Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lömun á farþegaflugi getur ógnað starfsemi Landspítala

Flók­ið hef­ur reynst að koma til lands­ins tækni­mönn­um og af­leys­inga­lækn­um. Auk þess gætu skap­ast vanda­mál við að koma íhlut­um í lækn­inga­tæki hratt til lands­ins í bráða­til­fell­um. Þá er far­ald­ur­inn einnig far­inn að hafa veru­leg áhrif á dag­lega starf­semi. 22 að­gerð­um var frest­að í síð­ustu viku.

Lömun á farþegaflugi getur ógnað starfsemi Landspítala
Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítla Flókið hefur reynst að koma fólki og tækjum til landsins vegna niðurfellingar flugferða. Mynd: Landspítali

Stopular flugferðir til og frá landinu og sóttvarnaraðgerðir bæði hér á landi og erlendis hafa nú þegar valdið Landspítala umtalsverðum áskorunum. Ástæðan er sú að erfitt, og í sumum tilfellum hefur reynst flókið að koma hingað til lands varahlutum í lækningatæki, tæknimönnum til að sinna slíkum tækjum og læknum til afleysinga vegna þess að farþegaflug liggur því sem næst niðri. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítala segir að ekki hafi skapast hættuástand enn sem komið er vegna þessa en staðan sé erfið og geti valdið ógn við starfsemi spítalans.

Svo sem þekkt er hefur farþegaflug að verulega leiti verið fellt niður til og frá landinu vegna Covid-19 faraldursins, og farþegaflug milli annarra landa Evrópu og í heiminum öllum er sömuleiðis stopult. Þannig var aðeins ein lending á Keflavíkurflugvelli í morgun, flug EasyJet frá Luton. Aðeins tvö flug eru áætluð seinna í dag, frá Kaupmannahöfn og Varsjá.

Ljóst að fresta þarf fleiri aðgerðum

Þetta hefur sem fyrr segir skapað flókin úrlausnarefni fyrir Landspítalann. Ástæðan er einkum þríþætt.

Í fyrsta lagi er ekki hægt að útiloka að stopular flugferðir til landsins gætu skapað vandamál, ef skapast bráða þörf á að koma til landsins íhlutum í mikilvæg lækningatæki, þó fyrirbyggjandi viðhald komi að mestu í veg fyrir slík atvik.

Í öðru lagi getur reynst örðugt að fá tæknimenn sem sinna viðhaldi slíkra tækja til landsins, af sömu orsökum en einnig vegna reglna um sóttkví bæði hér á landi og en ekki síður erlendis.

Í þriðja lagi eiga læknar sem hingað koma erlendis frá til sérstakrar læknisþjónustu eða afleysinga erfitt með að komast til landsins og eru auk þess ekki ginkeyptir fyrir því að þurfa  að fara í sóttkví hér á landi og hugsanlega einnig þegar þeir fara út á nýjan leik.

Ofan á þessi úrlausnarefni er Covid-19 faraldurinn farinn að hafa veruleg áhrif á daglega starfsemi Landspítala. Í síðustu viku var 22 aðgerðum frestað á spítalanum og ljóst er að fresta þarf enn fleiri aðgerðum í þessari viku. Helgast það einkum af því að 22 starfsmenn Landspítala eru smitaðir af kórónaveirunni og 200 eru í sóttkví, sem raskar starfsemi spítalans talsvert.

Reglur um sóttkví valda vandkvæðum

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítla, segir að þar á bæ sé fólk að glíma við þessar krefjandi aðstæður, sem kalli á mikla útsjónarsemi. Þó tekist hafi hingað til að púsla saman komum fólks til landsins og íhluta sé staðan áhyggjuefni, sérstaklega ef ástandið vari lengi. „Þetta snýst um afhendingu á bráðaíhlutum, varahlutum, ef upp kemur að eitthvað slíkt vanti brátt, og um komur tæknimanna til landsins. Það eru tæknimenn sem sinna viðhaldi á flóknum tækjum og þurfa að koma hingað til reglulegs, fyrirbyggjandi viðhalds en einnig bráðaviðhalds og viðgerða.“

„Stór tæknifyrirtæki senda jafnvel ekki sína starfsmenn frá sér vegna þeirra takmarkanna sem gilda í heimalöndum þeirra, um sóttkví“

Anna Sigrún segir að vandinn sé margþættur. Í fyrsta lagi sé fátt um flug til landsins og svo spili reglur um sóttkví inn í. „Við leysum vandann sem skapast vegna reglna um sóttkví hér á landi ef þessir menn komast bara til landsins. Við erum með sóttkví A, B og C, og þessir aðilar fara í sóttkví B, eru í öryggisklæðnaði þegar þeir vinna inni á spítalanum og fara svo beint á hótel þess á milli. Hins vegar er það svo að stór tæknifyrirtæki senda jafnvel ekki sína starfsmenn frá sér vegna þeirra takmarkanna sem gilda í heimalöndum þeirra, um sóttkví. Þannig gætu aðilar sem kæmu til Íslands frá Bretlandi lent í fjórtán daga sóttkví við heimkomuna.“

Gætu farið fram á sérstakar flugferðir

Hið sama á við um lækna sem koma hingað til afleysinga eða til að sinna sértækum verkefnum, að sögn Önnu Sigrúnar. „Af því við erum ekki fleiri en raun ber vitni, íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þá höfum við notað hjálpar frá kollegum okkar úti í heimi sem aðstoða okkur við sérstakar aðstæður. Þá er ég sérstaklega að tala um skurðlækna og lækna sem eru að koma í mjög afmarkaða, sérhæfða þjónustu. Þetta eru aðilar sem sumir hverjir hafa verið að koma hingað á nokkurra mánaðarfresti til að sinna ákveðinni þjónustu en nú er staðan sú að sumir þeirra einfaldlega komast ekki vegna skorts á flugi, eða þá að ferðalögin eru rosalega flókin og erfið. Það kann að vera  letjandi fyrir þetta fólk að þurfa að fara í sóttkví við komu hingað til lands og svo mögulega aftur við komuna út. Ég tek samt fram að margir þessara lækna hafa sannarlega samt lagt þetta á sig en það er spurning hversu lengi þeir endast í því, ekki síst ef þeir þurfa einnig að fara í langa sóttkví við heimkomu.“

„Þetta getur valdið ógn við starfsemina ef ástandið  verður svona til lengri tíma og við höfum áhyggjur af því“

Anna Sigrún segir að ekki sé alveg ljóst hvert umfang vandmálsins sé en verið sé að taka það út á spítalanum. Alveg sé þó ljóst að um alvarlegt vandmál geti verið að ræða. „Þetta getur valdið ógn við starfsemina ef ástandið  verður svona til lengri tíma og við höfum áhyggjur af því. Það þarf að finna á þessum lausnir. Þetta hefur ekki valdið okkur teljandi vandræðum í það minnsta ekki enn sem komið er.“

Spurð hvort að brugðist verði við með því að fara fram á sérstakar flugferðir til að sækja íhluti, tæknimenn eða lækna, komi upp bráðaástand svarar Anna Sigrún: „Já, við munum gera það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár