Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
Fréttir
2
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
3
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
4
Greining
3
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
5
Úttekt
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Hundruð barna í Reykjavík hafa ekki víst aðgengi að dagforeldrum eða leikskólaplássi. Stórfelld uppbygging hefur átt sér stað en það hefur ekki leyst vandann. Flest framboð leggja áherslu á að leysa leikskólamál borgarinnar án þess að fyrir liggi hvað eigi að gera öðruvísi en núverandi meirihluti. Vandamálið er bæði húsnæðis- og mönnunarvandi.
6
Vettvangur
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Samtök leigjenda buðu frambjóðendum í Reykjavík til fundar um stöðuna á leigumarkaði og leiðir til lausna.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, segist útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðra auðvaldsflokka. Þetta segir hún á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.
En hér er sem sé haldið áfram. Ég var kominn um það bil til áranna 700-800 eftir upphaf tímabils okkar.
Þá var færibandið Úkraína í fullum gangi:
Hver Asíuþjóðin af annarri kom þar við á leið sinni vestur til Evrópu — enda gengu sögusagnir langt austur í álfum um mikið ríkidæmi þar í vestrinu en tiltölulega klénar varnir.
Avarar voru nýfarnir hjá en Ungverjar voru enn á vesturleið suður við Svartahaf. Við austanvert hafið voru hinir dularfullu Kasarar sestir að til frambúðar.
Og inni í Mið-Asíu voru Petsjnekar farnir að skima í vestur.
Íbúarnir í Úkraínu sjálfri voru hins vegar „orðnir“ Slavar eftir að slavneskir þjóðflokkar höfðu leitað í öfuga átt næstu tvær aldir þar á undan — það er að segja frá Mið-Evrópu og austur til Úkraínu og svo inn í skógana þar fyrir norðan, þar sem nú eru Hvíta-Rússland og Rússland.
Slavarnir nýkomnu útrýmdu ekki þeim sem fyrir voru, enda bændur fremur en hermenn, heldur innlimuðu þá í sína ættbálka, svo brátt töluðu flestallir slavnesk mál.
Og þessir nýslavnesku Úkraínumenn höfðu stofnað kaupstað við bugðu á ánni Dnépr, þar sem nú heitir Kíev.
Hraustir víkingar!
Nema hvað, á áttundu og þó einkum níundu öld kemur nýtt og svolítið óvænt krydd til sögunnar í þennan rétt.
Víkingaöldin var runnin upp á Norðurlöndum og sænskir víkingar tóku að sigla upp eftir ánum sem falla í Eystrasalt frá birkiskógunum miklu norður af Úkraínu. Nyrst í skógunum bjuggu þjóðir af finnskum uppruna, við Eystrasaltið voru baltneskar þjóðir (formæður og -feður Litháa, Letta og fleiri) en slavneskir ættbálkar — frændfólk þeirra sem voru sestir að víðast í Úkraínu — voru annars komnir um allt miðbik skóganna.
Víkingarnir höfðu í bili ekki mikil samskipti við þessa íbúa, nema keyptu af þeim skinn veiðidýra, og svo fundu þeir staði inni í landi þar sem þeir gátu dregið báta sína og skip upp á bakka fljótanna sem féllu í Eystrasalt — og yfir í aðrar ár sem runnu til suðurs í Svartahaf.
Þar er Dnépr helst, og svo Don austar.
Víkingarnir voru brátt farnir að sigla eftir öllum ánum og hingað og þangað og versluðu svo suður í Miklagarði eða Konstantínópel með skinn og hvaðeina.
Í Miklagarði þóttu þeir svo hraustir að þeir urðu eftirsóttir í varðsveitir keisarans og voru kallaðir væringjar. Í þeirri sögu sem ég lærði í skóla fékk ég þessa mynd af því sem gerðist þar eystra þessar aldirnar:
Hinir dugmiklu norrænu víkingar sigldu styrkum vöðvum milli Eystrasalts og Svartahafs og færðu með sér hressandi andblæ menningar og framandleika inn í frumstætt samfélag skógarbúa og hálfgerðra villimanna sem kúldruðust innan um trén og klóruðu sér.
Þeir voru kallaðir Rússar sem merkti „ræðarar“ og stofnuðu svo borgina Kænugarð — staðinn þar sem þeir geymdu bátana sína á siglingunum eftir fljótunum miklu — og víkingarnir kenndu skógarbúum margt gagnlegt og þannig reis loksins ríki á sléttunum.
Þetta var samt ekki alveg svona. Kaupstaðurinn Kíev hafði verið stofnaður mörgum öldum áður, þótt vissulega yrði „Kænugarður“ síðan bækistöð víkinganna á verslunarferðum sínum milli Eystrasalts og Svartahafs.
En þar um slóðir bjuggu sannarlega ekki fáfengilegir villimenn.
Ættbálkurinn sem bjó kringum Kíev kallast Pólanar og má ekki rugla saman við forfeður Pólverja sem bjuggu 1.000 kílómetrum vestar. Þessi eystri Pólanar voru af írönsku kyni, sem þýðir vel að merkja ekki að þeir hafi einhvern tíma búið í Íran, heldur aðeins að tunga þeirra hafi verið íranskrar ættar. En Pólanar höfðu fyrir tiltölulega skömmu síðan tekið upp slavneska tungu ættbálkanna sem komu úr vestri og margt af lifnaðarháttum þeirra.
Pólanar þurftu sem sé ekki að láta víkinga frá Svíþjóð kenna sér neitt — nema kannski helst vopnaburð.
Þeir stunduðu kornrækt, nautgriparækt, veiðar á landi og í ánum, smáiðnað margvíslegan en líka járnsmíðar, gullsmíðar og flest í þeim dúr. Fólkið bjó í þorpum sem mynduðu ekki heildstætt ríki en mikil samvinna hefur verið milli þorpa því efnahagur virðist hafa verið með ágætum og lífskjör prýðileg.
Ríki verður til
Á níundu öld verður svo til ríki á þessum slóðum.
Ríki sem hin núverandi Úkraína rekur beinan uppruna sinn til.
Rúrik er talinn upphafsmaður bæði Úkraínu og Rússlands.Frumkvöðullinn er brynjubúinn, vöðvastæltur, hjálmprýddur — nákvæmlega eins og okkar „frumkvöðull“ Ingólfur Arnarson
Erfitt er að segja til hvernig ríkið myndaðist þar sem uppruni þess er hulin mistri þjóðsagna og þokukenndra heimilda sem ekki voru skrifaðar niður fyrr en nokkrum öldum seinna. Óljóst er til dæmis hvaða þátt víkingar eða væringjar áttu í stofnun ríkisins — en einhver var sá þáttur altént.
Kannski tóku hinir slavnesku ættbálkar í Úkraínu eða safnast undir verndarvæng hinna vopnfimu væringja sem höfðu slegið sér niður í gamla kaupstaðnum Kíev — og í fleiri kaupstöðum við fljótin.
En kannski tóku Slavar að þjappa sér saman einmitt til að standast ágang væringja — og ekki síður hinna tyrknesku Petsjnéka sem voru nú komnir á hæla Ungverja eftir færibandinu gamalkunna (sjá fyrri grein) frá Mið-Asíu inn í Evrópu.
Og til þess arna nutu Úkraínumenn (og hinir slavnesku ættbálkarnir norðar á leiðinni til Eystrasalts) um tíma forystu væringja.
Víkingar gera árás á Miklagarð
Einhvern veginn svona er þetta samkvæmt rituðum heimildum:
Um miðja níundu öld tóku víkingar að norðan kaupstaðinn Kíev frá Pólönum. Samkvæmt þjóðsögum og óáreiðanlegum annálum gerðust höfðingjarnir Höskuldur og Dýri herrar Kíev og svo mikið er víst að árið 860 gerðu víkingar á 200 skipum, sem þaðan komu, mjög óvænta og mannskæða árás á sjálfan Miklagarð.
Miklagarðsmenn vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir voru ekki vanir árásum úr þessari átt.
Rót árásarinnar virðist hafa verið bandalag Miklagarðsmanna við Kasara sem bjuggu enn í austanverðri Úkraínu, en Höskuldi og Dýra mun hafa þótt þessi samvinna ógna verslunarleiðum sínum við stórfljótin í Úkraínu.
Meðan þessu fór fram í Úkraínu var ýmislegt að gerast norður í laufskógunum.
Þar bjuggu slavnesku ættbálkarnir Ilmenar og Krivtsjikar — og reyndar fleiri. Þeir voru tiltölulega nýkomnir norður þangað, en voru smátt og smátt að ryðja burt finnskættuðum íbúum skóganna sem fyrir voru
Ilmenar og Krivtsjikar virðast hafa tekið sér til leiðtoga norrænan höfðingja að nafni Rúrik (eða Hrærek) og kaupstaðurinn Novgorod (ef til vill Hólmgarður) tók að byggjast upp. Nema hann hafi hreinlega hrifsað til sín yfirráð á svæðinu.
Prinsinn af Kíev
Arftaki Rúriks var Helgi nokkur sem á slavneskum málum nefnist Oleg.
Hann vildi ná yfirráðum yfir allri siglingaleiðinni til Miklagarðs og um árið 880 lagði hann undir sig Kænugarð og drap þá Höskuld og Dýra — ef þeir voru þá yfirleitt til, sem er önnur saga.
Og Helgi lagði undir sig landsvæði fleiri slavneskra ættbálka í Úkraínu og hinum núverandi Hvíta-Rússlandi og Rússlandi.
Úkraína og nágrenni um árið 900
Helgi var á endanum svo stöndugur að hann hóf átök við hina voldugu Kasara.
Og hann tók sér nafnbótina prins.
Árið 912 tók Ígor eða Ingvar við af Helga/Oleg. Hann var sagður vera sonur Rúriks frá Hólmgarði. Og hann ríkti til 945 þegar hann fór að heimta skatt af slavneskum ættbálki í nágrenni Kíev en sá ættbálkur — Drevílanar — vildu ekkert með yfirráð „Rússanna“ frá Kíev hafa.
Ígor var því gómaður og fætur hans bundnir við toppinn á tveim stórum birkitrjám sem sveigð höfðu niður að jörðu. Svo var höggvið á reipin sem héldu trjánum niðri, Ígor þeyttist til lofts og rifnaði í sundur.
Úkraínumenn taka kristni
Nú réði Helga eða Olga ekkja Ígors ríkjum í 15 ár en hún var sennilega af væringjaættum. Hún fór í heimsókn til Miklagarðs og tók kristni og átti í samskiptum við keisara Germanska veldisins í Vestur-Evrópu, sem sýnir að þetta nýja ríkja þótti orðið viðræðuhæft á alþjóðavettvangi.
Hinn umdeildi Krímskagi. Þeir Svjatoslav og Vladimir náðu völdum fyrir Kíev á vesturhluta skagans en Kasarar réðu í austri og Miklagarðsmenn í suðri. Á skaganum voru gríðarlegir þrælamarkaðir. Kasarar og Petsjnekar (og í einhverjum tilfellum eflaust Kíev-menn sjálfir) seldu mikið af fólki úr hinum slavnesku ættbálkum til Miklagarðs. Þannig vildi það til að Slavar fór að merkja „þrælar“ á ýmsum tungumálum.
Sonur hennar tók svo við — Svjatoslav 1. er hann kallaður — en hann sigraði Kasara og sameinaði alla slavnesku ættbálkana í Úkraínu og í skógunum í norðri undir sinni stjórn.
Í suðurhluta Úkraínu fóru Petsjnekar þó enn um eins og úlfar og felldu reyndar Svjatoslav að lokum.
Um 980 tók svo Valdimar Svjatoslavsson við stjórnartaumunum í Kíev. Hann þurfti til þess hjálp væringja úr norðri en þegar hann hafði tryggt sig í sessi hélt hann áfram að útbreiða veldi Kíev-manna um meginhluta Evrópuhluta Rússlands (sem nú er kallað).
Og Valdimar — kallaður hinn mikli — tók kristni 988 og fyrirskipaði fólki sínu að gera slíkt hið sama. Fyrir valinu varð rétttrúnaðarkirkjan í Miklagarði frekar en páfakirkjan í Róm og sá kristindómur átti eftir að skjóta afar djúpum rótum í sálartötur íbúa þar alls staðar.
Kíev-ríkið verður slavneskt
En svo er annað.
Löngu áður en þarna var komið sögu, þá var Kíev-ríkið hætt að vera norrænt á einhvern skilgreinanlegan hátt (hafi svo einhvern tíma verið), heldur var orðið nær alveg slavneskt. Ýmsir norrænir þræðir í tungu og menningu höfðu lifað um hríð, en voru um þetta leyti nærri horfnir.
Nema helst sjálft nafnið Rússar sem með tímanum var sem sé farið að nota um alla íbúa Kíev-ríkisins.
Um árið 1000 — um það leyti sem Íslendingar tóku kristni í sínu þjóðveldi — var Kíev-ríkið orðið víðáttumesta ríki Evrópu.
Og Úkraína stefndi í að verða mesta stórveldi álfunnar.
Og hefði kannski getað orðið það.
En langt í norðri rann fljót að nafni Moskva, þverá sem féll um síðir út í Volgu. Þarna um slóðir bjuggu Vjastíkar — nýorðnir undirsátar Úkraínumanna — en Vjastíkar höfðu eytt síðustu áratugum eða rúmlega öld í að ryðja finnskættuðum frumbyggjum burt af svæðinu.
Það var enn hálf önnur öld þangað til einhverjum datt í hug að fara að byggja við Moskvu.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Í síðasta blaði hóf Illugi Jökulsson að kanna styrjaldarsögu Rússlands til að vita hvað sé hæft í þeirri trú margra Rússa að land þeirra hafi sífellt sætt grimmum árásum frá erlendum ríkjum, ekki síst Vesturlöndum. Því sé eðlilegt að þeir fái að hafa Úkraínu sem „stuðpúða“ gegn hinni miskunnarlausu ásælni vestrænna stórvelda. Í fyrri greininni höfðu ekki fundist slík dæmi, því oftar en ekki voru það Rússar sem sóttu fram en vörðust ei. En í frásögninni var komið fram á 19. öld.
Flækjusagan
Ef hið óhugsandi gerist, hver á þá flestar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkusprengjum hefur fækkað mjög í vopnabúrum helstu stórveldanna síðustu áratugi. En vonandi fækkar þeim brátt enn meira og hverfa loks alveg.
Flækjusagan
1
Þurfa Rússar að óttast vestrið? Eða er það kannski öfugt?
Stuðningsmenn Rússa halda því gjarnan fram að eðlilegt sé að Rússar vilji hafa „stuðpúða“ í vestri — það er að segja Úkraínu — því svo margoft hafi rússneska ríkið og rússneska þjóðin verið nánast á heljarþröm eftir grimmar innrásir úr vestri.
Flækjusagan
5
Rússneskur rithöfundur: Af hverju láta Rússar Pútin yfir sig ganga?
Liza Alexandra-Zorina er rússneskur rithöfundur sem nú býr erlendis, enda andstæðingur Pútins. Árið 2017 skrifaði hún merkilega grein um sálarástand þjóðar sinnar og sú grein er enn í fullu gildi. Hún er merkilegt dæmi um að andstæðingar Pútins í Rússlandi leita aldrei skýringa á hörmungum landsins, sem nú hafa brotist út með stríðinu í Úkraínu, í „útþenslu NATO til austurs“ eða „einangrun Rússlands“ eða „öryggisþörf rússnesku þjóðarinnar“. Hinir hugrökku stjórnarandstæðingar í Rússlandi sjá skýringuna eingöngu í alltumlykjandi alræði stjórnar Pútins. Og þetta fólk veit öllu meira um ástandið en stjórnmálaskýrendur á Vesturlöndum.
Flækjusagan
2
Úkraínumenn sökktu sjálfir sínu besta skipi: „Erfitt að ímynda sér erfiðari ákvörðun“
Freigátunni Hetman Sahaidachny sökkt í höfninni í Mykolaiv svo hún félli ekki í hendur Pútins
Flækjusagan
„Verum ekki á móti stríðinu — berjumst gegn stríðinu!“
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur birt á Twitter heróp sitt til Rússa (og annarra) um að berjast gegn árásinni á Úkraínu. Svo hljóðar það: „Við — Rússar — viljum vera þjóð friðar. En því miður myndu fáir kalla okkur það núna. En við skulum að minnsta kosti ekki verða þjóð af hræddu þöglu fólki. Þjóð af raggeitum sem þykjast ekki...
Mest lesið
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
Fréttir
2
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
3
Úttekt
1
Fasteignaverð breytti Reykvíkingi í Hvergerðing
Kristófer Másson ætlaði sér aldrei að flytja úr Reykjavík en þegar hann og Indíana Rós Ægisdóttir fóru að skoða fasteignakaup endurskoðaði hann það. Þau búa nú í Hveragerði eins og nokkur fjöldi fyrrverandi Reykvíkinga. Eðlismunur er á fasteignauppbyggingu í borginni og í nágrannasveitarfélögum.
4
Greining
3
Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Tveir einfaldir valkostir liggja á borðinu eftir borgarstjórnarkosningar. Einfaldasti meirihlutinn væri annað hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Píratar með Framsókn og Samfylkingunni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í lykilhlutverki, en hann var ungur Sjálfstæðismaður.
5
Úttekt
Börnin sem er ekki pláss fyrir í borginni
Hundruð barna í Reykjavík hafa ekki víst aðgengi að dagforeldrum eða leikskólaplássi. Stórfelld uppbygging hefur átt sér stað en það hefur ekki leyst vandann. Flest framboð leggja áherslu á að leysa leikskólamál borgarinnar án þess að fyrir liggi hvað eigi að gera öðruvísi en núverandi meirihluti. Vandamálið er bæði húsnæðis- og mönnunarvandi.
6
Vettvangur
„Þið berið mikla ábyrgð á velferð þessa fólks“
Samtök leigjenda buðu frambjóðendum í Reykjavík til fundar um stöðuna á leigumarkaði og leiðir til lausna.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, segist útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðra auðvaldsflokka. Þetta segir hún á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.
Mest deilt
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Hafna sannarlega Sjálfstæðisflokknum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, segist útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðra auðvaldsflokka. Þetta segir hún á Facebook í tilefni af samantekt á svörum oddvitanna í Reykjavík um samstarf að loknum kosningum í oddvitakappræðum Stundarinnar.
3
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
4
Fréttir
2
Berst gegn Borgarlínu og hefur ekki tekið strætó í 30 ár
Oddvitar Reykjavíkurframboðanna eru flestir sammála um að bæta eigi almenningssamgöngur og aðeins einn sagðist vera á móti Borgarlínu. Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, vill greiða götu einkabílsins og hætta við Borgarlínu.
5
Fréttir
4
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
6
Fréttir
2
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Oddvitar mætast í beinni útsendingu
Borgarstjóraefni flokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum um helgina mætast í kappræðum sem streymt verður á vef Stundarinnar í dag. Lokasprettur kosningabaráttunnar er genginn í garð og verða oddvitarnir krafðir svara um hvernig þeir ætla að koma sínum stefnumálum til framkvæmda.
Mest lesið í vikunni
1
Úttekt
8
Skuggaborgin: Margföld þétting byggðar
Arkitektar og aðrir sérfræðingar hafa áhyggjur af óbærilegum þéttleika tilverunnar í nýjum hverfum sem rísa í Reykjavík og Kópavogi.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“
Meirihluti og minnihluti í borgarstjórn deildi um ábyrgð á hækkun húsnæðisverðs. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sagði fulltrúa minnihlutans ekki kunna að skammast sín.
3
Fréttir
1
Misnotkunin hófst átta ára en áfallið kom eftir að hún sagði frá
Lilja Bjarklind var átta ára þegar maður á sextugsaldri braut á henni. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin sem voru fjöldamörg og stóðu yfir tveggja ára tímabil. Hún segist þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað henni en á þeim tíma var maðurinn sem braut á henni orðinn kærasti mömmu hennar.
4
Fréttir
2
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
5
Aðsent
Hilmar Þór Hilmarsson
Kjarnorkustríð í Úkraínu?
Aldrei fyrr hefur heimurinn komist jafnnálægt kjarnorkustríði, segir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor.
6
StreymiSveitarstjórnarkosningar 2022
2
Kappræður Stundarinnar 2022
Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
7
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
1
Hjólað í Kjartan vegna hjálmsins
„Ég hjóla nú töluvert,“ segir Kjartan Magnússon, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Netverjar vilja meina að hjálmur sem hann sést skarta í kosningamyndbandi flokksins snúi öfugt. Fyrirséð er að samstaða sé þvert á flokka um aukna innviði fyrir hjólandi Reykvíkinga á komandi kjörtímabili
Mest lesið í mánuðinum
1
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
2
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Áróðursbréfi um störf eiginmanns Hildar fyrir Jón Ásgeir dreift til sjálfstæðisfólks
Í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í mars var ómerktu dreifibréfi um eiginmann Hildar Björnsdóttur dreift til flokksmanna. Þar var rætt um vinnu manns hennar, Jóns Skaftasonar fyrir fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Ásgeir verður hluti af prókjörsbaráttu í flokknum.
3
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
3
Kosningapróf Stundarinnar er nú opið
Ítarlegasta kosningaprófið sem í boði er fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 býður upp á greiningu á svörum almennings og sigtun á mikilvægustu spurningunum.
4
Fréttir
7
Systurnar berjast fyrir bótunum
„Æskunni var rænt af okkur. Við höfum aldrei átt eðlilegt líf,“ segja systurnar Anna og Linda Kjartansdætur, sem ólust upp hjá dæmdum barnaníðingi og stjúpmóður sem var dæmd fyrir að misþyrma þeim. Bótasjóður vildi ekki greiða út miskabætur því brot föður þeirra voru framin erlendis og hefur ekki enn svarað kröfum vegna dóma sem féllu 2016 og 2019.
Úps, hann gerði það, aftur. Seldi ættingjum ríkiseignir, aftur. Vissi ekki neitt um neitt, aftur.
6
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Eigin Konur#81
Patrekur
Patrekur bjó með móður sinni og stjúpföður þegar hann reyndi alvarlega sjálfsvígstilraun. Helga Sif er móðir Patreks, en hún steig fram í viðtali við Eigin konur þann 25. apríl og lýsti ofbeldi föðurins. Patrekur stígur nú fram í stuttu viðtali við Eigin konur og segir sárt að ekki hafi verið hlustað á sig eða systkini sín í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
Nýtt á Stundinni
Blogg
Stefán Snævarr
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Í þessum síðari hluta beini ég sjónum mínum að marxískum kenningum um heimsvaldastefnu og mannkynssögu. Þær verða gagnrýndar nokkuð harkalega, ekki síst í þeirri mynd sem Þórarinn Hjartarson dregur upp af þeim. Hin illa Ameríka og „heimsvaldastefnan“. Þórarinn heldur því fram að meint áróðursmaskína Bandaríkjanna villi mönnum sýn í Úkraínumálinu. En honum dettur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Blogg
Stefán Snævarr
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Friðmey Spjóts (Britney Spears) söng sem frægt er orðið í orðastað stelpunnar sem gerði sömu mistökin aftur og aftur, lék sér að hjörtum pilta. Æði margir vinstrisósíalistar eru andleg skyldmenni stelpugæsarinnar. Þeir lágu flatir fyrir alræðisherrum og fjöldamorðingjum á borð við Stalín og Maó, hlustuðu ekki á gagnrýni en kokgleyptu áróðri alræðisins. Í landi Kremlarbóndans, Stalíns, væri „líbblegur litur í...
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
PistillÚkraínustríðið
Hilmar Þór Hilmarsson
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Stríð í Úkraínu vekur spurningar um stöðu landsins í Evrópu og stækkun NATO. Fyrir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvorug stofnunin var tilbúin að tímasetja líklega aðild. Nú er spurning um hvað stjórnvöld í Úkraínu eru tilbúin að semja. Of mikla eftirgjöf við Rússa mætti ekki aðeins túlka sem ósigur Úkraínu heldur líka ósigur Bandaríkjanna.
FréttirSalan á Íslandsbanka
1
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
Nöfn allra þeirra aðila sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í útboði íslenska ríkisins á bréfunum í lok mars hafa ekki enn komið fram. Í einhverjum tilfellum voru þeir aðilar sem seldu hlutabréfin í forsvari fyrir kaupin en á bak við þau eru aðrir aðilar.
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir unga konan sem er til vinstri á myndinni? Fornafn dugar. * Aðalspurningar: 1. Hver er elsti banki landsins, stofnaður 1885? 2. Árið 1980 gaf fyrirtækið Kreditkort út fyrsta kreditkortið á Íslandi. Hvað nefndist það kort? 3. Ungur Norðmaður er nú að ganga til liðs við karlalið Manchester City í fótbolta. Hvað heitir hann? 4. Sami maðurinn...
Fréttir
4
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Jersey, bandarískur hermaður nýkominn til Íslands frá Úkraínu, hyggst sitja fyrir utan rússneska sendiráðið þar til hann nær tali af sendiherranum eða lögreglan kemur og fjarlægir hann. Hann hyggst snúa aftur til Úkraínu og berjast með heimamönnum gegn innrásarhernum.
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022
2
Jón Trausti Reynisson
Þetta er það sem Einar getur gert
Skynsamleg niðurstaða meirihlutaviðræðna virðist liggja í augum uppi.
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022
Pálminn úr höndum Framsóknar?
Eftir ákvörðum Vinstri grænna um að sitja í minnihluta á komandi kjörtímabili og útilokun Pírata á Sjálfstæðisflokknum og Sósíalista á samstarfi við hann og Viðreisn, er lítið annað í stöðunni en meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar.
Fréttir
3
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Það sem eftir stendur af gamla meirihlutanum í Reykjavík ætlar að fylgjast að í þeim viðræðum sem framundan eru. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé úr leik í bili.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
Eitt af því sem er til rannsóknar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands eru mögulegar lánveitingar frá söluaðilum hlutabréfanna í Íslandsbanka til kaupendanna. Einungis einn af íslensku söluaðilunum fimm svarar því til að hann hafi mögulega veitt lán fyrir hlutabréfunum. Forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, hefur sagt að í einhverjum tilfellum hafi verið lánað.
Þrautir10 af öllu tagi
1
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Hér snúast allar spurningar um Stalín eða eitthvað sem honum tilheyrir. Fyrri aukaspurning: Í sjónvarpsseríu frá 1994 fór víðfrægur breskur leikari með hlutverk Stalíns. Hann má sjá hér að ofan. Hver er leikarinn? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi, sem þá var hluti rússneska keisaraveldisins, fæddist Stalín? 2. Stalín var af óbreyttu alþýðufólki. Faðir hans starfaði við ... hvað? 3. ...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir