

Hilmar Þór Hilmarsson

Fram­tíð Úkraínu og staða Eystra­salts­ríkj­anna og Norð­ur­land­anna í ESB og NATO

Stríð í Úkraínu vek­ur spurn­ing­ar um stöðu lands­ins í Evr­ópu og stækk­un NATO. Fyr­ir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvor­ug stofn­un­in var til­bú­in að tíma­setja lík­lega að­ild. Nú er spurn­ing um hvað stjórn­völd í Úkraínu eru til­bú­in að semja. Of mikla eft­ir­gjöf við Rússa mætti ekki að­eins túlka sem ósig­ur Úkraínu held­ur líka ósig­ur Banda­ríkj­anna.
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Enn er leynd yf­ir hluta kaup­enda bréfa í Ís­lands­banka

Nöfn allra þeirra að­ila sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í út­boði ís­lenska rík­is­ins á bréf­un­um í lok mars hafa ekki enn kom­ið fram. Í ein­hverj­um til­fell­um voru þeir að­il­ar sem seldu hluta­bréf­in í for­svari fyr­ir kaup­in en á bak við þau eru aðr­ir að­il­ar.
751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...
Þrautir10 af öllu tagi

751. spurn­inga­þraut: Fjár­mála­stofn­an­ir, stjórn­mála­flokk­ar, sjúk­dóm­ur, fót­bolta­mað­ur ...

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir unga kon­an sem er til vinstri á mynd­inni? For­nafn dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver er elsti banki lands­ins, stofn­að­ur 1885? 2.  Ár­ið 1980 gaf fyr­ir­tæk­ið Kred­it­kort út fyrsta kred­it­kort­ið á Ís­landi. Hvað nefnd­ist það kort? 3.  Ung­ur Norð­mað­ur er nú að ganga til liðs við karla­lið Manchester City í fót­bolta. Hvað heit­ir hann? 4.  Sami mað­ur­inn...
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Þetta er það sem Einar getur gert
Jón Trausti Reynisson
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022

Jón Trausti Reynisson

Þetta er það sem Ein­ar get­ur gert

Skyn­sam­leg nið­ur­staða meiri­hluta­við­ræðna virð­ist liggja í aug­um uppi.
Pálminn úr höndum Framsóknar?
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Pálm­inn úr hönd­um Fram­sókn­ar?

Eft­ir ákvörð­um Vinstri grænna um að sitja í minni­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og úti­lok­un Pírata á Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Sósí­al­ista á sam­starfi við hann og Við­reisn, er lít­ið ann­að í stöð­unni en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...