Mest lesið

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
2

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
4

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
5

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
6

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Illugi Jökulsson

Fundu Úkraínumenn upp lýðræðið?

Illugi Jökulsson segir frá merkilegum ályktunum sem vísindamenn hafa dregið af fornleifauppgreftri nálægt Kænugarði, höfuðborg Úkraínu

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson segir frá merkilegum ályktunum sem vísindamenn hafa dregið af fornleifauppgreftri nálægt Kænugarði, höfuðborg Úkraínu

Fundu Úkraínumenn upp lýðræðið?
Leirkeraskreytingar frá Tripillja. 

Tripillja heitir þorp eitt eða smábær við stórfljótið Dnépr í Úkraínu, eitthvað um 40 kílómetrum fyrir sunnan höfuðborgina Kíev eða Kænugarð. Þetta er friðsæll sveitabær með rétt innan við 3.000 íbúa sem nú er óðum að vaxa saman við úthverfi Kænugarðs en hjarir þó enn sem sjálfstæð eining.

Bærinn komst fyrst á blöð sögunnar á 11. öld þegar þar var virki sem gætti leiðarinnar utan af sléttunni til Kænugarðs og var Tripillja víst stöndugur staður um skeið en hnigaði svo smátt og smátt.

ÓÞEKKT MENNING

Laust fyrir aldamótin 1900 dró hins vegar til tíðinda í Tripillja þegar fornleifafræðingurinn Viktentí Khvoyka fór að grafa í jörð þar á staðnum og viti menn - þar leyndist heil menning niðri í moldinni, 6.000 ára gömul byggð, sveitaþorp og margvíslegar byggingar. Þótti þetta allt heldur fréttnæmt þegar Khvoyka kynnti niðurstöður sínar og fengu leifarnar nafnið Tripillja-menningin.

Þegar að var gáð fundust leifar af samskonar menningu víðar um Úkraínu og allt suðvestur til Rúmeníu.

Þótti strax með nokkrum ólíkindum hve margir virtust hafa búið á tiltölulega litlu svæði í Tripillja. Mörg þorp voru nánast hvert ofan í öðru.

Ýmislegt varð til þess að mannvistarleifunum í Tripillja var ekki sýndur fullur sómi lengi vel, en í veftímaritinu PLOS ONE var nýlega birt grein með niðurstöðum hóps vísindamanna sem stundað höfðu rannsóknir í Tripillja og nágrenni og meðal annars skyggnst niður í moldina með þar til gerðum segulómtækjum, en þau eru að verða nánast eins og augu oní jörðina.

Og þá gaf á að líta.

ALLT AÐ 30.000 ÍBÚAR?

Í fyrsta lagi reyndist byggðin í Tripillja ennþá umfangsmeiri en nokkurn hafði órað fyrir. Ekki verður betur en séð þar hafi fjöldi þorpa runnið saman á tiltölulega skömmum tíma uns úr hafi orðið borg sem náði yfir allt að 320 hektara.

Það er svona sirka eins og eitt og hálft Seltjarnarnes.

Og þar kunna að hafa búið 10.-20.000 manns.

Sumir fræðimenn telja íbúana hafa verið 30.000.

Það þýðir ekki að Tripillja hafi verið meðal allra fyrstu borga í sögunni. Borgir voru farnar að rísa í Tyrklandi og Miðausturlöndum einhverjum þúsundum ára fyrr.

En lítill vafi er á að borgirnar í Úkraínu hafi verið hinar stærstu, já, langstærstu í heiminum um sína daga. Því Tripillja var reyndar ekki eina byggðin á svæðinu sem virðist hafa vaxið uns úr var orðin heil org, heldur voru fleiri borgir á svæðinu.

Í öðru lagi hafa vísindamennirnir fundið leifar af merkilegum byggingum á nokkrum stöðum í borgarlandinu sem þeir álykta að séu samkomustaðir og ekki endilega einhvers konar hof eða helgistaðir eins og menn kynnu kannski að halda.

Ekki eru heldur nein merki um að þar hafi verið markaðstorg eða verslunarstaðir.

ENGIN YFIRSTÉTT

Ísraelska blaðið Haaretz hefur eftir Robert Hofmann við háskólann í Kiel í Þýskalandi að þarna virðist vera að um ræða einhvers konar stjórnarbyggingar þar sem rúm hafi verið fyrir fjölda fólks að koma saman.

Ályktunin hlýtur því að vera sú að í Tripillja hafi ríkt einhvers konar lýðræði, löngu áður en það var „fundið upp“ í Grikklandi hinu forna fyrir rúmlega 2.500 árum.

Eini tilgangurinn með fjölmennum samkundum, sem ekki voru trúarathafnir eða markaðir, hlýtur að vera að kynna ástand og horfur og taka ákvarðanir.

Það rennir og stoðum undir þá hugmynd að uppgröftur og segulómun á húsum í Tripillja bendir til þess að þar hafi ríkt mikið jafnræði hvað snertir húsakost og eignir.

Engin yfirstétt virðist hafa borið höfuð og herðar yfir aðra íbúa.

Engin merki finnast um mikinn vopnaburð eða kúgunarapparöt af neinu tagi í eða við þessi samkunduhús. Þar virðist því allt hafa gengið friðsamlega fyrir sig.

Svo virðist sem nokkur slík samkunduhús hafi verið í Tripillja og einnig í öðrum borgum frá svipuðum tíma sem fundist hafa víðar um Úkraínu.

LÝÐRÆÐIÐ ER VIÐKVÆMT

En svo hefur það gerst að þessi hús eru smátt og smátt yfirgefin. Um leið má sjá merki um að áhersla færist á stærsta samkunduhúsið í borginni. Þar virðist einhvers konar stjórnvald - yfirstétt - vera að hreiðra um sig.

Valddreifing og lýðræði hverfa.

Ekki löngu seinna eru borgirnar yfirgefnar, þar á meðal Tripillja.

Ekki er vitað hvers vegna.

En  rétt eins og í Grikklandi seinna og rétt eins og í Rómaborg, þá er lýðræðið viðkvæmt.

Og strax og yfirstétt tekst að komast á lappir, þá er jöfnuður fyrir bí.

Tengdar greinar

Flækjusagan

Ilmhöfnin logar

Illugi Jökulsson

Ilmhöfnin logar

Illugi Jökulsson

Nafnið Hong Kong mun þýða „Ilmhöfn“. Hér má lesa um ástæður þessa og ýmislegt annað úr gamalli sögu Hong Kong, sem logar nú af átökum íbúa og stjórnvalda.

Nýjar og óvæntar fréttir: Sungið og drukkið í Perú fyrir 5.500 árum!

Illugi Jökulsson

Nýjar og óvæntar fréttir: Sungið og drukkið í Perú fyrir 5.500 árum!

Illugi Jökulsson

Lengi hefur verið talið að menningarríki hafi ekki risið í Ameríku fyrr en löngu á eftir menningarríkjum gamla heimsins. Það virðist nú vera alrangt.

Hefði Rómaveldi getað tórt undir ægishjálmi Húna?

Illugi Jökulsson

Hefði Rómaveldi getað tórt undir ægishjálmi Húna?

Illugi Jökulsson

Atli Húnakóngur dó á sinni brúðkaupsnótt árið 453. Lengst af hafa menn talið að ótímabær dauði Atla hafi bjargað Rómaveldi og gott ef ekki vestrænni siðmenningu frá hruni, þótt Rómaveldi stæði reyndar aðeins í rúm 20 ár eftir dauða hans. En nú er á kreiki sú kenning að ef Atli hefði lifað hefði Rómaveldi þvert á móti haldið velli. Og saga Evrópu hefði altént orðið allt öðruvísi.

Ef Húnakóngur hefði ekki fengið blóðnasir

Illugi Jökulsson

Ef Húnakóngur hefði ekki fengið blóðnasir

Illugi Jökulsson

Atli Húnakóngur var kallaður „reiði guðs“, svo blóðþyrstur var hann. Hinn kæni austræni villimaður ríkti yfir stjórnlausum grimmlyndum her, sem var þess albúinn að rífa niður Rómaveldi, ræna og rupla og nauðga og drepa og kveða algóðan Krist í kútinn. En þá dó hann af blóðnösum eftir að hafa gengið fram af sér á brúðkaupsnótt með lostafullri snót, og Evrópu var bjargað! Eða hvað? Var sagan ekki örugglega svona?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
2

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
4

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
5

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
6

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
2

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
2

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Nýtt á Stundinni

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík

Rok í Reykjavík

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Í upphafi var orðið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Í upphafi var orðið

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Reyna að bjarga jólakettinum

Reyna að bjarga jólakettinum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Soffía Auður Birgisdóttir

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Vaknaði við öskrin

Vaknaði við öskrin