Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis

Úr­gang­ur­inn sem fer í GAJA inni­held­ur ein­göngu 70% líf­ræn­an úr­gang, en bæði finnst plast og þung­málm­ar í molt­unni. Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að ein­göngu mætti taka við líf­ræn­um úr­gangi. Stöð­in verð­ur ekki starf­rækt frek­ar á þessu ári.

Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis

Nýja 6 milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki starfsleyfi Umhverfisstofnunar um rekstur. Í gögnum sem Stundin hefur undir höndum sést hvar óhreinindarhlutfall úrgangsins, sem fer inn í stöðina, er allt of hátt og þar að leiðandi uppfyllir stöðin ekki kröfur sem settar voru af Umhverfisstofnun. Samkvæmt starfsleyfinu má eingöngu lífrænn úrgangur fara inn í stöðina. Eins og staðan er í dag er eingöngu 70% af þeim úrgangi sem er að fara inn í GAJA lífrænn úrgangur, hin 30% er blandaður úrgangur eins og plast, málmar, kaffihylki og jafnvel raftæki. Úr þessu er Sorpa svo að reyna að búa til moltu. 

Eingöngu 70% af úrgangnum sem fer inn í GAJA er lífrænn úrgangur

Þetta er ekki eina ákvæðið sem Sorpa brýtur gegn. Í starfsleyfinu kemur einnig skýrt fram að engin spilliefni mega fara inn í GAJA. Samkvæmt sömu gögnum sést hvar spilliefni eru að fara inn í vinnsluferli í GAJA.

Raftæki og rafhlöður í lífrænum úrgangi sem fór í GAJA

Samkvæmt starfsleyfi GAJA sem Sorpa fékk vegna rekstur hennar segir að eingöngu megi lífrænn úrgangur fara inn í stöðina. „Sorpu bs. er heimilt að taka á móti allt að 30.000 tonnum á ári af lífrænum heimilisúrgangi og allt að 10.000 tonnum af fljótandi lífrænum heimilisúrgangi til gasvinnslu og jarðgerðar, þ.e. vinnslu á jarðvegsbæti, í gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.“

Flokkunarvélar virka ekki sem skildi

Sorpa fjárfesti um 1,7 milljörðum króna í sérstökum flokkunarvélum sem áttu að vélflokka allan heimilisúrgang á höfuðborgarsvæðinu. Þá byggði Sorpa einnig sérstakt húsnæði undir flokkunarvélarnar. Forsvarsmenn Sorpu hafa farið í alla helstu fjölmiðla landsins og útskýrt þar fyrir almenningi hvernig meðal annars bleyjur, kattasandur og kaffihylki myndu verða flokkað í vélum og búin yrði til hágæða molta úr blönduðum heimilisúrgangi úr ruslatunnum íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Mikið magn af kaffihylkjum má finna í lífrænum úrgangi Sorpu

Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að flokkunarvélarnar ná ekki að hreinsa úrganginn nándar nærri vel eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Gögnin sýna að þegar Sorpa fær úrganginn til sín er hann um 50% lífrænn. Eftir að hann hefur svo verið keyrður í gegnum flokkunarvélar Sorpu er hann samt ekki nema 70% lífrænn. Þetta er langt frá því að uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar um starfsleyfi fyrir stöðina.

Umhverfisstofnun segir starfsleyfið sé skýrt 

Stundin spurði Umhverfisstofnun hvort þetta háa hlutfall óhreininda í úrgangi sem var að fara inn í GAJA uppfyllti starfsleyfiskröfur sem settar voru Sorpu segir stofnunin að svo sé ekki.

„Ef það er niðurstaðan þá nei, starfsleyfið er skýrt þar sem fram kemur að þeim er einungis heimilt að taka á móti lífrænum úrgangi í GAJA,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.

Þýðir þetta að Sorpa er í raun búin að vera brjóta skilyrði starfsleyfisins síðan gas- og jarðgerðarstöðin opnaði í ágúst í fyrra. Samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar tilkynnti Sorpa aldrei Umhverfisstofnun á neinum tímapunkti um þetta háa óhreinindarhlutfall á úrganginum sem var að fara inn í stöðina. 

Engin molta notanleg frá byrjun

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var greint frá því að allri moltuframleiðslu hefði  hætt þann 12. maí síðastliðinn. Frá þeim degi hefur engin moltuframleiðsla verið í stöðinni. Þá kom upp mygla nú fyrir stuttu og sögðu forsvarsmenn Sorpu að öll framleiðsla hefði fyrst þá verið stöðvuð í GAJA. Því er ekki samræmi í því sem forsvarsmenn Sorpu segja um nákvæmlega hvenær hætt var framleiðslu á moltu í stöðinni. Eftir að myglan kom upp sagði Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við RÚV að það yrði engin framleiðsla allt það ár.

Frá því að stöðin fór formlega í gang í ágúst í fyrra hefur öll molta sem framleidd hefur verið þar verið notuð til landgræðslu á urðunarstað. Þeir sérfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sú útskýring sé bara umhverfisleg bókhaldsbrella og annað orð fyrir að urða moltuna.

Efnið sem Sorpa ætlaði að búa til hágæða moltu úr

Moltan inniheldur þungamálma og plast

Efnamælingar sem Sorpa hefur birt sýna að moltan sem byggðasamlagið framleiðir er mikið menguð af þungmálmum og magn blýs, kadmíums, sinks og nikkels langt yfir leyfilegum mörkum.

Blý er einn þeirra málma sem getur verið hættulegastur umhverfinu og mannfólki. Samkvæmt tölum Sorpu er magn af blýi í moltunni sem þeir framleiða allt að sexfalt meira en leyfilegt er. Leyfilegt er að hafa 120 mg/kg af blýi, en moltan frá Sorpu inniheldur 798 mg/kg. Þá sýna efnaniðurstöður að magn kadmíums sé 29,7 mg/kg, en samkvæmt stöðlum frá Bretlandi er miðað við 1,5 mg/kg. Er því um að ræða allt að tuttugu sinnum meira magn. Sink mælist um 857 mg/kg en á að vera undir 800 mg/kg. Nikkel-magn er að mælast 56 mg/kg en á að vera undir 50 mg/kg. 

Þungmálmar eru ekki eina vandamálið í moltunni, því magn plasts er langt umfram það sem staðlar segja til um. Samkvæmt rannsóknum Sorpu er allt að 1,7 prósent af moltunni plast og gler um 5,5 prósent af moltunni. Ekki var mælt hversu mikið af málmum eða pappír var í moltunni eins og á að gera og getur því verið að óhreinindahlutfalli sé hærra. Samkvæmt stöðlum má moltan eingöngu innihalda 0,12 prósent plast. Er því um að ræða um 15 sinnum meira magn af plasti í moltunni en leyfilegt er. 

Mygla fannst í burðarvirki í glænýrri gas- og jarðgerðarstöð Sorpu

Þegar skoðað er betur hvernig Sorpa mældi magn plasts í moltunni kemur í ljós að ekki er um sérstaklega vísindalega aðferð að ræða. Aðferðin fól í sér að starfsmaður Sorpu tók plast úr moltunni með höndunum og þá eingöngu plast sem er stærra en 2 mm. Er því ekkert plast undir þeirri stærð mælt. Gæti því plasthlutfallið verið enn hærra en tölur Sorpu segja til um. 

Hefði moltunni verið dreift í íslenska náttúru hefði það samsvarað að dreifa árlega 200 tonnum af plasti með moltunni. Þá hefur einnig komið upp vandamál vegna magns E. Coli í moltunni. Sýna þessar niðurstöður því að umtalsvert vandamál er með moltuna sem Sorpa framleiðir og verður fyrirtækið því að urða alla moltuna sem stöðin framleiðir.

Frá 11. mars til 12. maí hefur Sorpa urðað yfir 267 tonn af moltu sem félagið hefur framleitt. Engin molta sem hefur komið úr GAJA hefur staðist gæðakröfur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár