Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að Útlendingastofnun eigi að hætta brottflutningi hælisleitenda til Grikklands. Ísland standi sig nokkuð vel í málaflokknum, en evrópska kerfið sé „handónýtt“. Rauði krossinn hvetur fólk til að gerast Leiðsöguvinir nýkominna hælisleitenda.
Viðtal
Ósátt við Tívolíið í Kaupmannahöfn: „Það er ennþá komið fram við okkur eins og einhverja exótíska hluti“
Grænlenska tónlistarkonan Varna Marianne Nielsen er ósátt við að Tívolíið í Kaupmannahöfn hafi notað mynd af henni í leyfisleysi til að auglýsa grænlenska menningarhátið. Hún segir að Danir stilli Grænlendingum upp sem ,,exótískum hlutum“. Tivólíið biður afsökunar og útskýrir af hverju myndin af henni var birt með þessum hætti.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
Misheppnað „töfrabragð“ Sorpu
Molta, framleidd í nýrri stöð Sorpu, reyndist plastmenguð og stóðst ekki kröfur, eins og sérfræðingar ítrekað vöruðu við. Upplýsingunum var haldið frá almenningi og moltan sögð „lofa góðu“. Ísland endurvinnur sorp minnst allra Norðurlanda.
Fréttir
Konur nota ópíóða meira en karlar
Notkun lyfseðilsskyldra ópíóða á Íslandi er meiri en á hinum Norðurlöndunum.
Fréttir
Hlutfall heimilanna í heilbrigðisútgjöldum lækkar
Íslensk heimili standa undir 15 prósentum af útgjöldum til heilbrigðismála. Árið 2010 var hlutfallið 18 prósent. Stefnt er að því að það verði 13-14 prósent árið 2025 og þá hvað lægst af Norðurlöndunum.
Rannsókn
Grískur maður „númer tvö“ hjá íslenskum nýnasistum
Maður með tengsl við gríska nýnasista segist hafa ýtt undir stofnun Norðurvígis í samvinnu við nýnasista á Norðurlöndum. Málið varpar ljósi á hvernig íslenskir nýnasistar hafa fengið erlendan stuðning til að skipuleggja sig hérlendis.
Fréttir
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
Viðtal
Vann í Jeopardy! og flutti til Íslands
Bandaríkjamaðurinn Ryan Fenster þakkar sigurgöngu sinni í spurningaþættinum Jeopardy! að hann hafi getað látið draum sinn um að læra miðaldasögu við Háskóla Íslands rætast. Á sama tíma glímdi hann við veikindi, en vonast nú til að vera áfram hérlendis að rannsaka víkingatímann næstu árin.
Fréttir
Hundruð norrænna karla kynda undir kvenhatri á netinu
Um 850 karlmenn eru virkir á vefsvæðum þar sem kvenhatur er ráðandi. Ísland mælist lægst Norðurlandanna en gögn héðan eru ófullkomin. Jón Ingvar Kjaran prófessor segir rannsóknir skorta og Elísabet Ýr Atladóttir aktívisti segir slíka umræðu bæði falda hér á landi og birtast með öðrum hætti.
Fréttir
Studdi tillögu gegn falsfréttum erlendis en ekki hér heima
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, stendur ekki að þingsályktunartillögu um baráttu gegn upplýsingaóreiðu, en samþykkti þó sams konar tillögu í nefnd Norðurlandaráðs í september. Hún segir ekki tilefni til að breyta umhverfinu á grundvelli falsfrétta sem dreift var í Brexit-kosningunum og þegar Trump var kjörinn 2016.
Fréttir
Covid-19 gæti aukið áhrif hamfarahlýnunar
António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi Norðurlandaráðs að Covid-19 geti haft slæm áhrif á loftslagsvánna og sjálfbæra þróun.
FréttirLoftslagsbreytingar
Aðgerðir skortir og losun frá Íslandi eykst umfram skuldbindingar
Ný aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar setur loftslagsmarkmið sem standa nágrannaþjóðunum að baki. Framkvæmdastjóri Landverndar segir óljóst hvernig standa eigi við þann hluta stefnunnar sem snýr að vegasamgöngum, útgerð og landbúnaði. Ísland hefur losað langt um meira en miðað var við í Kýótó-bókuninni.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.