Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði

Jó­hann Sig­ur­jóns­son lækn­ir seg­ir að með því að etja ferða­löng­um í lang­ferð­ir milli lands­hluta eft­ir kom­una til lands­ins án til­lits til að­stæðna sé ver­ið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suð­vest­ur­horn­inu áð­ur en það legg­ur í lang­ferð­ir eft­ir kom­una til lands­ins.

Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Ferðalöngum att milli landshluta óháð aðstæðum Jóhann Sigurjónsson læknir gagnrýnir að fólki sem kemur til landsins sé gert að fara tafarlaust á þann stað sem það hyggst dvelja í sóttkví á án þess að tillit sé tekið til dagsbirtu, þreytu, færðar og veðurs. Mynd: Úr einkasafni

Alvarlegar misfellur eru í framkvæmd sóttvarnaraðgerða þegar kemur að skimunarsóttkví ferðalanga, svo miklar að vel er mögulegt að þær hafi valdið fólki skaða. Með því að leggja ofuráherslu á að fólk fari beinustu leið á þann stað sem það hefur gefið upp sem sóttkvíarstað, óháð tíma dags, ferðatíma fyrir komuna til landsins, vegalengda og færðar á vegum sé verið að leggja fólk í hættu. Þó ekki sé hægt að fullyrða um orsakir slyssins í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn laugardag, sem varð til þess að kona lét lífið og eiginmaður hennar og barn slösuðust, þá er ljóst að fólkið hafði verið á ferð alla nóttina, eftir langt ferðalag frá útlöndum, og aksturskilyrði voru mjög slæm auk þess sem myrkur var.

Þetta er mat Jóhanns Sigurjónssonar læknis, sem búsettur er í Lundi í Svíþjóð en kemur reglulega til starfa á Ísafirði. Jóhann var sjálfur með í för í lögreglubílnum sem kom á vettvang slyssins í Skötufirði síðastliðinn laugardag. Hann segir að þrátt fyrir að um þaulþjálfaðan ökumann hafi verið að ræða, á besta hugsanlega bíl til að keyra við þessar aðstæður, hafi verið ómögulegt að komast hraðar yfir en áttatíu kílómetra á klukkustund þar sem best lét. „Aðstæður á veginum í Skötufirði á laugardagsmorgun voru verstu mögulegar aðstæður til aksturs, ég fullyrði það, krapi ofan á svellbunkum og flughált,“ segir Jóhann í samtali við Stundina.

„Með því að etja fólki í þessi langferðalög er verið að stafla upp áhættuþáttum“

Jóhann segir að hann hafi frá því í haust í þrígang komið til landsins og farið til Ísafjarðar í vinnuerindum. Í öll skiptin hafi hann kosið að undirgangast tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Hann segir að allt frá því í haust hafi hann haft áhyggjur af því að hversu mikil áhersla sé lögð á það við fólk sem kemur til landsins að það komi sér án tafar milli landshluta, án tillits til aðstæðna. „Mér hefur fundist augljós áhættan við að etja fólki í slík ferðalög, en talað fyrir algerlega daufum eyrum fulltrúa yfirvalda í Keflavík. Mér finnst þetta mjög óvarlegt og raunar er það mjög svekkjandi að yfirvöld noti ekki tækifærið og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að auka varkárni. Þarna er kjörið tækifæri til þess að leggja lóð á vogarskál þess að fólk fari varlega í umferðinni. Óháð Covid hefur fólk verið að taka rangar ákvarðanir og keyra á milli í vitlausum veðrum. Með því að etja fólki í þessi langferðalög er verið að stafla upp áhættuþáttum. Þarna ertu með örþreytt fólk, á versta tíma sólarhrings, við verstu mögulegar aðstæður.“

Gagnrýnir framkvæmdina

Jóhann leggur áherslu á að hann sé ekki að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir yfirvalda sem slíkar heldur telur hann tvöföldu skimunina og sóttkvínna þar á milli skilvirka og vel heppnaða leið til að koma í veg fyrir að veiran berist inn í landið. Hann gagnrýni hins vegar framkvæmdina.

Fyrir komu til landsins er ferðalöngum gert að skrá aðeins einn dvalarstað þar sem það hyggst dvelja á meðan á sóttkví stendur. Í tilviki Jóhanns hefur hann skráð heimilsfang foreldra sinna á Ísafirði þar sem hann hefur ætlað sér að dveljast. Við komuna til landsins hefur hann í öllum tilvikum fengið afhentan bæklinga um hvaða reglur gildi í sóttkví og einnig rætt við landamæraverði en landamærvörðum er uppálagt að ræða við alla sem til landsins koma. Í bæklingnum má finna eftirfarandi málsgrein: ,,Ef brýna nauðsyn ber til má gista eina nótt í sóttkví nærri landamærastöð áður en ferðast er til endanlegs dvalarstaðar í sóttkví."

Jóhann segir að ekkert komi í veg fyrir að sóttkví sé skipt upp í tvennt, þannig að fólk dvelji fyrstu nótt á suðvesturhorninu, og haldi svo áfram ferðalaginu á þann stað sem dvelja eigi á næstu daga fram að seinni skimun. „Það eru fjöldi hótela á suðvesturhorninu sem bjóða upp á sérstaklega hagstæða gistingu fyrir fólk sem er í þessum sporum en upplýsingarnar ná einhverra hluta vegna ekki fram.“

Lætur sér ekki til hugar koma að keyra beint vestur

Jóhann lýsir því að hann hafi í þessi þrjú skipti sem hann hefur komið til landsins verið að lenda um kaffileytið eftir sex til sjö klukkustunda ferðalag til landsins. Þess má geta að vegalengdin milli Keflavíkurflugvallar og Ísafjarðar eru 500 kílómetrar og má gera ráð fyrir að ekki taki styttri tíma að keyra þá vegalengd en ríflega sex klukkustundir, miðað við eðlilegan hraða og góð akstursskilyrði og að hvergi sé stoppað.

„Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni“

Jóhann segir að hann hafi í fyrstu ferðinni til landsins í september spurt sérstaklega hvort hann mætti gista eina nótt í mannlausu húsnæði sem hann hefði aðgang að í Reykjavík og halda ferðinn áfram vestur morguninn eftir. „Ég bar fyrir mig þreytu eftir langt ferðalag, veðurspá sem var betri daginn eftir og að ég kysi að keyra í dagsbirtu. Svarið var einfalt og afdráttarlaust: Nei. – Þreyta ökumanns, tími sólarhrings og birtuskilyrði teldust ekki gildar ástæður til að hangsa á leiðinni. Ég maldaði í móinn og bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir.“

Jóhann kom síðast til landins fyrir rúmri viku síðan með þriggja ára son sinn sem hann bar á handleggnum í samtali við landamæravörð, þeir báðir þreyttir eftir ferðalagin. Skilaboðin hafi þá verið þau sömu og áður. „Hunskist á áfangastað, án tafar – Gildir einu hvort það er í Hafnarfirði eða á Ísafirði.

Skemmst er frá því að segja að ég hef í öllum ferðum mínum hunsað þessi boð og sofið eina nótt fyrir sunnan og keyrt úthvíldur vestur í dagsbirtu morguninn eftir.“

„Ég er mjög fegin því að það virðist eiga að taka þetta til skynsamlegrar skoðunar. Ef það gerist hins vegar ekki þá eigum við að fella áfellisdóm“

Jóhann vill að fólk verði beinlínis hvatt til þess að haga ferðalögum sínum með þessum hætti, í nafni umferðaröryggis og öryggis fólks. „Það er verið að bjóða hættunni heim með því að leggja svona hart að fólki að halda ferð sinni áfram og að sama skapi erum við að missa af kjörnu tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um hættuna samfara þreytu í umferðinni. Þreyta er að minnsta kosti jafn hættuleg og ölvun og lyfjaneysla við akstur. Ég sjálfur myndi aldrei, núna eftir að ég komst til vits og ár, myndi aldrei keyra beint vestur eftir komu til landsins, ekki einu sinni við bestu aðstæður.“

Jóhann segir að hann hafi bent á þetta á samráðsfundi sem haldinn var á sunnudaginn eftir slysið í Skötufirði. Kollegi hans hafi tekið málið upp á samráðsfundi almannavarna einnig. „Svo er máttur Facebook þannig að skólafélagi minn úr grunnskóla er kvæntur konu sem er innsti koppur í búri hjá almannavörnum og þau tóku þetta fyrir á fundi strax í morgun. Ég er mjög ánægður með öll þau viðbrögð sem ég hef fengið að heyra. Það virðist vera að skynsemin fái að ráða í þessu, að málin séu rædd af yfirvegun og ég er mjög fegin því að það virðist eiga að taka þetta til skynsamlegrar skoðunar. Ef það gerist hins vegar ekki þá eigum við að fella áfellisdóm.“

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár