Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir

Sóttvarnarbrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta, bíður enn afgreiðslu á ákærusviði lögreglu. Tíu mál er varða sóttvarnarbrot hafa beðið í meira en fjóra mánuði. Einn virkur dagur er þar til málið kemst í þann flokk.
Samkoma í Ásmundarsal að kvöldi Þorláksmessu, sem sótt var af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, er eitt þeirra sóttvarnarbrota sem enn bíða afgreiðslu á ákærusviði lögreglu.
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðsins, segir í samtali við Stundina að eins og staðan sé núna megi vænta þess að málið verði afgreitt á næstu vikum. Það verði gert innan þess ramma sem sviðið hefur sett sér að afgreiða slík brot, sem eru fjórir mánuðir.
Lögregla sendi málið til ákærusviðs í lok janúar svo einn virkur dagur er til stefnu ef klára á málið innan þessa ramma.
Þegar Stundin spurðist fyrir um málið í byrjun apríl fengust þau svör að „þúsundir mála“ væru í rannsókn og biðu afgreiðslu ákærusviðsins. „[O]g það er ekkert óeðlilegt við það þótt þau séu einhverja mánuði, jafnvel ár til meðferðar,“ sagði Hulda Elsa þá.
„Við höfum reynt að afgreiða sóttvarnarbrot innan 4 mánaða en vegna mikils álags á embættinu, og sérstaklega …
Athugasemdir