Um árabil hefur ýmis konar úrgangur verið urðaður á urðunarstaðnum Bolöldu í heimildarleysi. Svæðið er skammt frá vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa. Allt gler Endurvinnslunnar hf. er einnig urðað þar.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
4
Þúsundir tonna endurvinnanlegs úrgangs urðuð í þjóðlendu
Allt að fimm þúsund tonn af endurvinnanlegu gleri er nú urðað árlega í Bolöldu. Fyrirtækið Endurvinnslan hf. sparar sér tugi milljóna króna með þessu í stað þess að endurvinna það.
ÚttektEndurvinnsla á Íslandi
3
Útgerðin ver sérsamninga með kjafti og klóm
Sjávarútvegurinn hefur sloppið við að greiða hundruð milljóna króna í úrvinnslugjald vegna sérsamnings við stjórnvöld. Stórútgerðin er ein um að njóta slíkra fríðinda og ver þau af hörku. Heimtuðu að neikvæð umsögn Umhverfisstofnunar yrði dregin til baka og krefjast upplýsinga um samtöl starfsmanna Umhverfisstofnunar.
ViðtalPlastið fundið
2
Íslenska plastið í Svíþjóð: „Stuttu seinna komu rotturnar og flugurnar“
Íslenska plastið sem Stundin fann í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð hefur verið lifandi martröð fyrir nágranna þess undanfarin fimm ár. Enn hefur plastið ekki verið fjarlægt nú tæpum tveim mánuðum eftir að Stundin greindi frá málinu.
FréttirPlastið fundið
4
Tveir stjórnarmenn Úrvinnslusjóðs segja af sér - Rannsókn í gangi
Bryndís Gunnlaugsdóttir, stjórnarmaður fyrir hönd Samband íslenskra sveitarfélaga, og Hlíðar Þór Hreinsson, stjórnarmaður fyrir hönd Félags atvinnurekanda og framkvæmdastjóri Heimilistækja, hafa sagt af sér úr stjórn Úrvinnslusjóðs. Ríkisendurskoðun er nú að rannsaka sjóðinn.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
1
Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs vissi af plastinu en aðhafðist ekkert
Í tölvupóstum milli Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, og Leif Karlson, framkvæmdastjóra sænska enduvinnslufyrirtækisins Swerec, kemur skýrt fram að þegar árið 2020 hafi Ólafur haft vitneskju um að mikið magn íslensks plasts væri geymt í vöruskemmu í Svíþjóð „Vona að þetta sjái um blaðamanninn,“ var það sem Leif skrifaði um tölur um endurvinnsluhlutfall plasts frá fyrirtækinu. Þær tölur reyndust rangar.
FréttirPlastið fundið
Úrvinnslusjóður útskýrir ekki aðgerðarleysi
Stjórnendur Úrvinnslusjóðs hafa ekki svarað því af hverju ekki var brugðist við fyrr vegna þess mikla magns plasts sem hefur legið óhreyft í um fimm ár í Svíþjóð. Stjórn sjóðsins hefur haft vitneskju um málið í meira en ár og hefur það verið til umræðu á fundum hennar.
FréttirPlastið fundið
3
Vissu af íslenska plastinu í meira en ár: „Kom okkur algjörlega á óvart“
Stjórn Úrvinnslusjóðs sendi frá sér bréf í gær þar sem sjóðurinn óskar eftir því að Swerec fjarlægi íslenska plastið úr vöruhúsinu í Svíþjóð. Í bréfinu segir að fréttaflutningur Stundarinnar síðustu viku hafi komið stjórn sjóðsins algjörlega á óvart, þrátt fyrir að sjóðurinn hafi haft vitneskju um plastið í meira en ár.
FréttirPlastið fundið
7
„Alls ekki, alls ekki“ þörf á frekari rannsóknum vegna íslenska plastsins
Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, telur enga þörf á frekari rannsóknum vegna þess mikla magns plasts sem Stundin fann í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð. Hann segir nýja eigendur komna að Swerec, þótt framkvæmdastjóri fyrirtækisins segi svo ekki vera. Úrvinnslusjóður aðhafðist ekkert í meira en ár eftir að greint var frá íslenska plasthaugnum. Sjóðurinn er nú til rannsóknar.
FréttirPlastið fundið
Úrvinnslusjóður vissi af plastinu en aðhafðist ekkert í meira en ár
Staðfest er að Úrvinnslusjóður, sem hefur það hlutverk að framfylgja endurvinnslu á Íslandi, vissi í meira en ár af miklu magni af íslensku plasti sem var aldrei endurunnið af sænska fyrirtækinu Swerec þrátt fyrir að greitt hefði verið fyrir það. Stundin greindi frá plastinu í október 2020, umfjöllunin var rædd á stjórnarfundi og stjórn sjóðsins fagnaði umfjöllun Stundarinnar, án þess þó að aðhafast vegna plastsins.
AfhjúpunPlastið fundið
6
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
Stundin fann allt að 1.500 tonn af íslensku plasti sem hefur legið óhreyft í um fimm ár í vöruhúsi í Svíþjóð. Allt plastið var sagt endurunnið eða endurnýtt samkvæmt tölfræði Úrvinnslusjóðs og var íslenskum endurvinnslufyrirtækjum greitt um hundrað milljónir króna fyrir að senda það í endurvinnslu. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir Úrvinnslusjóð bera ábyrgð á að íslenskt plast sé í raun endurunnið. Plastið sligar palestínska flóttamannafjölskyldu í Svíþjóð sem greiðir nú fyrir úrvinnslu á því.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
7
Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir af sér
Laufey Helga Guðmundsdóttir, skipaður stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs af umhverfisráðherra, hefur sagt af sér. Alþingi óskaði eftir því að ríkisendurskoðun rannsakaði starfsemi sjóðsins. Sjóðurinn veltir milljörðum króna á ári hverju.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.