Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sakborningur í Samherjamálinu sendir ráð um fiskveiðiauðlindir Namibíu úr fangelsinu

Sacky Shangala sendi 31 blað­síðu grein til Swapo-flokks­ins þar sem hann veiti flokkn­um ráð­legg­ing­ar. Shangala er sak­born­ing­ur í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu en rétt­ar­höld í því munu hefjast í apríl. Ráð­gjöf Shangala hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnd í Namib­íu.

Sakborningur í Samherjamálinu sendir ráð um fiskveiðiauðlindir Namibíu úr fangelsinu
Segja Swapo að hlusta ekki á Sacky Álitsgjafar í Namibíu segja Swapo-flokknum að hlusta ekki á Sacky Shangala og ráðleggingar hans. Shangala sést hér í Hafnarfjarðarhöfn ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni og öðrum viðskiptaafélögum sínum í Íslandsheimsókn hjá Samherja fyrir nokkrum árum.

Einn af sakborningunum í Samherjamálinu í Nambíu, Sacky Shangala, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa þegið mútur frá Samherja hefur sent 31 blaðsíðu langan texta til Swapo-flokksins þar sem hann veitir flokknum ráðleggingar, meðal annars um stefnumörkun við nýtingu á fiskveiðiauðlindum landsins.

Shangala er meðlimur í Swapo-flokknum sem hefur fengið meirihluta í öllum þingkosningum í landinu frá því að landið fékk sjálfstæði fyrir 30 árum. Segja má að skilin á milli Swapo-flokksins og ríkisvaldsins geti verið nokkuð óljós af þessum ástæðum þar sem Swapo situr alltaf einn á valdastóli í landinu. 

Flokkurinn tapaði miklu fylgi í þingkosningum í kjölfar þess að Samherjamálið kom upp í nóvember árið 2019 í umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks. 

Texti Shangala, sem er fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, er settur upp eins og fræðileg ritgerð og ber yfirskriftina „A Modern Economic, Social and Political Program - Namibian Socialism.“ Réttarhöldin yfir Shangala, sem meðal annars verður ákærður fyrir mútuþægni, meinsæri og peningaþvætti, og öðrum sakborningum í Samherjamálinu munu hefjast í Namibíu í apríl. Shangala, sem er lögfræðimenntaður, er með langa reynslu af opinberum störfum í Namibíu þrát fyrir að vera einungis 44 ára gamall.

Hann var aðal hugmyndafræðingurinn í svokölluðum Namgomar-snúningi með Samherja sem snérist um að misnota milliríkjasamning við Angóla til að útvega útgerðinni kvóta. Endanlega var samið um greiðslur frá Samherja til Shangala og viðskiptafélaga hans vegna þessara viðskipta í höfuðstöðvum Samherja í Katrínartúni í ágúst árið 2014. 

Eins og fræðileg ritgerðSkrif Shangala eru 31 blaðsíða og er sett fram eins og fræðileg ritgerð. Hér er fyrsta síðan.

Sósíalismi vs. blandað hagkerfi

Eitt af því sem Shangala segir í skrifum sínum er að opinber skilgreining á Swapo-flokknum sem sósíalistaflokki gangi gegn því sem fram kemur fram í stjórnarskrá Namibíu, að í landinu sé ríkjandi blandað hagkerfi. Shangala telur að Swapo-flokkurinn sé í reynd ekki sósíalistaflokkur þó hann hafi verið það einu sinni, að pólitísk stefnumörkun flokksins í orði þurfi að ríma við það hvað hann er í reynd. „Nú um stundir er ekki til neitt Swapo-skjal þar sem fram kemur skilgreining á því hvað felst í sósíalisma með namibískum sérkennum og enn síður er til einhver skilgreining á því í hverju þessi sósíalismi birtist og hvernig hann virkar í reynd,“ segir Shangala meðal annars í skrifum sínum. 

Samkvæmt Shangala þarf Swapo-flokkurinn því annað hvort að breyta stefnuskrá sinni, sem er frá árinu 1991 þegar Namibía fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku, eða að breyta þarf stjórnarskránni þannig að hún rími við stefnuskrá Swapo-flokksins. 

„Mér finnst út í hött af honum að tjá sig um framtíð Swapo-flokksins þegar hann sjálfur er ein af ástæðunum fyrir þeim vandræðum sem flokkurinn á í núna,“
Graham Hopwood

Álitsgjafi: Fráleitt að ráðin komi frá Sacky

Þessi texti Shangala hefur vakið hörð viðbrögð hjá mörgum stjórnmálaskýrendum og álitsgjöfum í Namibíu og hefur meðal annars verið bent á hversu kaldhæðnislegt það sé að Shangala sé að veita Swapo-flokknum ráðleggingar þegar hann er sjálfur ein af helstu ástæðunum fyrir því af hverju Swapo-flokkurinn og stjórnkerfið í Namibíu eiga í tilvistarkreppu um þessar mundir.  Samherjamálið er stærsta spillingarmál sem komið hefur upp í sögu landsins. 

Graham Hopwood, stjórnandi stofnunar í Namibíu sem heitir Public Policy Research (IPPR), sem fjalllar um stjórnmál og stjórnsýslu, segir meðal annars í viðtali við namibíska blaðið The Namibian að þessi viðleitni Shangala sé fráleit. „Það er fáránlegt af honum að reyna að greina ástandið. Ég vil ekki fara í smáatriðum ofan í einstaka staðhæfingar hans vegna þess að mér finnst út í hött af honum að tjá sig um framtíð Swapo-flokksins þegar hann sjálfur er ein af ástæðunum fyrir þeim vandræðum sem flokkurinn á í núna,“ segir Hopwood. 

Forsíða The Namibian á miðvikudaginn

Þessari gagnrýni á skrif og umvandandi Sacky komu fram í forsíðufrétt The Namibian á miðvikudaginn. 

Ekki ríkt af auðlindum

Annað sem Shangala talar í skrifum sínum er að öfugt við það sem oft er sagt um Namibíu þá sé landið í reynd ekki ríkt af nátturuauðlindum, meðal annars fiski og öðrum sjávardýrum. „Þegar kemur að veiðum á sjávardýrum og fiskveiðum þá eru einungis sex fisktegundir sem hafa verið kvótasettar: lýsingur, steinahumar, rauðkrabbi, skötuselur, hestamakríll og selir … […] Þrátt fyrir 2000 km strandlengju sem nýtur Benguela-straumsins þá eru eru fiskveiðiauðlindir Namibíu takmarkaðar,“ segir Shangala í texta sínum og bendir á að fyrir vikið eigi Namibía erfitt með að koma sér upp gjaldeyrissvaraforða vegna of lítils útflutnings. 

Shangala segir að tölur um útflutning Namibíu tali sínu máli og ríkið sé ekki auðugt af náttúruauðlindum, öfugt við til dæmis Mósambík þar sem mikið er um jarðgas. „Eins og umræðan hér að ofan sýnir þarf Namibía að endurskoða þá hugmynd að landið sé ríkt af náttúruauðlindum þar sem tölurnar segja aðra sögu.“

Eitt af vandamálunum við þessi orð Shangala, segir áðurnefndur Graham Hopwood, er að hann er sjálfur ásakaður um og ákærður fyrir mútuþægni í tengslum við fiskveiðiauðlindir Namibíu. Sú staðreynd að fiskveiðiauðlindir Namibíu eru ekki nægilega tekjuskapandi fyrir landið er því meðal annars Sacky sjálfum að kenna þar sem peningarnir sem Samherji greiddi fyrir aðgang að hestmakrílskvótanum í Namibíu runnu að stóru leyti í vasa Shangala og viðskiptafélaga hans í Swapo-flokknum en ekki til ríkisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
5
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
6
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
8
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
10
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu