Fréttamál

Endurvinnsla á Íslandi

Greinar

Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Ráðuneyti segir ríkisforstjóra hafa þegið milljónir í laun án heimildar
AfhjúpunEndurvinnsla á Íslandi

Ráðu­neyti seg­ir rík­is­for­stjóra hafa þeg­ið millj­ón­ir í laun án heim­ild­ar

Fram­kvæmda­stjóri Úr­vinnslu­sjóðs hef­ur í 7 ár feng­ið greidd laun fyr­ir starf sem lagt var nið­ur ár­ið 2015. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið seg­ir fram­kvæmda­stjór­ann ekki hafa gert þetta í góðri trú og hvet­ur stjórn til að krefja hann um end­ur­greiðslu, en allt að helm­ing­ur upp­hæð­ar­inn­ar er þeg­ar fyrnd­ur.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.
Ríkisendurskoðun: Úrvinnslusjóður ræður ekki við hlutverk sitt og eftirlit er í skötulíki
FréttirPlastið fundið

Rík­is­end­ur­skoð­un: Úr­vinnslu­sjóð­ur ræð­ur ekki við hlut­verk sitt og eft­ir­lit er í skötu­líki

Stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af starf­semi Úr­vinnslu­sjóðs. Starfs­fólk ræð­ur ekki við verk­efni sjóðs­ins, ekk­ert innra eft­ir­lit er til stað­ar og deil­ur inn­an stjórn­ar. Ekki er virkt eft­ir­lit með því hvort reikn­ing­ar sem sjóðn­um ber­ast séu raunsann­ir held­ur er treyst á gögn frá þeim sem reikn­ing­ana senda. Þá fer ekki fram sjálf­stætt eft­ir­lit af hálfu sjóðs­ins með þeim fyr­ir­tækj­um sem taka við úr­gangi og ráð­stafa hon­um.
Stjórn Úrvinnslusjóðs og sendinefndin verði kölluð fyrir þingnefnd
FréttirPlastið fundið

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs og sendi­nefnd­in verði köll­uð fyr­ir þing­nefnd

„Mér finnst, enn sem kom­ið er, þetta ekki líta vel út,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, formað­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is um ís­lenska plast­ið sem fannst í miklu magni í vöru­skemmu í Sví­þjóð í fyrra og við­brögð sendi­nefnd­ar og stjórn­ar Úr­vinnslu­sjóðs við frétt­um Stund­ar­inn­ar af því. Vil­hjálm­ur hyggst óska eft­ir því að stjórn Úr­vinnslu­sjóðs og nefnd­in sem fór í vett­vangs­ferð í vöru­skemm­una og skil­aði að því loknu skýrslu, komi fyr­ir nefnd­ina.

Mest lesið undanfarið ár