Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tillaga menntamálaráðuneytisins tætt í sundur í umsögnum

Um­boðs­mað­ur barna var­ar við því að til­laga mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins um breytta við­mið­un­ar­stunda­skrá muni auka van­líð­an skóla­barna. Ráðu­neyt­ið vill auka ís­lensku- og nátt­úru­fræði­kennslu, en draga úr val­fög­um. Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar tel­ur til­lög­una varla stand­ast lög.

Tillaga menntamálaráðuneytisins tætt í sundur í umsögnum
Hörð gagnrýni Tillaga mennta- og menningarmálaráðuneytisins er sögð geta leitt af sér frekari vanlíðun íslenskra ungmenna. Mynd: Shutterstock

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar gagnrýnir harðlega tillögu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að breytingu á viðmiðunarstundaskrá í grunnskólum landsins. Í tillöguna vanti að mati ráðsins skýrar áætlanir um boðaðar áherslubreytingar, ekki liggi fyrir fjárhagsleg greining á kostnaði og leiða megi líkum að því að tillagan brjóti gegn lögum um grunnskóla. Sömu afstöðu lýsir umboðsmaður barna, Landssamtökin Þroskahjálp og Samband íslenskra sveitarfélaga, auk annarra.

Tillaga að breytingum á viðmiðunarstundarskrá grunnskóla var birt í samráðsgátt stjórnvalda 26. ágúst síðastliðinn. Þar kemur fram að viðmiðunarstundarskráin hafi verið óbreytt allt frá gildistöku aðalnámskrár grunnskóla árið 2011. Tilefni breytinga nú sé að unnið sé að mótun menntastefnu til ársins 2030, þar sem meðal annars eigi að auka vægi íslenskukennslu og náttúrufræði. Er í tillögunni bent á „viðvarandi slakan árangur í íslensku og náttúrufræði sem hefur birst í niðurstöðum PISA“.

Skera valfög niður við trog

Í tillögunni er gert ráð fyrir að auka talsvert tíma til íslenskukennslu í 1.-7. bekk grunnskóla. Til þess að svo megi verða á að skera niður allan tíma í þeim bekkjum sem hingað til hefur verið eyrnamerktur valfögum. Alls er verið að skera valtíma í 1.-4. bekk niður úr fimm klukkustundum á viku og niður í ekki neitt. Í 5.-7. bekk hefur valtími verið tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur en verður enginn ef tillagan verður samþykkt.

Þá er gert ráð fyrir að tvöfalda þann tíma sem fer til náttúrufræðikennslu í 8.-10. bekk. Til að svo megi verða þarf að skerða þann tíma sem hingað til hefur farið í valgreinar um sex klukkustundir á viku og yrði hann þá 8,5 klukkustundir í stað 14,5 klukkustunda.

Gengur gegn lögum um grunnskóla

Í lögum um grunnskóla segir í 26. grein, sem fjallar um val í námi, að frá upphafi grunnskóla skulu nemendur eiga val í námi sínu. Markmiðið sé að gera nemendur ábyrga fyrir eigin námi og skapa sveigjanleika í skólastarfi.

Þá segir í sömu grein að í 8.-10. bekk skulu nemendur velja námsgreinar og námssvið í allt að fimmtung námstímans. Verði tillaga mennta- og menningarmálaráðuneytisins samþykkt færi sá tími sem gæfist í val á unglingastigi hins vegar niður í 11 prósent námstímans.

„Gerir umboðsmaður barna athugasemdir við að lagðar séu til breytingar sem séu til þess fallnar að auka frekar á vanlíðan“

Á þetta er bent í umsögn skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Þar er einnig bent á að rík krafa sé í samfélaginu öllu um sveigjanleika og að rannsóknir bendi eindregið til að áhugahvöt sé stór þáttur í námsánægju og árangri í námi, sérstaklega hjá eldri nemendum. „Það skýtur því skökku við að leggja til að helminga möguleika skóla og nemenda til vals á unglingastigi og fjarlægja allan sveigjanleika varðandi val á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Í tillögunni er það langt gengið í skerðingu á vali að spyrja má hvort í reynd sé verið að taka úr sambandi 26. grein grunnskólalaganna því framkvæmdin endurómar trauðla lagatextann.“

Segja tillöguna ganga þvert á fyrirliggjandi samkomulag

Salvör NordalUmboðsmaður barna

Í umsögn umboðsmanns barna um tillöguna, hvað varðar skerðingu á vali, segir að tillögur ráðuneytisins gangi þvert gegn markmiðum aðalnámskrár um valgreinar. Rannsóknir hafi þá á síðustu árum sýnt fram á vaxandi kvíða og andlega vanlíðan íslenskra ungmenna. „Með hliðsjón af þeirri stöðu gerir umboðsmaður barna athugasemdir við að lagðar séu til breytingar sem séu til þess fallnar að auka frekar á vanlíðan enda ljóst að valgreinar skipta ungmenni oft miklu máli og eru mikilvæg tækifæri fyrir þau til þess að sinna eigin hugðarefnum innan skólans sem hluta af eigin námi.“

„Það er algjört grundvallaratriði í umbótum að gera ekki meira af því sem ekki er nægjanlega vel gert“

Samband íslenskra sveitarfélaga bendir á í umsögn um tillöguna að fækkun kennslustunda í valgreinum kunni að leiða til fækkunar kennslustunda í list- og verkgreinum, sem gangi þvert á samkomulag mennta- og menningamálaráðherra, Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritað var 25. febrúar síðastliðinn.

Þá lýsa Landssamtökin Þroskahjálp áhyggjum af því að skerða eigi valfrelsi nemenda og fjölbreytni í námi. Telja landssamtökin „að ekki hafi verið færð rök fyrir því í greinargerð að aukinn tími í íslensku og náttúrugreinum muni leiða til betri frammistöðu í þessum greinum í PISA könnunum.“

Engin greining gerð á vandanum

Í umsögn skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar eru enn fremur tíunduð fleiri atriði sem ráðið gagnrýnir í tillögunni. Þannig er tiltekið að fjölgun kennslustunda í náttúrufræði myndi hafa í för með sér að enn færri kennslustundum yrði stýrt af fagmenntuðum kennurum, aðeins fimmtungi kennslustunda. Viðvarandi skortur sé á kennurum með fagmenntun í náttúrufræðigreinum og engar leiðir séu kynntar í tillögunni til að bregðast við þeirri stöðu.

Þá sé ekki lagt mat á það hvort núverandi kennsluefni sé sé nægjanlegt eða fullnægjandi og ekki heldur hvort til staðar sé fullnægjandi aðstaða í skólum til aukinnar náttúrufræðikennslu, né fjárhagsleg greining á kostnaði sveitarfélaganna vegna mögulegra úrbóta þar á.

Þá sé almennt ekki gerð greining á því hvar skóinn kreppi í kennslu í náttúrufræðigreinum eða íslensku, svo bæta megi árangur íslenskra unglinga í PISA prófunum. „Það er algjört grundvallaratriði í umbótum að gera ekki meira af því sem ekki er nægjanlega vel gert.“

„Um viðvarandi slakan árangur menntakerfisins er að ræða, ekki nemenda“

Í sama streng taka Landssamtökin Þroskahjálp, sem gera athugasemd við að gengið sé út frá því að vandamálið sé „viðvarandi slakur árangur nemenda“. Fremur eigi að rýna og endurskoða kennsluaðferðir og umgjörð náms heldur en að svipta nemendur kosti á einstaklingsmiðuðu námi, þar sem þeir hafi tækifæri til að velja námsgreinar eftir áhugasviði og hæfileikum.

Umboðsmaður barna gerir athugasemdir við sama orðalag og „áréttar að um viðvarandi slakan árangur menntakerfisins er að ræða, ekki nemenda“. Ekki séu færð fram tök fyrir því að fjölgun kennslustunda ein og sér komi til með að bæta árangur nemend á kostnað valfrelsis og fjölbreytni og ekki komi fram að til standi að taka upp nýstárlegar eða fjölbreyttari kennsluaðferðir, heldur eigi eingöngu að fjölga kennslustundum. „Ekki eru færð fram nein rök fyrir því að betri árangur náist með þessu móti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
10
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár