Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
2
FréttirHeimavígi Samherja
1565
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
3
Þrautir10 af öllu tagi
4061
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Sko, hér er þrautin frá í gær! * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita. 2. Al Thani-fjölskyldan er auðug...
4
FréttirSamherjaskjölin
10113
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
5
Þrautir10 af öllu tagi
4258
306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?
Gærdagsþrautin, hér. * Aukaspurning: Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést? * 1. Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890? 2. Í hvaða landi er Chernobyl? 3. Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005? 4. Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali...
6
Fréttir
1877
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar, sem ríkisstjórnin lofaði samhliða lífskjarasamningum, fellur ekki í kramið hjá aðilum vinnumarkaðarins, fjármálafyrirtækjum og Seðlabankanum.
7
FréttirLaxeldi
3181
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
ForstjórinnDidier Lombard, fyrrverandi forstjóri France Télécom, virtist glaðlyndur þegar hann mætti í dómshúsið í París 30. desember síðastliðinn.Mynd: Lionel BONAVENTURE / AFP
Fyrir tíu árum kom út í Frakklandi skáldsaga að nafni „Kramin andlit“ sem vakti mikla athygli og fékk reyndar verðlaun sem besta „svarta skáldsagan“ – „roman noir“ – þótt hún fylgdi ekki að öllu leyti reglum þeirrar bókmenntagreinar. Hún gerist í stöðvum símafyrirtækis í bænum Valence, ofarlega í Rhone-dalnum, og segir frá starfsmannalækni, dr. Carole að nafni. Árið er 2009. Skjólstæðingar hennar eru menn sem hafa fyrir starf að taka á móti símhringingum, svara kvörtunum, gefa upplýsingar og reyna jafnframt að pranga inn á menn hinu og þessu, sem þeir hafa kannske litla sem enga þörf fyrir. Þegar tjaldið er dregið frá er einn starfsmaðurinn, Vincent, í skrifstofunni hjá henni, gersamlega að þrotum kominn. Læknirinn skrifar vélrænt niður: „Sljóleiki, niðurgangur, síþreyta, svefnleysi, megrun – sextán kíló á tveimur mánuðum – , sjálfsvígshugleiðingar sem hætta er á að verði að veruleika...“ Hann hefur ekki lagst með spúsu sinni í tvö og hálft ár.
„Hvað á að gera núna?“ spyr hún. „Engin lækning virkar, þú hefur farið þrisvar í veikindaleyfi, og í hvert skipti sem þú kemur aftur er ástandið verra. Þú borðar ekki, sefur ekki, þú verður að hætta hjá þessu fyrirtæki.“
En Vincent neitar: „Þeir munu ekki beygja mig.“
Læknirinn hugsar: „Þeir eru þegar búnir að beygja þig, þú áttir aldrei neina möguleika,“ en hún getur ekki látið hann fara við svo búið og eina lausnin sem hún finnur er að sprauta hann með 25 millilítrum af Secobarbital. „Þá sefur hann að minnsta kosti í nótt.“
En dr. Carole, sem verður í sífellu að taka á móti mönnum í sama ástandi og Vincent og fylgist með þeim, kannske þangað til þeir gera sjálfsvígshugleiðingarnar að veruleika, fer ekki í neinar grafgötur um rætur þessa ástands: „Það eru þessar bölvuðu vinnureglur sem breytast vikulega. Áætlanirnar sem eru byggðar upp á fáum dögum, boðaðar sem forgangsatriði-númer-eitt og sem síðan er skyndilega hætt við eftir þrjár vikur án þess að nokkur viti hvers vegna, eftir einfalda símhringingu frá stjórninni. Yfirmenn starfshópanna sem sífellt eru að koma og fara, yngri og yngri og harðari og harðari í framkomu og eru allt í einu fluttir annað áður en nokkur hefur náð að kynnast þeim. Stöðug spennan sem skapast við að skráð er á töflu „frammistaða“ hvers og eins, og svo eru það augnagoturnar, grunsemdirnar sem eitra samskipti milli starfsfélaga, yfirvinnan af því að ekki hefur náðst markmið sem ekki var hægt að ná, skipulagið sem er snúið við eftir hentugleikum, eftir fjárhagsstöðunni og vikulegum tilskipunum. Verkefnin sem verður að vinna á stundinni, alltaf fleiri og fleiri og flóknari og flóknari. Viðvaranir sem hljóma eins og refsingar. Launin sem veikindaleyfin eru dregin frá, launauppbætur sem eru ekki lengur greiddar. Eftirlitsmyndavélarnar, hleranirnar, njósnanirnar, óttinn sem finnur hvergi orð ...“
Dr. Carole horfir á þetta allt, hún veit hvenær menn eru að bugast, hún sér þegar stjórnlaust ofbeldi brýst út – og verður reyndar sjálf fyrir árás – og þegar einhver kýs skyndilega að hverfa úr heimi lifenda, en hún getur ekkert gert, ef staðan er nefnd á opinberum vettvangi er hún þegar tekin út af dagskrá, yfirmennirnir bregðast ókvæða við, fá reiðiköst, eða þeir klappa henni á öxlina eins og barni og segja: Þú hlustar of mikið á þá. Sjálf fer hún líka að brotna niður og skapast af því flókin atburðarás með morðum, lögreglurannsóknum, æsilegum akstri að næturlagi, allt saman kryddað með snert af legorðsmálum, en óþarfi er að rekja það lengra. Eina bjargráðið sem læknirinn kann er fólgið í þulu sem stundum er sungin í brotum en heil undir lokin, og hljómar svo, í nafni Hippókratesar: „Prozac, Norset, Effexor, Citalopan, Stablon, Ixel, Flaxyfral, Ludiomil, Seroplox, Zoloft, Venlafaxin, Xyban, Quixaton, Seratralin“.
Einkavæðing France Télécom
Kannske finnst einhverjum þetta reyfarakennt, og það er söguþráðurinn vissulega á köflum, en það ástand sem höfundur lýsir var bókstaflega satt og reyndar verra í raun og veru en á blöðum sögunnar. Símafyrirtækið sem sagt er frá, en er aldrei nefnt á nafn, hét France Télécom (síðar nefnt Orange) og hafði ekki aðeins stöð í Valence heldur úti um allt land, enda upphaflega franski landssíminn. En eitt vantar þó í þessa frásögn skáldsögunnar, rökin fyrir þessu ástandi á vinnustaðnum – ein persónan segir aðeins að það hafi lengi vel verið með ágætum, en árið 2004 hafi skyndilega orðið breyting mjög til hins verra. En ástæðan blasti við allra augum: á þessum tíma var ákveðið að France Télécom, sem í óratíma hafði verið ríkisstofnun, skyldi nú verða einkavætt, því skyldi semsé breytt úr þjónustustofnun fyrir almenning í hlutafélag til gróða fyrir hluthafa og það verða rekið á alveg nýjum og fáheyrðum forsendum. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa, eins og skáldsagan dregur ljóslega fram, en það komst fyrst í hámæli 14. júlí 2009 þegar einn starfsmaður fyrirtækisins fargaði sér beint fyrir utan dyrnar á stöðvum þess í Marseille, og lét jafnframt eftir sig bréf þar sem hann sagði að ástandið á vinnustaðnum væri eina orsök sjálfsvígsins, ógnarstjórnin sem þar ríkti. Þá fóru blöðin að segja frá því sem hafði verið að gerast í France Télécom og rekja þessa fordæmalausu sjálfsvígabylgju. Úr því varð mikill hvellur og hneyksli sem náði hátt haustið 2009, og jafnframt var gerð gangskör að því að safna upplýsingum og gera skýrslur. Það leiddi til þess að vorið 2010 var höfðað mál gegn æðstu yfirmönnum fyrirtækisins, og eftir langa rannsókn – sem lögfræðingar yfirmannanna gerðu allt sem þeir gátu til að tefja fyrir – kom málið fyrir rétt vorið og sumarið 2019. Sagt var að aldrei hefðu jafn háttsettir forstjórar þurft að verma sakborningabekki fyrir sakir af þessu tagi, og orðið að sitja undir því hvernig hulan var dregin af starfsháttum þeirra. Svo fór að þeir voru allir fundnir sekir og dæmdir til hámarksrefsingar, en hún var ekki há því ákæran hljóðaði einungis upp á „einelti á vinnustað“ en ekki „manndráp“ eða það að hafa stefnt lífi annarra í hættu, sem þó hefði verið rökrétt þegar þess er gætt að sumir hinna látnu ákærðu fyrirtækið beint í eftirlátnum bréfum eða með öðrum hætti. Einn hengdi sig í snöru úr símþræði, klæddur bol merktum „France Télécom“, annar stökk fyrir lest og hringdi í starfsfélaga sinn meðan hann var að bíða og bað hann þess lengstra orða að láta alla vita að þetta gerði hann vegna ástandsins á vinnustað.
Réttarhöldin
Réttarhöldin voru ákaflega lærdómsrík og hafa nú verið ritaðar um þau bækur. Þau fóru fram í hitabylgjunni miklu í hinni nýju dómhöll Parísar, sem var hönnuð af Renzo Piano, hinum opinbera húsameistara frjálshyggjunnar eins og sumir segja. Til munu þeir sem telja hana snilldarverk, en hún líkist einna helst þremur illfyglabúrum sem hlaðið er hverju ofan á annað og er að innan eins og alþjóðaflugstöð, helgistað hinna nýju ólígarka og táknið um sífellt og endalaust peningaflæði fram og aftur um heimskringluna, eins og flugleiðirnar.
Öll saga símafyrirtækisins birtist nú í sterku sólskini hitabylgjunnar. Það mun hafa verið 1995 að ákveðið var að gera gangskör að því að einkavæða landsímann franska, France Télécom, og „opna hann fyrir samkeppni“ samkvæmt ítarlegustu reglum frjálshyggjunnar – án þess að fyrir því væru nokkur rök önnur en trúarleg að leggja niður þessa opinberu þjónustu – og gera úr því alþjóðahring með klærnar víða um heim, til dæmis í Afríku, og með hlutabréf til sölu í Wall Street. Til að undirbúa þetta var ráðinn maður að nafni Michel Bon, semsé Mikkjáll Góði, og bretti hann þegar upp ermarnar. En hann virðist hafa ofmetnast, því þegar árið 2001 stóð þetta fyrirtæki uppi með skuld upp á sjötíu miljarða evra, og þekkja menn fá dæmi til slíks. Mikkjáll Góði og Eyðslusami varð að hrökklast burt með skömm og viðkomu í einhverjum stjórnsýsludómstól.
Þá tóku þeir við sem síðar komu fyrir rétt, áttu þeir að halda áfram verki Mikkjáls og losna við skuldina að auki, og þá var stefnan tekin. Aðalmarkmiðið var að greiða hluthöfum sem allra hæstan arð, en til þess að gera fyrirtækið svona arðvænlegt álitu yfirmennirnir að þeir þyrftu að losa það strax við sem flesta starfsmenn, semsé skera niður með öllum ráðum. Á fundi með tvö hundruð yfirmönnum fyrirtækisins 20. október 2006 lýsti forstjórinn, Didier Lombard, því yfir að það væri brýn nauðsyn að losa fyrirtækið við 22.000 starfsmenn – einn af hverjum fimm – fyrr en árið 2008 væri liðið í aldanna skaut, og þeim myndi hann ýta burt hvort sem það væri „út um gluggann eða dyrnar“. Ekki er víst hvernig áheyrendur tóku þessum orðum forstjórans sem síðan urðu fleyg, kannske fannst þeim að þau sýndu andríki hans og spaugsemi, eða þá merki um einbeitni og dugnað. Það er enn síður víst hvort einhverjir skildu orðskviðinn alveg bókstaflega.
Dýrt að fækka starfsfólki
En það kom svo í ljós að forstjórinn meinti það sem hann sagði, og fyrir það var hann í sviðsljósinu í réttarhöldunum. Vandinn var í hans augum sá að það kostaði umstang og var kostnaðarsamt að auki að segja mönnum upp starfi í stórum stíl. „Franskir verkamenn eru ofverndaðir“ sagði hann eins og fjölmargir stórkapítalistar fyrr og síðar (Macron hefur reynt að bæta úr því). Þess vegna var lausnin sú að gera starfsmönnunum lífið svo leitt að þeir færu burtu af sjálfsdáðum, fyrirtækinu að kostnaðarlausu, og beita til þess þeim aðferðum sem kenndar eru í stjórnunarskólum vestanhafs.
Þær voru skilvíslega raktar í réttarsalnum, og á kerfisbundnari hátt en skáldsöguhöfundurinn gerði með sinni tækni: leiðin var sú fyrst og fremst að draga úr sjálfstrausti starfsmannanna, slá þá út af laginu, hafa þá öryggislausa og hrædda í sífellu til að brjóta þá niður sem rækilegast – þó svo að það kæmi beinlínis niður á vinnunni. Menn voru teknir fyrirvaralaust úr starfi sem þeir höfðu unnið um langt skeið og kunnu til hlítar og settir í annað starf gerólíkt og þeim framandi, kannske undir því yfirskini að þeirra fyrra starf hefði verið lagt niður (sem þó kom í ljós að var rangt, annar hafði verið fluttur í það). Maður sem stjórnað hafði lagningu símalína um langt skeið var skyndilega gerður „fulltrúi“ á skrifstofu og á hann hlaðið skjalabunkum sem hann gat ekki einu sinn skilið (þetta virðist vera eitt af grundvallaratriðum engilsaxneskrar stjórnunarfræði). Og þetta gat gerst hvað eftir annað. Á menn var hlaðið störfum sífellt flóknari sem þeir önnuðu ekki. Aðrir voru settir á stað þar sem ekki voru nein verkefni. Þar sátu þeir með auðar hendur og veltu því fyrir sér hvað þeir væru eiginlega að gera, og þetta gat komið fyrir sömu mennina á víxl. Vinnuflokkum manna sem höfðu lengi starfað saman var sundrað, kannske var flokkurinn fluttur á nýjan stað og þá uppgötvaði einn úr hópnum að þar var ekki gert ráð fyrir honum, það var ekkert skrifborð fyrir hann. Þegar hann sneri aftur var annar kominn í skrifstofu hans. Svo var það tíðkað að „taka stólinn undan mönnum“, eins og það hét, sem sé gera umhverfi þeirra og vinnuskilyrði verri. Svo fóru menn að fá póst með ábendingum og hvatningum að leita að öðru starfi, þeir gætu kannske opnað pitsuveitingastað, húsnæðismiðlun, gerst sundkennarar, vörubílstjórar ... Slík skilaboð komu stundum oft á viku, en þeim fylgdu aldrei nein ákveðin tilboð. Þau áttu einungis að koma því inn hjá mönnum að þeir væru orðnir óæskilegir. Mönnum var tilkynnt að fyrirtækið væri nú sérlega illa statt – og það væri þeim að kenna.
Svo kom arðurinn
Í þessu öllu var málfar yfirmannanna útbíað í enskuslettum sem menn gátu kannske flett upp í orðabók en þó ekki skilið til fulls nema þeir hefðu gengið í vesturheimska stjórnunarskóla, og voru notaðar til að rugla menn í ríminu, eins og höfundur skáldsögunnar lýsir. (Reyndar hefur enskan svipuð áhrif á suma Frakka og latínuromsur presta á fáfróða bændur á miðöldum). Úr þessu varð önnur þula og hún hljómar svo, í Hayeks nafni: cost-killer, time to move, crash program, cash-flow, reporting, turnover, lean management, low performance, excelise, new convergence, dead-line, top performance, workflow, TOP (Total Operational Performance). Það er sumra sögn að það sé auðvelt verkefni að fara úr þessari þulu yfir í fyrrnefndu þuluna, þetta sé kannske einfaldur algórythmi. Aðrir segja að úr þessum tveimur þulum megi mynda stef og kontrastef fyrir haglega fúgu og spila undir hjá frjálshyggjumönnum, í flótta þeirra fram á leið í áttina að bjargbrúninni.
„Það verður að binda enda á þessa sjálfsmorða-tísku“
Markmiðinu var náð á tilsettum tíma árið 2008, og mátti hafa til marks um dugnað Didier Lombard, að á árunum 2005 til 2009 voru hluthöfum greiddir 13,7 milljarðar evra í arð, reyndar á kostnað fjárfestinga og niðurgreiðslna á skuldum. Þetta var á sinn hátt metárangur fyrir hluthafa. En það var svo í endann á þessu tímabili að enginn gat lengur lokað augunum fyrir sjálfsvígunum, þau voru talin ein sextíu, fyrir utan misheppnaðar tilraunir til sjálfsvíga. Nokkur þeirra voru stökk út um glugga. En Didier Lombard sagði einungis: „Það verður að binda enda á þessa sjálfsmorða-tísku“, og er það annar fleygur orðskviður hans.
Forstjórinn við dómsalDidier Lombard áfrýjaði dómnum.
Mynd: Alain JOCARD / AFP
Forstjórinn sofnaði undan sjálfsvígsfrásögn
En við réttarhöldin sýndu yfirmenn fyrirtækisins enga samúð með þeim sem höfðu orðið að þjást fyrir stjórnunaraðferðir þeirra, og það sem frá þeim heyrðist var í samræmi við annað. Einn talaði um „sjálfsmorða-mimetisma“, sem sagt eftirhermur sjálfsvíganna, eða þá „Werther-effektinn“. Þegar rakin var misheppnuð tilraun til sjálfsvígs, ein af mörgum tilraunum sama manns, reyndi Didier Lombard að vera fyndinn: „Maður á að fagna því að honum skuli hafa mistekist.“ Í annað sinn sáu viðstaddir að hann sofnaði undir frásögn af því þegar einn starfsmaðurinn hengdi sig. Verjendur þessara manna reyndu ekki að véfengja þessa atburði, það var ekki hægt, en þeir lögðu áherslu á hina góðu stöðu fyrirtækisins, með þessari ákæru væri auk þess verið að gera „eðlilega stjórnun“ að glæp, þetta væru allt saman rökréttar afleiðingar efnahagslögmálanna ... Á það var einnig bent að ekki væri hægt að gera yfirmenn fyrirtækisins ábyrga fyrir einkavæðingu, sem hærra settir pípuhattar hefðu ákveðið, frjálshyggjan væri ekki þeirra sök. Og þetta var laukrétt: þeir voru ekki einir á sakborningabekknum, við hliðina á þeim var náföl vofa, frjálshyggjudraugurinn. En þetta voru ekki réttarhöld yfir honum.
Didier Lombard var dæmdur í eins árs fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, og í 15.000 evra sekt, en hann er þó ekki á nástrái, árstekjur hans eru 350.000 evrur. Hann áfrýjaði um leið. En það sem réttarhöldin leiddu fyrst og fremst í ljós er að þessir menn, yfirmenn fyrirtækisins og starfsmenn þess, lifa ekki í sama heimi, yfirmennirnir lifa í veröld fjármála og peningastreymis, í veröld talna, 22.000 brottrekstrar jafngilda sjö milljörðum evra eins og reiknað var út, ekkert annað er til. Hvert sem þeir líta sjá þeir aðeins tölur. Starfsmennirnir lifa í veröld vinnandi fólks, í mannheimum, þar sem enginn er eyland, allir eru í samstarfi. Þessir tveir hópar tala ekki sama tungumál: yfirmennirnir kunna aðeins LCN, „Lingua capitalismi neoliberalis“, annað mál er þeim framandi, þeir skilja það ekki.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
2
FréttirHeimavígi Samherja
1565
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
3
Þrautir10 af öllu tagi
4061
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Sko, hér er þrautin frá í gær! * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita. 2. Al Thani-fjölskyldan er auðug...
4
FréttirSamherjaskjölin
10113
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
5
Þrautir10 af öllu tagi
4258
306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?
Gærdagsþrautin, hér. * Aukaspurning: Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést? * 1. Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890? 2. Í hvaða landi er Chernobyl? 3. Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005? 4. Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali...
6
Fréttir
1877
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar, sem ríkisstjórnin lofaði samhliða lífskjarasamningum, fellur ekki í kramið hjá aðilum vinnumarkaðarins, fjármálafyrirtækjum og Seðlabankanum.
7
FréttirLaxeldi
3181
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
2
Aðsent
9170
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Mamma þarf líka að vinna
Hverjum gagnast efnahagsaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að atvinnumálum?
3
FréttirSamherjaskjölin
10113
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
4
Úttekt
3105
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Félagsefnahagslegar afleiðingar Covid-kreppunnar hafa snert þúsundir landsmanna undanfarið ár. Í vaxandi atvinnuleysi stendur námsfólk utan þess öryggisnets sem aðrir samfélagshópar geta stólað á.
5
Viðtal
196
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir opnuðu hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti við Hlemm og vilja stuðla að endurnýtingu á fatnaði.
6
FréttirLaxeldi
3181
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
7
Fréttir
1877
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar, sem ríkisstjórnin lofaði samhliða lífskjarasamningum, fellur ekki í kramið hjá aðilum vinnumarkaðarins, fjármálafyrirtækjum og Seðlabankanum.
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalHeimavígi Samherja
89506
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
2
MyndbandHeimavígi Samherja
90166
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
Stundin spurði Akureyringa út í mikilvægi og áhrif stórfyrirtækisins Samherja á lífið í Eyjafirði.
3
RannsóknHeimavígi Samherja
127460
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
20166
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
6
Spurt & svaraðHeimavígi Samherja
123370
Samherji kaupir dagskrárefni af sjónvarpsstöð á Akureyri
Fjölmiðillinn N4 rekur sjónvarpsstöð á Akureyri. Miðillinn hefur tekið að sér dagskrárgerð, kostaða af Samherja, en telja það vel falla inn í þá starfsemi sem miðillinn heldur úti. „Við erum ekki fréttastöð,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Karl Eskil Pálsson.
7
FréttirHeimavígi Samherja
58469
Umdeild aðkoma Samherja að fjölmiðlum
Blaðamannafélag Íslands fordæmdi í fyrra aðgerðir Samherja gagnvart fjölmiðlum. Þorsteinn Már Baldvinsson átti fimmtung í Morgunblaðinu. Samherji hefur keypt umfjöllun frá sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjónvarpsstöðin Hringbraut braut fjölmiðlalög í samstarfi við Samherja.
Mest lesið í mánuðinum
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
94276
Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
Ingjaldur Arnþórsson, fyrrverandi forstöðumaður Varpholts og Laugalands, segist orðlaus yfir lýsingum hóps kvenna á ofbeldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann segist aldrei hafa beitt ofbeldi eða ofríki í störfum sínum. Augljóst sé að einhver sem sé verulega illa við sig standi að baki lýsingunum.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
103520
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
Dagný Rut Magnúsdóttir segir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi liðið á meðferðarheimilinu Laugalandi. Þetta hafi verið hræðilegur tími. Hún var þar um nokkurra mánaða skeið þegar hún var fimmtán ára. Pabbi hennar, Magnús Viðar Kristjánsson, óttast að hún jafni sig aldrei að fullu eftir reynsluna sem hún hafi orðið fyrir á meðferðarheimilinu. Hann segir að kerfið hafi ekki aðeins brugðist Dagnýju heldur allri fjölskyldunni.
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
93836
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
„Ég er búin að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upplifði á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi þegar ég var unglingur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerðist,“ segir Kolbrún Þorsteinsdóttir, sem var fyrst vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti, sem árið 2000 var flutt í Laugaland í Eyjafirði. Ingjaldur Arnþórsson stýrði báðum heimilunum.
4
Leiðari
194615
Jón Trausti Reynisson
Harmleikur Katrínar Jakobsdóttur
Ólíkt fyrri forsætisráðherrum talar Katrín Jakobsdóttir ekki niður til fólks.
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
6
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
7
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1981.560
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
Sex konur stíga fram í Stundinni og lýsa alvarlegu ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir á meðan þær dvöldu á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu aðilum. Forstöðumaður heimilanna hafnar ásökunum. Ábendingar um ofbeldið bárust þegar árið 2000 en Barnaverndarstofa taldi ekkert hafa átt sér stað. Konurnar upplifa að málum þeirra hafi verið sópað undir teppið. „Við vorum bara börn.“
Nýtt á Stundinni
Fólkið í borginni
10
„Ég er vanur því að allt sé grátt“
Sakaris Emil Joensen flutti til Reykjavíkur frá Færeyjum til að elta drauma sína sem tónlistaframleiðandi.
Viðtal
196
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir opnuðu hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti við Hlemm og vilja stuðla að endurnýtingu á fatnaði.
Menning
6
Sígildir sunnudagar snúa aftur í Hörpu
Klassíska tónleikaröðin sem átti að endurvekja síðastliðinn nóvember hefur göngu sína á ný. Á morgun verður frumflutt ný kammerópera eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.
Úttekt
3105
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Félagsefnahagslegar afleiðingar Covid-kreppunnar hafa snert þúsundir landsmanna undanfarið ár. Í vaxandi atvinnuleysi stendur námsfólk utan þess öryggisnets sem aðrir samfélagshópar geta stólað á.
Þrautir10 af öllu tagi
3660
307. spurningaþraut: Hákarlaskip, Tuvalu, hver fæddist í Halifax fyrir 30 árum?
Prófiði nú þrautina frá í gær — hér er hana að finna. * Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri er svona: Hér að ofan má sjá skopteikningu frá tíma þorskastríðanna. Teiknarinn var í áratugi einn vinsælasti og afkastamesti teiknari landsins og stíll hans flestum kunnur. Hvað hét hann? * Aðalspurningar eru hins vegar tíu að þessu sinni, og...
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
Viðtal
4
Seldi paprikustjörnur til Kína
Draugur upp úr öðrum draug, fyrsta einkasýning Helenu Margrétar Jónsdóttir, stendur yfir í Hverfisgallerí til 13. mars. Helena leikur sér að víddum. Ofurraunveruleg málverk hennar eru stúdíur í hversdagsleika, formgerð, dýpt og flatneskju. Á verkum hennar má finna klassískt íslenskt sælgæti, eitthvað sem margir teygja sig í þegar þeir eru dálítið þunnir, sem er einkennandi fyrir titilveru sýningarinnar.
Mynd dagsins
18
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Ferðamenn sem koma hingað frá Grænlandi eru nú, einir þjóða, undanþegnir aðgerðum á landamærum og þurfa því hvorki að fara í skimun, sóttkví eða framvísa neikvæðu PCR-prófi. „Það hefur gengið vel, einungis 30 Covid-19 smit verið í öllu landinu." segir Jacob Isbosethsen (mynd) sendiherra Grænlands á Íslandi. Ef jafnmargir hefðu smitast hér og og á Grænlandi hefðu 195 manns fengið Covid-19. Í morgun var talan örlítið hærri, 6049 einstaklingar hafa fengið farsóttina hér heima.
Stundarskráin
3
Innsetningar, djass og afmæli
Tónleikar, viðburðir og sýningar á næstunni.
Fréttir
1877
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar, sem ríkisstjórnin lofaði samhliða lífskjarasamningum, fellur ekki í kramið hjá aðilum vinnumarkaðarins, fjármálafyrirtækjum og Seðlabankanum.
FréttirSamherjaskjölin
10114
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
Aðsent
9170
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Mamma þarf líka að vinna
Hverjum gagnast efnahagsaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að atvinnumálum?
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir