Í þessum síðasta hluta greinaflokks um lífið í borginni eftir COVID verður sjónum beint að því sem gerir borgina þess virði að búa í henni, það sem gerir hana eftirsóknarverðari en önnur búsetuform. Við þráum flest að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða, fara í leikhús eða í bíó, hitta vini og fjölskyldu yfir góðri máltíð eða yfir drykkjum á kaffihúsi eða á barnum. Við förum á kappleiki í íþróttum og reynum mörg hver að stunda íþróttir sjálf. Og svo er það tónlistin, sem veitir borgarbúum ómælda ánægju, innblástur, huggun og von. Stundin ræddi við áhrifafólk, rekstraraðila og hagsmunaaðila sem standa í fremstu víglínunni fyrir menningu, mannlíf og veitingabransann í borginni.
Veitingabransinn á brauðfótum
Allt síðan samkomutakmarkanir og ferðabönn hófu að hafa áhrif á veitingarekstur um allan heim hefur verið rætt um framtíð veitingareksturs. Í Bandaríkjunum hefur kokkurinn, sjónvarpsmaðurinn og rithöfundurinn David Chang til að mynda …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir