Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjólreiðar á tímum veirunnar

Marg­ir hafa upp­götv­að gildi hreyf­ing­ar í nærum­hverfi sínu í sam­komu­banni, skrif­ar Árni Dav­íðs­son, formað­ur Lands­sam­taka hjól­reiða­manna.

Hjólreiðar á tímum veirunnar
Gera ætti ráð fyrir aukinni umferð hjólandi og gangandi Ekki væri úr vegi að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við hjólastígagerð sem aðgerð í efnahagskreppunni. Mynd: Davíð Þór

Heimsfaraldur COVID veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið allt. Margir eiga um sárt að binda vegna faraldursins og efnahagsleg áhrif eru skelfileg fyrir marga. Áhrif faraldursins eru þó ekki að öllu leyti neikvæð og meðal annars hafa áhrifin verið mikil á loftslagsmálin. Í borgum víða um heim sést nú í bláan himininn og fjöll og byggingar sem hafa verið ósýnileg vegna loftmengunar frá umferð og iðnaði kom nú í ljós aftur. Það hefur opnað augu margra að sjá svart á hvítu hversu mikil áhrif lífshættir okkar hafa á umhverfið og margir vilja ekki snúa aftur til fyrra ástands. Það má spyrja sig hvort við getum lifað betra og heilbrigðara lífi eftir veiruna en samt haldið viðunandi lífsgæðum og öryggi? 

Eftir samkomubann hafa margir uppgötvað gildi hreyfingar í nærumhverfi sínu og fólk hefur tekið fram reiðhjólin úr geymslum og bílskúrum og farið í hjólaferð með fjölskyldunni. Á stígum og gangstéttum má sjá fjölda fólks sem gengur, hleypur og hjólar  Þetta sést greinilega í talningum á stígum á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar varð mikil aukning gangandi og hjólandi á útivistarstígum eftir samgöngubannið, samanber 1. mynd.

1. myndUmferð gangandi, hlaupandi og hjólandi framhjá talningarstað í Kópavogi á norður-suður leið á stíg yfir Digranesháls.

Breytingar eru mögulegar 

Þegar samfélagið verður fyrir áfalli er gott að staldra við og hugsa sinn gang. Síðast þegar Ísland lenti í svona áfalli í Hruninu 2008 horfðist þjóðin í augu við skakkt gildismat og margir breyttu lífsháttum og gildismati til frambúðar. Það sást meðal annars vel í breyttum ferðamátum sem tóku stakkaskiptum hjá talsverðum fjölda fólks samanber 2. mynd, sem sýnir aukningu hjólreiða í Reykjavík eftir hrun. Sú breyting í ferðavenjum hefur haldist að mestu og sýnir að breytingar eru mögulegar. Á þessum árum hefur líka verið gerð gangskör að lagningu göngu- og hjólastíga og það hefur skapað skilyrði fyrir aukinni hreyfingu almennings.

„Eftir veiruna sjá kannski margir að virk hreyfing með því að ganga, hjóla eða hlaupa getur verið samgöngumáti“ 

Það er samt svo að í flestum tilfellum snýst breyting í ferðavenjum um hugarfar, sálarlíf, menningu og þjóðfélagsskipan. Veiran hefur þau áhrif að hrista upp í lífsháttum. Fólk hefur meiri tíma, lífstakturinn er öðruvísi og fjarvinna er allt í einu möguleg. Allt ýtir þetta undir að fók endurhugsi líf sítt og breyti jafnvel forgangsröðun. Eftir veiruna sjá kannski margir að virk hreyfing með því að ganga, hjóla eða hlaupa getur verið samgöngumáti í og úr vinnu, skóla og til að sækja þjónustu. Ef sú verður raunin getum við við horft bjartsýn fram á veginn og svarað spurningunni hér að framan játandi. Já, við getum að þessu leyti lifað betra og heilbrigðara lífi eftir veiruna og sú breyting mun bæta lífsgæði okkar og auka öryggi.

2. mynd.Hlutfall fullorðinna (yfir 17 og seinna 18 ára aldur) Reykvíkinga, sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla í skoðanakönnun sem oftast hefur verið framkvæmd á haustmánuðum.

 Meðan veiran herjar er virk hreyfing sennilega besta leiðin til að fara um. Menn fá nauðsynlega hreyfingu og tengingu við umhverfi sitt jafnvel þótt sundlaugin og ræktin sé lokuð. Ganga, hlaup og hjólreiðar með fjölskyldu, vinum eða kunningjum í minni hópum er alls ekki á skjön við samkomubannið meðan menn virða 2 metra regluna.

Æskilegt er líka að yfirvöld geri ráð fyrir aukinni umferð hjólandi og gangandi í framtíðinni og skipuleggi umhverfið okkar með það í huga. Aukin umferð á stígunum sýnir fram á nauðsyn þess að umferð gangandi og hjólandi á stígum verði aðskilin mun víðar. Það væri ekki úr vegi að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við stígana því það gæti komið sér vel í atvinnuleysinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu