Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skandinavískt raunsæi, gjörningarverk og aldamótarokk

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 2.-15. októ­ber.

Skandinavískt raunsæi, gjörningarverk og aldamótarokk

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns og að fjöldatakmarkanir geta átt við. 

MSEA, Holdgervlar

Hvar? Mengi
Hvenær? 16. október kl. 20.30
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

MSEA er kanadísk tónlistarkona sem hefur sest að á Íslandi og komið fram víðs vegar. Í tónverkum hennar skapar hún flókinn hugarheim þar sem fegurð og óþægindi tengjast órjúfanlegum böndum. Á nýjustu plötu sinni, I turned into a familiar shape, gerir MSEA upp heimilisofbeldi sem hún upplifði og afleiðingar þess. Hún fer í gegnum ferli sem tengjast því að búa við ofbeldissamband, sjálfsréttlætinguna sem fylgir því og erfiðleikana sem fylgja því að komast út úr slíku sambandi og gera upp fortíðina. Þrátt fyrir þung efnistök er tónlistin einnig heilandi og full af von. Tvíeykið Holdgervlar hita upp, en nýjasta tónlistarmyndband MSEA, „Winter bodies“, verður einnig frumsýnt.

Föstudagspartísýning: Charlie’s Angels

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 2. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Charlie’s Angels-kvikmyndin frá árinu 2000 andaði fersku lofti í seríu sem hafði legið í dvala í næstum tvo áratugi. Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu njóta sín sem englarnir þrír, hörkukvendi og eðalnjósnarar sem eru ítrekað vanmetin í karllægu samfélagi. Myndin er stútfull af hasaratriðum og gríni.

Tréð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 3. október kl. 13.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Tréð er einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab. Alex missir fjölskyldu sína í jarðskjálfta en nær að bjarga sítrónutré þess. Hann leggur í langt ferðalag og lendir í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.

Í leit að töfrum

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 3. október kl. 12–17.30
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndlistartvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson fékk til liðs við sig hóp ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólks, samtaka, aðgerðarsinna og almennra borgara til þess að skapa í samstarfi fjölradda tónlistar- og myndlistargjörning við allar 114 greinar nýju íslensku stjórnarskrártillagnanna frá 2011.

Vestur í bláinn – lokafögnuður

Hvar? Iðnó
Hvenær? 3. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Vestur í bláinn er fjölþætt tón­list­ar- og mynd­list­ar­verkefni um innflytjendur á Íslandi. Verkefnið miðar að því að bjóða upp á rými fyrir alls konar og margvíslegar raddir, ólík tungumál og ólíkar sögur af fólki af fjölbreytilegum uppruna. Á þessu lokahófi verður tónlist verkefnisins flutt af hópi listamanna.

Útlendingurinn

Hvar? Borgarbíó
Hvenær? 2., 3., 4., 7., 8., 9., & 10. október
Aðgangseyrir: 6.950 kr.

Leiksýningin Útlendingurinn er skandinavískt raunsæisglæpadrama þar sem mál „Ísdalskonunnar“ er nálgast á frumlegan hátt og nýjar kenningar dregnar fram í dagsljósið. Annað verkið frá sama listræna teymi og setti upp verðlaunasýninguna Club Romantica, en það var fyrsti hluti þessa ráðgátuþríleiks.

Jeff who?, SKE

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 10. október kl. 20.00
Aðgangeyrir: 2.500 kr.

Rokkararnir í Jeff Who? gerðu garðinn frægan með plötunni Death Before Disco. Sveitin hefur legið í dvala síðasta áratug, en nú, fimmtán árum síðar, koma þeir aftur saman til að fagna útgáfu frumraunar sinnar. Búast má við öllum slögurunum og háværu la-la-i frá áhorfendum. Þeim til stuðnings hitar SKE upp.

Sunnefa

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 10., 18. & 24. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Sunnefa er kvennatvíleikur þar sem kafað er ofan í magnaða sögu Sunnefu Jónsdóttur, ungrar konu sem var tvívegis dæmd til drekkingar snemma á átjándu öld. Hún var ásökuð um að eignast börn með bróður sínum en í réttarhöldunum hélt hún því fram að raunverulegur faðir barnanna væri sýslumaðurinn sem sótti hana til saka.

Nánd í þremur þáttum

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 12.–18. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning Gígju Jónsdóttur samanstendur af gjörningum og innsetningum sem spretta upp á Hlemmi, Kringlunni, Granda og Mjódd. Verkið kannar mörkin milli almanna- og einkarýmis, tabúa og tilfinninga og fagnar hinni sammannlegu þörf fyrir nánd á fordæmalausum tímum. Hinn 18. október kl. 15.00 fer síðan fram þátttökugjörningur á Arnarhóli.

Höfundakvöld

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 14. október kl. 19.30
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Hanne Højgaard Viemose og Kristínar Eiríksdóttur eiga ýmislegt sameiginlegt og því hefur Norræna húsið boðið þeim í spjall þar sem þær munu ræða verk sín, kyn og sjálfsmynd. Verk Hanne eru hrá, laus við væmni og gerast í núinu, á meðan að Kristín skrifar um þrána eftir ást og skilningi, baráttunni á móti einangrun, einmanaleika, misnotkun, ofbeldi og skelfingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
8
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu