Hvernig saga
Eskju sýnir
brestina í
kvótakerfinu

Mak­r­íl­mál­ið, skaða­bóta­mál út­gerð­anna sjö gegn ís­lenska rík­inu, hef­ur kveikt upp hina ára­tuga­löngu um­ræðu um kvóta­kerf­ið og rétt­læti þess. Ein af út­gerð­un­um sem vildi skaða­bæt­ur frá rík­inu var Eskja á Eski­firði. Saga þeirr­ar út­gerð­ar, stór­felld­ur hagn­að­ur hlut­hafa sem hafa selt sig út úr henni, fram­leiga á þorskskvóta og leigu­tekj­ur af hon­um sem og gef­ins mak­ríl­kvóti upp á 7 millj­arða op­in­bera eig­in­leika í kvóta­kerf­inu sem marg­ir telja gagn­rýni­verða.

„Að hugsa sér að ég, sem einu sinni var aumastur allra, skuli eiga meirihluta í fyrirtæki sem veltir tæpum þremur milljörðum.“

Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki

Mál útgerðanna sjö sem stefndu íslenska ríkinu til greiðslu skaðabóta upp á rúma 10 milljarða króna vegna úthlutunar á makrílkvóta hefur, í miðjum COVID-faraldrinum, vakið umræðuna um kvótakerfið: Kosti kerfisins og galla, réttlæti þess og ranglæti. Umræðan um kvótakerfið og eðli þess er auðvitað viðvarandi í íslensku samfélagi en síðustu vikurnar hafa fá önnur tíðindi en fréttir af COVID-19 fengið verulega athygli. 

Svo komst mál útgerðanna sjö í hámæli þegar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra birti svar um stefnur þeirra og skaðabótakröfur á vef Alþingis.

Í kjölfarið fóru fram harðar umræður um málið á Alþingi, meðal annars þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti makrílmálið í samhengi við eðli kvótakerfisins sem slíks um leið og hann gagnrýndi kröfur útgerðanna: „Fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið okkar er ekki nátt­úru­lög­mál. Það er mann­anna verk. Aðgangur að auð­lind­inni, stjórnun veið­anna, hvernig við viljum tryggja sjálf­bærni veið­anna, hvaða gjald við ætlum að taka í veiði­gjald. Þetta eru allt mál sem …

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu