Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga

Kristján Þór Júlí­us­son, at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, er ósam­mála því mati stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að kom­ast þurfi að því hvað Jó­hanni Guð­munds­syni gekk til. Ráð­herr­ann tel­ur að máli Jó­hanns sé lok­ið jafn­vel þó það hafi ekki ver­ið upp­lýst.

Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
Málinu lokið þó það sé óupplýst Kristján Þór sagði í svörum sínum á Alþingi í gær að máli Jóhanns Guðmundssonar sé lokið innan ráðuneytis hans þrátt fyrir að vera óupplýst. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

Kristján Þór Júlíusson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, telur ekki þörf á að komast að því af hverju og á hvaða forsendum skrifstofustjóri í ráðuneyti hans lét fresta birtingu laga um fiskeldi sumarið 2019. Ráðherrann virðist ekki vita af hverju skrifstofustjórinn, Jóhann Guðmundsson, lét fresta lagabirtingunni í Stjórnartíðindum með því að vísa til hagsmuna laxeldisfyrirtækja og að hann telji málinu vera lokið innan ráðuneytis hans jafnvel þó að hann viti ekki hvað skrifstofustjóranum gekk til. Þetta kemur fram í svari frá Kristjáni Þór við fyrirspurn þingmanns Flokks fólksins, Ingu Sæland, um málið. Svarið var birt á Alþingisvefnum í gær. 

Stundin hefur fjallað um mál Jóhanns síðustu vikurnar. Hann hringdi í ritstjóra Stjórnartíðinda þann 15. júlí 2019 þegar hann gegndi starfi skrifstofustjóra laxeldis og lét fresta birtingu nýrra laga um fiskeldi á þeim forsendum að laxeldisfyrirtæki hefðu fengið frest til að skila inn gögnum um laxeldisáform sín til 17. júlí. Ef lögin hefðu verið birt og tekið gildi áður en laxeldisfyrirtækin þrjú skiluðu inn gögnunum hefðu nýju og strangari lögin um laxeldi gilt um þessi áform. Með því að fresta lagabirtingunni þar til eftir að laxeldisfyrirtækin þrjú, Arnarlax, Arctic Fish og Fiskeldi Austfjarða, skiluðu inn gögnunum til Skipulagsstofnunar giltu gömlu lögin um fiskeldi um þessi áform.

„Hlutaðeigandi starfsmaður lét af störfum áður en þessari athugun lauk, og er því málinu lokið innan ráðuneytisins.“

Um er að ræða laxeldisáform sem verðleggja má á 85 milljarða króna í ljósi þess verðs sem norsk laxeldisfyrirtæki greiddu fyrir nýja laxeldiskvóta í Noregi árið 2018.

Ekkert svar en rannsókn óþörf

Inga Sæland spurði Kristján að því hvort hann teldi að rannsaka þyrfi af hverju Jóhann lét fresta lagabirtingunni. Hún spurði: „Telur ráðherra ástæðu til að rannsakað verði það verklag sem var viðhaft á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis að fresta til 18. júlí 2019 að láta birta í Stjórnartíðindum ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi 20. júní 2019, sbr. frétt Stundarinnar 23. október 2020?“

Svar Kristjáns Þórs við þessari spurningu er á þá leið að jafnvel þó ráðuneytið viti ekki af hverju Jóhann gerði þá þetta þá telji það að málinu sé lokið: „Ráðuneytið hefur látið fara fram athugun á þessum embættisfærslum innan ráðuneytisins með hliðsjón af ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hlutaðeigandi starfsmaður lét af störfum áður en þessari athugun lauk, og er því málinu lokið innan ráðuneytisins.“

Athugun ráðuneytisins á málinu lauk sem sagt ekki, ráðuneytið veit ekki hvað Jóhanni gekk til og telur sig ekki þurfa að vita það. 

Eins og Stundin hefur margoft greint frá hefur blaðið ekki náð í Jóhann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Miðað við svör Kristjáns Þórs þá veit ráðuneytið ekki hvort Jóhann hafi verið að ganga erinda einhvers eða einhverra þegar hann hringdi umrætt símtal.

Í svörum ráðuneytisins til Stundarinnar hefur komið fram að Jóhann hafi hringt í Stjórnartíðindi að eigin frumkvæði en miðað við svör Kristjáns Þórs þá getur ráðuneytið ekki vitað hvort þetta er satt þar sem það kláraði ekki athugun sína á málinu. Ráðuneytið getur því bara fullyrt að enginn innan ráðuneytisins hafi sagt Jóhanni að hringja umrætt símtal. 

Spurði um mál Jóhanns GuðmundssonarInga Sæland spurði Kristján Þór um mál Jóhanns Guðmundssonar.

Frétti fyrst af málinu í sumar

Inga Sæland spurði Kristján Þór einnig að því hvenær hann frétti af því að birtingu laganna hefði verið frestað. Hún spurði: „Hvenær varð ráðherra ljós þessi fyrirætlan um frestun á birtingu laganna og hver var ástæðan fyrir henni?“

Svar Kristjáns við þessu var: „Yfirstjórn ráðuneytisins fékk fyrst upplýsingar um málið 7. júlí 2020. Þá þegar hófst athugun á málinu. Ekki er að finna upplýsingar í málaskrá ráðuneytisins um ástæður frestunar á birtingu laganna.“

Ráðuneytið greindi ekki opinberlega frá þessum afskiptum Jóhanns eftir að það komst að þeim nú í sumar og það var ekki fyrr en að fjölmiðlar spurðust fyrir um það að málið varð opinbert. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir nú eigin athugun á málinu og virðist nefndin ekki vera á sömu skoðun og ráðuneytið að ekki þurfi að upplýsa um hvað Jóhanni gekk til og á hvaða forsendum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kær­an sagði Jó­hann hafa hygl­að Arn­ar­laxi í ráðu­neyt­inu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Á vettvangi“ er vinsælasta hlaðvarp landsins
10
FréttirÁ vettvangi

„Á vett­vangi“ er vin­sæl­asta hlað­varp lands­ins

Fyrsti þátt­ur­inn í nýrri hlað­varps­þáttar­öð sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur unn­ið í sam­starfi við Heim­ild­ina náði því að verða mest áhlustaða ís­lenska hlað­varp lands­ins í lið­inni viku. Í þátt­un­um fylg­ir Jó­hann­es kyn­ferð­is­brota­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir í um tveggja mán­aða skeið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár