Landið sem í dag heitir Namibía var áður þýsk nýlenda sem gekk undir nafninu Suðvestur-Afríka til aðgreiningar frá Suður-Afríku. Eftir fyrri heimsstyrjöldina 1915, þar sem meðal annars Þýskaland laut í lægra haldi fyrir herjum Breta, Frakka og fleiri þjóða, var nýlendan tekin af Þjóðverjum og færð undir stjórn Suður-Afríku. Búinn Jan Smuts, herforingi og forsætisráðherra Suður-Afríku og einn valdamesti maður landsins á fyrri hluta tuttugustu aldar, vildi gera landsvæðið að fimmta héraðinu í Suður-Afríku en þessar hugmyndir hlutu ekki náð fyrir augum alþjóðasamfélagsins og árið 1946 höfnuðu Sameinuðu þjóðirnar þessum innlimunartilraunum.
Eins og komið hefur fram í umfjöunum Stundarinnar, Kveiks og Al Jazeera sem unnar eru í samstarfi við Wikieaks þá hefur Samherji stundað stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu síðastiðin ár.
Næstu áratugina barðist Suður-Afríka við að halda yfirráðum yfir Suðvestur-Afríku en á svæðinu voru hópar sem vildu að landið fengi sjálfstæði. Aðskilnaðarstefna og kynþáttahyggja Suður-Afríku var …
Athugasemdir