Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Útlendingastofnun sendir hjón með fjögur ung börn nauðug úr landi

Egypskri fjöl­skyldu sem hef­ur dval­ið hér í yf­ir tvö ár hef­ur ver­ið neit­að um vernd og á að senda hana úr landi í næstu vik­ur. Yngsta barn­ið var hálfs árs þeg­ar það kom til lands­ins. Fjöl­skyldufað­ir­inn ótt­ast um líf sitt verði hann send­ur til baka en hann lýs­ir of­sókn­um vegna stjórn­mála­skoð­anna sinna.

Útlendingastofnun sendir hjón með fjögur ung börn nauðug úr landi
Óttast um líf sitt Útlendingastofnun hyggst senda Khedr-fjölskylduna úr landi í næstu viku. Fjölskyldan hefur sætt ofsóknum í heimalandi sínu, Egyptalandi, vegna stjórnmálaskoðana fjölskylduföðurins Ibrahim. Mynd: Sema Erla Serdar

Útlendingastofnun hyggst senda sex manna egypska fjölskyldu, Kehdr-fjölskylduna, sem dvalið hefur hér á landi í yfir tvö ár, nauðuga úr landi á næstu dögum. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi eftir að hafa flúið Egyptaland sökum ofsókna sem fjölskyldufaðirinn Ibrahim sætti vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Verði fjölskyldan flutt úr landi óttast Ibrahim um líf sitt og annara fjölskyldumeðlima.  

Heilsufar foreldranna er bágborið, bæði andlega og líkamlega, og elstu börnin þrjú hafa aðlagast íslensku samfélagi vel, skotið hér rórum, ganga í skóla og tala reiprennandi íslensku. Yngsta barnið, sem er ríflega tveggja og hálfs árs gamalt, kom hingað til lands aðeins hálfs árs gamalt. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en eldri börnin ganga í Háaleitisskóla í Reykjavík.

Hjónin Dooa Mahamed Mohamed Eldeib og Ibrahim Mahrous Ibrahim Khedr komu hingað til lands og sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi 7. ágúst 2018 fyrir sig og börn sín fjögur, þau Rewida, Abdalla, Hamza og Mustafa. Börnin eru fædd árin 2008, 2010, 2014 og 2018. Útlendingastofnun féllst ekki á umsókn fjölskyldunnar og komst að þeirri niðurstöðu í júlí 2019 að synja bæri umsókn þeirra. Fjölskyldan kærði þá ákvörðun en kærunefnd útlendingamála staðfesti synjunina í nóember á síðasta ári.

Reynt að ræna barni og ráðist á föðurinn með hnífi

Í janúar á þessu ári ákvað Útlendingastofnun svo að vísa fjölskyldunni af landi brott og banna henni endurkomu til landsins í tvö ár. Þær ákvarðanir voru einnig kærðar og felldi Kærunefnd útlendingamála þær úr gildi í maí síðastliðnum.  

Í greinargerð vegna kæru Kehdr-fjölskyldunnar á ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita henni um alþjóðlega vernd hér á landi segir að fjölskyldan hafi lýst ofsóknum sem bæði Ibrahim og fjölskyldan hafi orðið fyrir vegna stjórnmálaþátttöku Ibrahims. Hann hafi hafið stjórnmálaafskipti í kjölfar arabíska vorsins. Hann hafi stutt kjör Mohamed Morsi í embætti forseta Egyptalands. Þegar Morsti var steypt af stóli um mitt ár 2013 hafi stjórnmálaflokkur Ibrahims, Hizb al-Nour, lýst yfir stuðningi við nýjan forseta, Abdel Fattah al-Sisi, en það hafi Ibrahim ekki getað hugsað sér. Hafi hann gegnið úr flokknum og lýst opinberlega yfir stuðningi við Bræðralag múslima. Í kjölfarið segir Ibrahim að hann hafi gengið hótanir, meðal annars um að börnum hans yrði rænt. Í febrúar 2017 hafi verið ráðist á hann og hann stunginn með hnífi og síðar sama ár hafi verið gerð tilraun til að ræna Hamza. Í kjölfar þessara atvika hafi þau ákveðið að flýja.

Útlendingastofnun hefur metið frásögn Ibrahims trúverðuga er snýr að því að hann hafi gagnrýnt egypsk stjórnvöld opinberlega. Hins vegar er það mat fjölskyldunnar og lögmanna hennar að Útlendingastofnun vanmeti þá hættu sem Ibrahim standi frammi fyrir, verði hann sendur til baka til Egyptalands, sökum ofsókna þeirra sem egypsk stjórnvöld beiti meðlimi Bræðralags múslima. Honum og fjölskyldunni sé því hætta búin verði þau send aftur til heimalandsins.

 „Kerfisbundið ofbeldi,“ segir lögmaður

Í endurupptökubeiðni lögmanna fjölskyldunnar, frá 4. september síðastliðnum, kemur fram að málsmeðferð stjórnvalda hafi varað í 21,5 mánuð, og hafi í raun varað lengur þar eð fjölskyldunni hafi verið ómögulegt að hverfa frá landinu á síðustu mánuðum vegna takmarkana á ferðum fólks vegna Covid-19. Því hafi fjölskyldan dvalið á landinu í meira en tvö ár og börnin skotið hér rótum og aðlagast samfélaginu. Endursending þeirra til Egyptalands væri því afar ómannúðleg. Í nýlegri reglugerðarbreytingu er gert ráð fyrir heimild til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hafi málsmeðferð tekið lengri tíma en 16 mánuði. Er þess því krafist.

„Að stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu ítrekað er í senn óforsvaranlegt, í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega ómannúðlegt“

Þá er einnig tiltekið í endurupptökubeiðni að í úrskurði kærunefndar útlendingamála, þar sem fjölskyldunni er synjað um vernd hér á landi, segi að foreldrar og börn séu almennt heilsuhraust. Þetta sé hins vegar rangt. Í læknisvottorðum og afritum af sjúkraskrám komi fram að heilsufar hjónanna sé bágborið. Fyrir hafi legið upplýsingar um alvarlegt þunglyndi og kvíða móðurinnar, Dooa, og einnig sé hún með vanvirkan skjaldkirtil sem kalli á eftirlit lækna og lyfjameðferð ævilangt. Þá þjáist hún af járnskortsblóðleysi, sé orkulítil og hafi haft mikið hárlos. Fjölskyldufaðirinn Ibrahim þjáist þá af háþrýstingi. Þá liggi fyrir sálfræðivottorð þar sem leitt er líkum að því að streita, kvíði og óöryggi vegna stöðu fjölskyldunnar ýti undir veikindi hjónanna.

Magnús D. Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar segir það með ólíkindum að íslensk stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldu á flótta í þess stöðu, að dvelja hér á landi mánuðum saman og aðlagast landi og þjóð, til þess eins að senda þau nauðug úr landi. „Börnin fjögur líta á Ísland sem sitt heimaland og upplifa hér öryggi sem þau hafa ekki notið áður. Því miður er þetta ekki einsdæmi. Að stjórnvöld skuli setja barnafjölskyldur í þessa stöðu ítrekað er í senn óforsvaranlegt, í andstöðu við lög, siðferðilega rangt og ákaflega ómannúðlegt.“

Magnús segir að þegar hann tók að sér fyrstu málin af þessu tagi hafi hann staðið í þeirri trú að svona framganga hlyti að vera undantekningar hjá stjórnvöldum. Það hafi hins vegar ekki verið raunin. „Áframhaldandi fjöldi mála af þessu tagi, þar sem börnum er leyft að aðlagast til þess eins að senda þau nauðug úr landi, er hins vegar slíkur að ekki er hægt að líta öðruvísis á en að um sé að ræða kerfisbundið ofbeldi af hálfu íslenskra yfirvalda gegn barnafjölskyldum á flótta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu