Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Óttast hungrið meira en veiruna

Stjórn­völd í Arg­entínu hafa stært sig af því að hafa brugð­ist hratt við ógn­inni sem staf­ar af COVID-19. Frá því 19. mars hef­ur út­göngu­bann ver­ið í gildi þar. Lucia Maina Wa­ism­an er blaða­mað­ur, sam­fé­lags­miðl­ari, kenn­ari og bar­áttu­kona fyr­ir mann­rétt­ind­um, sem er bú­sett í borg­inni Kor­dóba í Arg­entínu. Hún deil­ir dag­bókar­færsl­um sín­um með les­end­um Stund­ar­inn­ar.

Óttast hungrið meira en veiruna

25. mars 2020

Lucia Maina Waisman

„Það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég opna augun er regnið sem bylur á svölunum. Rigningin kveikir í mér annars konar ánægju en önnur veður, líkt og ég finni í því heilbrigða afsökun, minna dramatíska, fyrir því að halda mig hér alein og innilokuð heima hjá mér. Í gær var fimmti dagurinn í útgöngubanninu hér í Argentínu en þögn borgarinnar var öðruvísi, mannlausar göturnar enn tómari en áður. Það er minningardagur sannleika og réttlætis (Día Nacional de la Memoria por la Verdad y la Justicia), afmælisdagur valdaránsins sem leiddi af sér pyntingar og morð. 30 milljónir manns hurfu sporlaust. Þetta er í fyrsta sinn í meira en 36 ár sem Argentínumenn koma ekki saman úti á götu 24. mars og ganga saman fyrir mannréttindi. Á grindverk og svalir hafa hundruð manneskja hengt hvíta vasaklúta sem skrifað hefur verið á: Aldrei aftur! Annar eins fjöldi deilir ljósmyndum og minningum af hryðjuverkum ríkisins. Undir kvöld heyrast hróp til minningar um þá horfnu út um fjölda glugga. Samstarfskona mín, sem býr í smábæ í útjaðri Kórdóbu, skrifar og óskar eftir aðstoð. Segir að í húsinu hennar dvelji nú fjórar manneskjur sem geta ekki farið aftur til sinna heima, vegna sóttkvíarinnar sem yfirvöld skylda alla til að hlýða. „Í nótt sváfu þau úti í rigningunni. Ég talaði við lögregluna og enginn tekur ábyrgð á þessu ástandi,“ segir hún og skilaboðin umbreyta litlu ánægjustundinni minni í djúpa depurð. Hjálparstofnanir óska eftir framlögum til þess að þær geti haldið mötuneytum sínum opnum, en í þeim eru búnar til máltíðir sem síðan er dreift í fátækustu hverfi borgarinnar. Í mörg ár hafa þau verið eina leiðin til að seðja hungur fjölskyldna í þúsundavís. Þeim fer hratt fjölgandi núna sem þurfa hjálp, því margir hafa misst vinnuna.

„Hjálparstofnanir óska eftir framlögum til þess að þær geti haldið mötuneytum sínum opnum“

117 ný tilfelli af kórónavírusnum voru staðfest í landinu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem talan er þriggja stafa á einum degi. Orðið á götunni er að útgöngubannið verði framlengt. Á sama tíma berast fréttir af því að byrjað sé að aflétta henni í Wuhan, borginni þar sem vírusinn átti upptök sín. Ég fæ myndsímtal frá foreldrum mínum. Þau eru bæði læknar og stjórna ásamt öðrum heilsugæslu í suðurhluta héraðsins, en þar sem þau eru bæði yfir sjötugu mega þau bara vinna að heiman. Þau segja mér að hjúkrunarfræðingur sem vinnur með þeim sé smituð. Í kvöld, líkt og öll kvöld klukkan 9, byrjar bergmál lófataks að endurkastast á milli bygginga hverfisins. Við bætumst eitt og eitt í hópinn, klöppum með og sýnum með því samstöðu með heilbrigðisstarfsfólki í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.“

26. mars 2020

„Kaktusinn á svölunum mínum blómstrar rauðu blómi. Plönturnar sem ég sáði hér á tíundu hæð í blokkinni minni eru mitt skjól. Ég held mér upptekinni með því að vinna og leiðrétti verkefni sextán ára nemenda minna sem skrifa um gildi á borð við gleði og samfélagsvitund. Það eru tvær vikur frá því að ég hætti að kenna þeim í skólanum. Ég svara fyrirspurnum þeirra í gegnum stafræna kennslustofu og finn fyrir takmörkunum tækninnar. Í gamla veruleikanum búa samræðurnar, undirstaða allrar menntunar. Í dag fór ég út að kaupa í matinn. Hér í Argentínu erum við vön löngum röðum í bönkum, á strætóstoppistöðvum og opinberum skrifstofum, en ekki við apótek og matvöruverslanir eins og núna. Ég nálgast nokkrar manneskjur sem standa á gangstéttinni og bíða þess að starfsmaður færi þeim grænmeti. Þær halda sig frá hver annarri, helmingur þeirra með hanska og andlitsgrímur. „Það er ekki til neitt kjöt lengur,“ segir starfsmaðurinn. Úti á götuhorni standa grímuklæddir lögreglumenn og tala saman. 1.983 manneskjur eru nú þegar í haldi lögreglunnar í Kordóba, fyrir að brjóta sóttkví, 6.100 manns í landinu öllu. Fréttir af lögregluofbeldi hafa verið að berast. Í einhverjum tilfellum hafa þau handteknu verið lokuð inni í básum með rimlum, úti á miðri götu. Tvisvar í dag hef ég heyrt í lögregluþyrlunum sveima yfir okkur. Það er langt síðan ég hef heyrt í þeim hringsóla yfir borginni. Í gær var tilkynnt um 87 ný smit í landinu. 589 eru nú smitaðir af vírusnum og tólf látnir. Það er tilkynnt að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi valið Argentínu til að vera eitt tíu landa sem prófa nýja meðferð gegn kórónavírusnum.

„Það er ekki til neitt kjöt lengur“

Klukkan er níu að kvöldi og lófatakið berst mér inn um gluggann. Áður fyrr voru einu hljóðin sem bárust á milli glugga bygginganna í hverfinu fagnaðarópin þegar skorað var í mikilvægum fótboltaleikjum. Núna er það orðið hversdagsleg helgiathöfn að heiðra heilbrigðisstarfsfólk. Í þetta sinn hljómar frá trompetinu lagið Yesterday með Bítlunum.“ 

27. mars 2020

„Á sameiginlegri þakverönd hússins leikur lítið barn sér með foreldrum sínum. Veröndin hefur aldrei verið í eins mikilli notkun og nú. Ég bý á efstu hæð og heyri nágrannakonu mína spjalla við fjölskylduna. Niðri á götu hringsóla örfáir bílar og mótorhjól frá heimsendingarfyrirtækjum á borð við PedidosYa, Glovo eða Rappi. Vörur þeirra teljast nú til nauðsynja og þess vegna fá sendlarnir undanþágu frá sóttkví. Þeir bera ekki hanska, eru ekki með grímur né nota nokkurn annan hlífðarbúnað. Fyrirtækin sem þeir vinna fyrir kaupa ekki heilbrigðistryggingu fyrir þá. Ég fæ skilaboð frá hjálparsamtökum: Í dag lést ein frumbyggjastúlkan í viðbót úr vannæringu. Hún var fimm ára. Bróðir hennar, eins árs, lést í gær af sömu ástæðu. Ég tek ákvörðun um að fylgjast ekki með því í dag hversu margir í viðbót hafi smitast af kórónaveirunni. Sögu fyrsta mannsins sem smitaðist af vírusnum í borginni þar sem ég fæddist hefur verið dreift á samfélagsmiðlum. Hann er eins og brennimerktur. Hann liggur enn á spítala en konan hans, sem hefur jafnað sig, getur ekki snúið aftur á heimaslóðir. Mamma mín, læknirinn, segir mér í myndsímtali að margt samstarfsfólk hennar hafi byrjað að þróa með sér andlega erfiðleika: hræðslu og kvíða, fái jafnvel kvíðaköst. Einhver þeirra, þau yngstu í hópnum, hafa ákveðið að hætta að mæta til vinnu. Eftir að hafa hyllt heilbrigðisstarfsfólk með lófaklappi reynir trompetið að leika fyrir okkur lag en annar nágranni hefur sett hátalara út í glugga. Hann spilar lag á hæsta styrk og fegurðin gufar upp.“ 

28. mars 2020

„Á fjölmiðlinum þar sem ég starfa fáum við stöðugt meira af upplýsingum frá ólíkum héruðum, borgum og bæjum. Kollegar okkar vilja segja frá því sem er að eiga sér stað í þeirra nærumhverfi, sérfræðingar sem vilja segja sína skoðun, samtök sem óska eftir hjálp eða benda á óréttlæti, stéttarfélög sem berjast fyrir rétti sinna skjólstæðinga. Það er laugardagur og þess vegna nýti ég hluta dagsins í félagsleg samskipti. Nú eru það stafrænar stundir með stórfjölskyldunni og seinna með góðum vinkonum. Þetta eru fyrstu skiptin sem ég prófa hópsamtöl á netinu. Mér líður eins og útlendingi sem skilur ekki tungumál hinna þegar ég horfi á andlit alls þessa fólks sem mér þykir svo vænt um og það horfir til baka á mig af skjánum. Í dag greindust 55 ný tilfelli af kórónavírusnum í Argentínu. Það er helmingi minna en í gær. Það er létt yfir fréttatímum dagsins. Í þeim er síendurtekið að ríkisstjórnin hafi brugðist nógu tímanlega við heimsfaraldrinum til að geta haldið honum í skefjum. Þetta kvöld læt ég duga að hlusta á lófatakið utan frá, meðan ég á myndsímtal við vinkonu mína. Hún segir mér frá því að í þorpinu hennar, staðsettu uppi í fjöllunum, aðeins nokkra kílómetra í burtu, hafi daglegt líf nær ekkert breyst frá því að útgöngubannið skall á.“

„Í dag greindust 55 ný tilfelli af kórónavírusnum í Argentínu“

29. mars 2020

„Þrátt fyrir að það sé sunnudagur afreka ég að gera líkamsæfingarnar sem ég hef einsett mér að gera á hverjum degi en stend sjaldan við. Dálítið jóga á þaksvölunum, hlaupa upp og niður tröppurnar þær tíu hæðir sem eru á milli íbúðarinnar minnar og útidyrahurðar fjölbýlishússins.  Á netinu gengur myndband sem sýnir lögreglumann skjóta á manneskju úti á miðri götu í annarri borga sýslunnar, fyrir að hafa brotið gegn sóttkví. Sem betur fer fann skotið sér ekki leið inn í líkama hennar. Ég vel mér bíómynd til að horfa á af lista sem stjórnandi kvikmyndaklúbbs í borginni minni setti á samfélagsmiðla. Að ég skuli vera ein að horfa á bíómynd heima hjá mér í miðjum heimsfaraldri kallar á gamanmynd. Forsetinn tilkynnir að útgöngubannið sem átti að ljúka eftir tvo daga verði framlengt til 13. apríl, eftir páska. Það þýðir að við erum ekki einu sinni hálfnuð. Eftir lófatak kvöldsins ríkir algjör þögn. Klukkan 1 eftir miðnætti vakna ég við hávaða og fer út á svalir: Tveir karlmenn hlaupa eftir yfirgefinni götunni og kasta ruslapokunum okkar upp í vörubíl í lausagangi.“

30. mars 2020

„Það fyrsta sem ég heyri í útvarpinu á meðan ég drekk morgun-mate-ið mitt er að stórfyrirtæki eru byrjuð að segja upp starfsfólki sínu. Stéttarfélögin kvarta og ríkisstjórnin fullyrðir að fyrirtækin verð sektuð. Ég er að skrifa grein fyrir tímarit í Buenas Aires og ver deginum í að taka viðtöl við fólk og félagasamtök sem reka mötuneyti í fátækrahverfum Kórdóbu. Sögur þeirra eru allar á sömu leið: Fólkið má ekki fara út til að vinna fyrir sér. Það er svangt og það er ekki til nógu mikill matur fyrir alla. Klukkan sex berast öskur og læti inn til mín. Ég finn mér pott og skeið og læt líka heyra í mér út um gluggann. Sú sem stendur fyrir hávaðanum lét orðið berast um samfélagsmiðla. Við mótmælum kynbundnu ofbeldi heiman frá okkur. Eftir 11 daga útgöngubann hafa 12 konur verið myrtar í landinu og tilkynningum kvenna sem eru lokaðar inni með árásarmönnum sínum fjölgar. Það er komið haust en plönturnar á svölunum mínum blómstra enn, fjólubláu og rauðu. Ég anda þeim djúpt að mér.“

31. mars 2020

„Útgöngubanninu átti að ljúka í dag en eftir tilkynningu forsetans í gær er þetta bara enn einn dagurinn. Það eru tvær vikur fram undan í útgöngubanni og nú þegar gengur sagan að þetta komi til með að vara enn lengur. Á meðan áttatíu manneskjur eru smitaðar af kórónavírusnum í Kordóba herjar annar faraldur á þúsundir annarra í héraðinu: Beinbrunasóttin. Þetta er veiki sem smitast með moskítóflugum og hefur mest áhrif á fátækasta fólkið í landinu sem býr ekki við hreinlæti. Kannski er það af því að þau eru fátæk að lítið er talað um þetta og fólkið sem þjáist af sóttinni fær ekki heilbrigðisþjónustu?

„Eftir 11 daga útgöngubann hafa 12 konur verið myrtar í landinu“

Ég fer inn á heimabankann minn til þess að leggja mitt af mörkum til að halda mötuneytum fátækrahverfanna starfandi en finn ekki fyrir neinu nema vanmætti. Ég hef ekki mestar áhyggjur af heimsfaraldrinum lengur, heldur af hungrinu. Í nokkrum borgum byrja að berast sögur um gripdeildir en þær hafa ekki verið staðfestar. Úr trompetinu hljómar laglína My Way hans Frank Sinatra og blandast saman við lófatak fólksins sem heiðrar heilbrigðisstarfsfólk. En í kvöld finnst mér ég vera langt í burtu frá nágrönnum mínum. Það eina sem ég heyri er rödd vinar míns í símanum. Hann veltir því fyrir sér hvernig er hægt að heimfæra þessa nýfæddu samfélagsnæmi sem fæddist með heimsfaraldrinum yfir á sárafátæka fólkið sem býr aðeins nokkrum húsaröðum héðan og fær ekki nokkra heilbrigðisþjónustu.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók í útgöngubanni

Straujar peningaseðlana til að drepa veiruna
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Strauj­ar pen­inga­seðl­ana til að drepa veiruna

Mik­il óvissa rík­ir hjá íbú­um Ung­verja­lands um það hvað stór­auk­in völd stjórn­valda í kjöl­far laga­breyt­ing­ar hafi í för með sér. Einn þeirra er Her­ald Magy­ar, rit­höf­und­ur, þýð­andi, leik­ari og lista­mað­ur frá Ung­verjalandi, sem býr ásamt eig­in­konu sinni í litlu húsi í út­jaðri smá­bæj­ar í norð­ur­hluta Ung­verja­lands. Líf þeirra hef­ur koll­varp­ast á skömm­um tíma. Her­ald er einn sex jarð­ar­búa sem deila dag­bók­um sín­um úr út­göngu­banni með les­end­um Stund­ar­inn­ar.
Dagbækur úr útgöngubanni: „Ekkert verður aftur eins og það var“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Dag­bæk­ur úr út­göngu­banni: „Ekk­ert verð­ur aft­ur eins og það var“

Rót­tæk­ar breyt­ing­ar á dag­legu lífi eru nú veru­leiki fólks um heim all­an. Sökn­uð­ur eft­ir hvers­dags­lífi, vin­um og fjöl­skyldu, ótti við hið ókunna, at­vinnuóör­yggi og tor­tryggni í garð yf­ir­valda er með­al þess sem lesa má úr dag­bókar­færsl­um sex jarð­ar­búa, skrif­að­ar á sjö dög­um. All­ir búa þeir við út­göngu­bann á sín­um bletti jarð­ar­kúl­unn­ar. En þrátt fyr­ir að all­ir lifi þeir nú tíma sem eiga sér enga hlið­stæðu í sög­unni njóta þeir í aukn­um mæli feg­urð­ar þess ein­falda, finna til djúp­stæðs ná­ungakær­leika og vilja síð­ur snúa aft­ur til þess mynst­urs sem ein­kenndi líf þeirra áð­ur en veir­an tók það yf­ir.
„Getum við farið?“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

„Get­um við far­ið?“

Í Marra­kesh í Marrokkó búa hjón­in Birta og Ot­hm­an með dæt­ur sín­ar fjór­ar. Þar­lend yf­ir­völd brugð­ust hrað­ar við COVID-vánni en mörg ná­granna­rík­in, settu með­al ann­ars á strangt út­göngu­bann og aðr­ar höml­ur á dag­legt líf. Þrátt fyr­ir að­gerð­irn­ar hef­ur til­fell­um kór­óna­veirunn­ar fjölg­að þar hratt á und­an­förn­um dög­um. Birta Ár­dal Nóra Berg­steins­dótt­ir deil­ir dag­bók sinni með les­end­um Stund­ar­inn­ar. Í henni má með­al ann­ars lesa að fjöl­skyld­an hafði hug á að koma til Ís­lands á með­an á heims­far­aldr­in­um stend­ur, sem hef­ur reynst erfitt hing­að til.
„Það er svo mikil þögn þarna úti“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

„Það er svo mik­il þögn þarna úti“

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um fóru hægt af stað með að­gerð­ir til að hefta COVID-19 far­ald­ur­inn og lands­menn virð­ast nú súpa nú seyð­ið af því, þeg­ar út­breiðsla hans virð­ist stjórn­laus. New York-ríki hef­ur hing­að til far­ið verst út úr far­aldr­in­um en til­fell­un­um fjölg­ar hins veg­ar hratt í fleiri ríkj­um, með­al ann­ars í Los Ang­eles þar sem Si­obh­an Murp­hy, rit­höf­und­ur og fram­leið­andi, býr.
Býst ekki við að börnin snúi aftur í skólann á þessu ári
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Býst ekki við að börn­in snúi aft­ur í skól­ann á þessu ári

Í Katalón­íu hef­ur ver­ið strangt úti­vist­ar­bann í gildi frá því um miðj­an mars. Þar, eins og víð­ar í land­inu, eru íbú­ar ugg­andi enda stand­ast heil­brigð­is­stofn­an­ir álag­ið vegna kór­óna­veirunn­ar illa. Í Barcelona býr Judit Porta, blaða­mað­ur og menn­ing­ar­miðl­ari, með eig­in­manni og tveim­ur börn­um. Þau búa í lít­illi íbúð í Gracia-hverf­inu og hafa ekki stig­ið út fyr­ir húss­ins dyr svo vik­um skipt­ir. Hún deil­ir hér dag­bók sinni með les­end­um Stund­ar­inn­ar.

Mest lesið

Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
1
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
2
ViðtalHamingjan

Úti­vist og hreyf­ing í góð­um hópi eyk­ur lífs­gleði

Harpa Stef­áns­dótt­ir hef­ur þurft að rækta ham­ingj­una á nýj­an hátt síð­ustu ár. Þar hef­ur spil­að stærst­an þátt breyt­ing­ar á fjöl­skyldu­mynstri. Hún hef­ur auk þess um ára­bil bú­ið í tveim­ur lönd­um og seg­ir að sitt dag­lega líf hafi ein­kennst af að hafa þurft að hafa fyr­ir því að sækja sér fé­lags­skap og skapa ný tengsl fjarri sínu nán­asta fólki. Harpa tal­ar um mik­il­vægi hóp­a­starfs tengt úti­vist og hreyf­ingu en hún tel­ur að hreyf­ing í góð­um hópi stuðli að vellíð­an.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
3
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Gunnar Hersveinn
4
Pistill

Gunnar Hersveinn

Gerðu það, reyndu að vera eðli­leg!

„Hvað er eðli­legt?“ skrif­ar Gunn­ar Her­sveinn. „Hent­ar það stjórn­end­um valda­kerfa best að flestall­ir séu venju­leg­ir í hátt­um og hugs­un? Hér er rýnt í völd og sam­fé­lags­gerð, með­al ann­ars út frá skáld­sög­unni Kjör­búð­ar­kon­an eft­ir jap­anska höf­und­inn Sayaka Murata sem varp­ar ljósi á marglaga valda­kerfi og kúg­un þess. Hvaða leið­ir eru fær­ar and­spæn­is yf­ir­þyrm­andi hópþrýst­ingi gagn­vart þeim sem virð­ast vera á skjön?“
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
6
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
7
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.

Mest deilt

Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
1
ÚttektEin í heiminum

Ein­hverf án geð­heil­brigð­is­þjón­ustu: „Háal­var­legt mál“

Stöð­ug glíma við sam­fé­lag sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki get­ur leitt til al­var­legra veik­inda. Þetta segja við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem öll voru full­orð­in þeg­ar þau voru greind ein­hverf. Fram­kvæmda­stjóri Ein­hverf­u­sam­tak­anna seg­ir þau til­heyra hópi sem fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu sem sé lög­brot. Sænsk rann­sókn leiddi í ljós að ein­hverf­ir lifi að með­al­tali 16 ár­um skem­ur en fólk sem ekki er ein­hverft. „Stað­an er háal­var­leg,“ seg­ir sál­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­hæft sig í ein­hverfu.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
2
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
3
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
4
Fréttir

Hjól­reiða­fólk „með líf­ið í lúk­un­um“

Formað­ur Reið­hjóla­bænda seg­ir ör­yggi hjól­reiða­fólks hætt kom­ið, bæði á þjóð­veg­um og í þétt­býli. Lög­legt sé til dæm­is að taka fram úr reið­hjóli á blind­hæð og van­þekk­ing sé með­al öku­manna um þær um­ferð­ar­regl­ur sem gilda. Sam­stillt átak þurfi til að stöðva fjölg­un slysa óvar­inna veg­far­enda.
„Við erum huldufólkið í kerfinu“
5
ViðtalEin í heiminum

„Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu“

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að ein­hverft fólk sé frá blautu barns­beini gas­lýst dag­lega því að stöð­ugt sé ef­ast um upp­lif­un þess. Það leiði af sér flókn­ar and­leg­ar og lík­am­leg­ar áskor­an­ir en stuðn­ing­ur við full­orð­ið ein­hverft fólk sé nán­ast eng­inn. „Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu,“ seg­ir Guð­laug sem glím­ir nú við ein­hverf­ukuln­un í ann­að sinn á nokkr­um ár­um.
Seinhverfur og stefnir á góðan seinni hálfleik
6
ViðtalEin í heiminum

Sein­hverf­ur og stefn­ir á góð­an seinni hálfleik

Páll Ár­mann Páls­son var greind­ur ein­hverf­ur þeg­ar hann var á fer­tugs­aldri og seg­ir að sorg­in yf­ir því að hafa ver­ið ein­hverf­ur hálfa æv­ina án þess að vita það sé djúp. Líf hans hafi ver­ið þyrn­um stráð. Hann ætl­ar að eiga góð­an ,,seinni hálfleik" þótt það taki á að búa í sam­fé­lagi sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki.
Sigmundur Davíð hættir við
7
Fréttir

Sig­mund­ur Dav­íð hætt­ir við

„Ég neydd­ist til að hætta við þátt­töku mína vegna þingstarfa á Ís­landi,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son við Dagens Nyheter um fyr­ir­hug­aða ræðu sína á ráð­stefnu sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­manna.

Mest lesið í vikunni

Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
1
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Þetta er göngu­leið­in að nýja eld­gos­inu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.
Sigmundur Davíð hættir við
2
Fréttir

Sig­mund­ur Dav­íð hætt­ir við

„Ég neydd­ist til að hætta við þátt­töku mína vegna þingstarfa á Ís­landi,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son við Dagens Nyheter um fyr­ir­hug­aða ræðu sína á ráð­stefnu sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­manna.
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
3
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Hér er sérstakt hættusvæði hjá eldgosinu
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Hér er sér­stakt hættu­svæði hjá eld­gos­inu

Göngu­leið að eld­gos­inu ligg­ur yf­ir áætl­að­an kviku­gang þar sem þyk­ir mögu­legt að hraun geti kom­ið upp úr jörðu með litl­um fyr­ir­vara.
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
5
Greining

Ekki bara pest að kjósa Fram­sókn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er óvænt orð­in heit­asta lumma ís­lenskra stjórn­mála. Ungt fólk, sér­stak­lega ung­ar kon­ur, virð­ast lað­ast að flokkn­um. Spill­ing­arstimp­ill­inn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virð­ist horf­inn. Hvað gerð­ist? Geng­ur vofa bæjarra­dikal­anna ljós­um log­um í flokkn­um?
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
6
ViðtalHamingjan

Úti­vist og hreyf­ing í góð­um hópi eyk­ur lífs­gleði

Harpa Stef­áns­dótt­ir hef­ur þurft að rækta ham­ingj­una á nýj­an hátt síð­ustu ár. Þar hef­ur spil­að stærst­an þátt breyt­ing­ar á fjöl­skyldu­mynstri. Hún hef­ur auk þess um ára­bil bú­ið í tveim­ur lönd­um og seg­ir að sitt dag­lega líf hafi ein­kennst af að hafa þurft að hafa fyr­ir því að sækja sér fé­lags­skap og skapa ný tengsl fjarri sínu nán­asta fólki. Harpa tal­ar um mik­il­vægi hóp­a­starfs tengt úti­vist og hreyf­ingu en hún tel­ur að hreyf­ing í góð­um hópi stuðli að vellíð­an.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
7
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.

Mest lesið í mánuðinum

Helgi Seljan
1
Leiðari

Helgi Seljan

Í landi hinna ótengdu að­ila

Á Ís­landi eru all­ir skyld­ir öll­um, nema Sam­herja.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
2
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
3
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Þetta er göngu­leið­in að nýja eld­gos­inu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
4
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
5
Viðtal

Ís­land með aug­um úkraínskr­ar flótta­konu

Tania Korolen­ko er ein þeirra rúm­lega þús­und ein­stak­linga sem kom­ið hafa til Ís­lands í leit að skjóli und­an sprengjuregni rúss­neska inn­rás­ar­hers­ins eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. Heima starf­rækti hún sum­ar­búð­ir fyr­ir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyr­ir ekki margt löngu út smá­sagna­safn. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína og dvöl á Ís­landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fylgj­ast með kynn­um flótta­konu af landi og þjóð.
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
6
Pistill

Þolandi 1639

Verð­ur þú með ger­anda mín­um um versl­un­ar­manna­helg­ina?

Rétt eins og þú er hann ef­laust að skipu­leggja versl­un­ar­manna­helg­ina sína, því hann er al­veg jafn frjáls og hann var áð­ur en hann var fund­inn sek­ur um eitt sví­virði­leg­asta brot­ið í mann­legu sam­fé­lagi.
Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
7
Fréttir

Spyr hvort starfs­fólk Mogg­ans muni mót­mæla eða beita vinnu­stöðv­un

Rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son velt­ir fyr­ir sér hvort þol­in­mæði starfs­fólks Morg­un­blaðs­ins fyr­ir rit­stjórn­arp­istl­um sem af­neita lofts­lags­breyt­ing­um sé tak­marka­laus.

Nýtt á Stundinni

Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.