Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Finnar opna birgðageymslurnar í fyrsta sinn

Þeir voru sagð­ir gam­aldags og of­sókn­aróð­ir en búa nú að því að eiga um­tals­verð­ar birgð­ir and­lits­gríma, lyfja og lækn­inga­tækja. Finn­ar hafa hald­ið áfram að safna í neyð­ar­birgða­geymsl­ur sín­ar, nokk­uð sem flest­ar þjóð­ir hættu að gera þeg­ar kalda stríð­ið leið und­ir lok.

Finnar opna birgðageymslurnar í fyrsta sinn
COVID-19 Frá miðborg Helsinki, höfuðborgar Finnlands. Styttan af smiðunum þremur sem er eitt frægasta kennileiti borgarinnar ber nú merki COVID-19 faraldursins. Smiðirnir bera andlitsgrímur og lumbra á kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Mynd: Shutterstock

Neyðarbirgðageymslur Finnlands koma nú að góðum notum, en þar geyma finnsk stjórnvöld meðal annars gríðarlegt magn af andlitsgrímum, lyfjum og ýmsum lækningavörum. Safnað hefur verið í geymslurnar og birgðirnar endurnýjaðar eftir þörfum allt frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari.

Á tímum kalda stríðsins komu margar vestrænar þjóðir sér upp birgðum af því sem talið var vera nauðsynlegt til að halda landinu gangandi í nokkra mánuði, kæmi til átaka eða einangrunar landsins. Þessar birgðir voru meðal annars matvara, lyf og eldsneyti og þegar leið undir lok kalda stríðsins hættu allflestar þjóðir slíkri birgðasöfnun.

En ekki Finnar. Þeir viðhéldu þessari birgðastöðu sinni og nú býr finnska þjóðin að því að eiga vel búnar birgðageymslur sem koma sér vel í COVID-19 faraldrinum.  Þar eru lyf og lækningavörur, eldsneyti, korn, tæki og búnaður til landbúnaðar og efniviður til að smíða vopn. Og nú hefur dyrum geymslunnar verið lokið upp, birgðirnar notaðar í fyrsta skiptið síðan byrjað var að safna þeim og fyrir skömmu var andlitsgrímum úr geymslunum dreift á milli spítala í Finnlandi. 

Sagðir gamaldags og með ofsóknaræði

Fjallað er um þetta á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten. „Á meðan flest lönd, Noregur þar með talinn, hættu að safna slíkum lager héldu Finnar áfram eins og ekkert hefði í skorist,“ segir Magnus Håkenstad, sem er sérfræðingur í málefnum kalda stríðsins hjá rannsóknarstofnun um varnarmál í Noregi. „Finnar hafa verið skotspónn háðs og spotts í gegnum tíðina. Þeir hafa verið kallaðir gamaldags og með ofsóknaræði, en núna sjáum við að þetta var ekki svo galið hjá þeim eftir allt saman,“ segir hann. 

„Finnar hafa verið skotspónn háðs og spotts í gegnum tíðina. En núna sjáum við að þetta var ekki svo galið hjá þeim eftir allt saman“

Í grein Aftenposten segir að tilvist birgðageymslanna sé umlukin talsverðri leynd. Hvar þær séu og hversu mikið sé í þeim sé ríkisleyndarmál. Það eina sem hefur verið gert opinbert er að geymslurnar eru staðsettar víða um land.

Í erfðaefni Finna að vera við öllu viðbúnir

The New York Times fjallar einnig um þessar birgðageymslur Finna. Í grein blaðsins er þessi staða sögð öfundsverð og Finnar eru þar kallaðir „The prepper nation of the Nordics“, eða dómsdagsspámenn Norðurlandanna, en „prepper“ er notað um fólk sem eru ávallt undirbúið fyrir dómsdag af einhverju tagi. 

Með grímuNeyðarbirgðageymslur Finnlands koma nú að góðum notum, en þar geyma finnsk stjórnvöld meðal annars gríðarlegt magn af andlitsgrímum, lyfjum og ýmsum lækningavörum.

„Finnar eiga löng landamæri að Rússlandi. Þeir reiða sig á samgöngur um Eystrasaltið og hafa í gegnum tíðina verið viðbúnir hinu versta„“ segir Tomi Lounmena, forstjóri neyðarbirgðastofnunar Finnlands  í samtali við NYT. „Það er í erfðaefni Finna að vera við öllu viðbúnir.“

Hann segir að sumt af því sem er í birgðageymslunni sé komið til ára sinna, en það sé vel nothæft og nefnir þar andlitsgrímur.

Varpar ljósi á viðkvæma stöðu Norðurlandanna

Í grein NYT segir að þetta varpi ljósi á hversu viðkvæm staða Norðurlandaþjóðanna sé í raun og hversu mikið þær þurfi að reiða sig á innflutning.

„Þó að sænska ríkið hafi ekki gætt að birgðastöðu sinni, þá hafa landsmenn þar í gegnum tíðina verið hvattir til að koma sér upp sínum eigin neyðarbirgðum,“  segir í greininni. Þar er vísað til þess að allir Svíar hafi fengið bækling sendan í pósti fyrir um tveimur árum sem bar heitið Hættuástand eða stríð og þar eru leiðbeiningar um hvernig heimili geti komið sér upp matar- og vatnsbirgðum og ýmsum nauðsynjavörum, komi til slíks ástands.

Í greininni segir að Norðmenn hafi áður gætt þess að eiga birgðir af ýmsum nauðsynjavörum í landinu, en ekki hafi verið lögð nægileg áhersla á það undanfarna áratugi og að helsta áhyggjuefni Norðmanna sé hugsanlegur skortur á lyfjum og lækningavörum. Yrði lokað fyrir innflutning á slíkum vörum yrði landið fljótt uppiskroppa, en mestur hluti þeirra kemur frá Kína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
4
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
8
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár