Ágætu lesendur. Við röktum í síðustu grein um Steingrím J. Sigfússon hversu mikið hann lagði á sig til þess að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar árið 2007.
Hann dró sjálfur að vísu mjög úr því síðar, en allt liggur það fyrir staðfest af mörgum vitnisburðum, þar á meðal hans eigin.
Staðreyndin var sú að Steingrími leiddist í eilífri stjórnarandstöðu, þar sem hann hafði verið síðan 1991. Lái honum hver sem vill. Árin þar urðu átján.
Þá tók við án efa viðburðaríkasti og erfiðasti kaflinn í persónulegri og pólitískri sögu Steingríms.
Það er synd að gera honum skil í stuttu máli, en þetta er ekki ævisaga Steingríms, heldur svipmynd í stórum dráttum.
En Steingrímur komst semsagt loksins aftur í ríkisstjórn. Árið 2009.
Tvær minnihlutastjórnir
Reyndar urðu þær tvær. Sú fyrri var minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins, en nýr formaður hans var ...
Athugasemdir