Vestur í bláinn er tónlistarverkefni og listasýning sem fer fram á tíu stöðum í Reykjavík í september. Á hverjum stað má heyra raddir innflytjenda en listamenn hafa samið tónlistar- og myndlistarverk um sögur þeirra sem fá varla áheyrn, hvorki á meðal listamanna né almennings. Að verkefninu standa Julius Pollux Rothlaender og Claire Paugam, en þau eru frá Þýskalandi og Frakklandi en hafa búið á Íslandi um árabil.
Frá því að Julius flutti til landsins árið 2015 hefur hann verið virkur í íslensku tónlistarlífi, er til að mynda í hljómsveitunum BSÍ, Laura Secord og Stormy Daniels. Áhugi hans á því að blanda saman tónlist og tali vaknaði í spuna- og tónleikaröð sem hann hélt með félaga sínum í Mengi. „Ég fékk mikinn áhuga á rödd mannsins í tónlistarlegri tjáningu í stað söngs,“ útskýrir hann. „Mér finnst röddin segja svo mikla og náttúrulega sögu ein og sér. Jafnvel þegar fólk er bara ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir