Stjórnvöld í Bandaríkjunum fóru hægt af stað með aðgerðir til að hefta COVID-19 faraldurinn og landsmenn virðast nú súpa nú seyðið af því, þegar útbreiðsla hans virðist stjórnlaus. New York-ríki hefur hingað til farið verst út úr faraldrinum en tilfellunum fjölgar hins vegar hratt í fleiri ríkjum, meðal annars í Los Angeles þar sem Siobhan Murphy, rithöfundur og framleiðandi, býr.
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
2
ViðtalHamingjan
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
3
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
4
Pistill
Gunnar Hersveinn
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
„Hvað er eðlilegt?“ skrifar Gunnar Hersveinn. „Hentar það stjórnendum valdakerfa best að flestallir séu venjulegir í háttum og hugsun? Hér er rýnt í völd og samfélagsgerð, meðal annars út frá skáldsögunni Kjörbúðarkonan eftir japanska höfundinn Sayaka Murata sem varpar ljósi á marglaga valdakerfi og kúgun þess. Hvaða leiðir eru færar andspænis yfirþyrmandi hópþrýstingi gagnvart þeim sem virðast vera á skjön?“
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
6
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
7
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 19. ágúst.
HundurinnFélagsskapur hans er mikils virði á tímum covid-19.Mynd: Úr einkasafni
25. mars 2020
Siobhan Murphy
Mynd: Úr einkasafni
„Ég vakna alltaf snemma þessa dagana. Í morgun var klukkan 4.30. Það er engu líkara en að ég sé að reyna að verða á undan raunveruleikanum, komast aftur til annars tíma. Eins og að eftir því fyrr sem ég vakna, því meiri séu líkurnar á að þetta hafi allt saman bara verið draumur. Eða kannski þarf ég bara að gefa sjálfri mér meiri tíma á morgnana til að sætta mig við stöðuna. Það er dimmt í tvo og hálfan tíma í viðbót í Los Angeles, svo ég hef þá trú að ég sé á undan borginni þarna úti, sem flýtir sér út í ofboði, til að standa í röð eftir matvöru fyrir klukkan sjö. Ég hef aðeins farið í búð tvisvar frá því við fengum fyrirskipunina um að halda okkur heima og í bæði skipti var það kvíðaþrungin reynsla. Ég var með lista yfir allt sem ég þurfti þegar ég gekk inn í búðina en þar sem fæst af listanum var til valdi ég hluti af handahófi. Nú á ég í fórum mínum tvö stór eggaldin. Við erum öll að verða hugmyndasmiðir í eldhúsinu. Flestar samræður, sem fara fram í gegnum smáskilaboð eða Facetime, byrja á: „Ég forðast að fylgjast með fréttum“ en svo virðist ekkert okkar geta forðast þær. Við tölum um að taka til í matarbúrinu okkar, að endurraða í fataskápana, hversu mjög við njótum einlægra samtalanna … Þyrlumst svo aftur inn í samtöl um hvar sé best að kaupa klósettpappír, hversu mikið við hötum forsetann okkar, hversu innilega við elskum Andrew Cuomo, hvað muni gerast þegar þetta er allt afstaðið. Verður í lagi með okkur? Við eigum sömu samtölin, aftur og aftur, einsog við séum föst í endalausri lúppu. Og ætli við séum það ekki? Ég er heppin, því ég bý ein í húsi með bakgarði. Ég ver sífellt meiri tíma í að sitja bara þarna úti og anda. Ég fylgist með hundinum mínum hlaupa um í alsælu.“
Mynd: Úr einkasafni
26. mars 2020
„Dagurinn var erfiður. Ég var samt að skrifa svolítið, þökk sé frílans giggi sem er sem betur fer ennþá í gangi. Ég er líka að hjálpa vinkonu með hlaðvarp sem hún er að vinna. Það fjallar um miðil sem kann að hafa leyst ráðgátuna um eitt af frægustu morðum sögunnar. Það er svo vel unnið hjá henni og ég hugsa um hversu margir eigi eftir að njóta þess þegar það fer í loftið. Það gleður mig. Það er blessun hvernig verkefnin hjálpa mér að dreifa huganum en ég er samt svo afkastalítil og vinnuflæðið slakt. Svona hef ég aldrei verið áður. Ég hugsa einmitt mikið um það sem áður var. Það er undarlegt að finna að þetta er að verða hið nýja hryllilega eðlilega ástand. COVID-tilfellin hér í Bandaríkjunum eru orðin fleiri en í Kína. Ég og margir í kringum mig erum á þeirri skoðun að það sé vegna þess að Donald Trump var of seinn að bregðast við. Það er bókstaflega blóð á höndum hans núna. Í fyrsta sinn frá því þetta hófst allt saman er ég hrædd. Hvað ef ég hitti aldrei foreldra mína aftur? Það er skrýtið með kvíðann, að hann sýnir tilfinningunum enga þolinmæði. Hann hrærir í þeim. Kvíðinn ýtir huganum beinustu leið inn í verstu mögulega framtíðarmyndina. Kvíðinn er þessi pirrandi vinur sem er allt of dramatískur varðandi alla hluti og þú eyðir allt of miklum tíma í að tala um fyrir honum. Ég hætti mér aftur út fyrir hússins dyr í dag og það slær mig hvað loftið í LA er ferskt og gott þessa dagana. Borgarhljóðin hafa beðið í lægra haldi fyrir fuglasöng og ljúfum andvara. Það er engu líkara en að náttúran sé að vakna til lífsins.
27. mars 2020
Ég held þetta sé þriðji föstudagurinn minn heima hjá mér, til að halda fjarlægð við aðra. Í gærkvöldi var ég einmana. Ég er þannig gerð að mínar bestu stundir á ég ein með sjálfri mér, svo einmanaleiki er ekki eitthvað sem ég þarf að kljást við alla jafna. Ég hafði samband við vinkonu. Við töluðum um ferðalag okkar til Íslands fyrir nokkrum árum og hlógum að minningunni um hvað við skemmtum okkur vel. Dálítið klikkað flögrar að mér: Kannski er náttúran að tala við okkur: Þér varð svo illilega á að nú berst ég á móti, tek aftur völdin.“ Ég grét í morgun. Öll góðverkin sem fólk gerir þessa dagana hreyfa við mér. Vissan um að ég eigi stórkostlega vini og fjölskyldu sem ég get stutt mig við – og þau við mig – gerir mig að moldríkri manneskju. Ég fór í göngutúr með hundinn minn í morgun. Alltof snemma eins og venjulega.
„Ég grét í morgun. Öll góðverkin sem fólk gerir þessa dagana hreyfa við mér“
Það er svo mikil þögn þarna úti. Við búum þétt í hverfinu mínu og það er alltaf mikið af fólki á stjái, nótt sem dag. Þetta er skrýtið og einkennilega fagurt. Í dag þarf ég að sækja um atvinnuleysisbætur. Svo mun ég að öllum líkindum eiga í sambærilegum samræðum og í gær, við vini mína og fjölskyldu. Svo reyni ég að halda mig frá fréttunum á meðan ég velti fyrir mér: Trúir fólk í alvöru botnlausum lygunum sem forsetinn spýr út úr sér á hverjum degi?
28. mars 2020
Í dag tók ég lengsta hlé frá fréttum frá því að einangrun okkar hófst hér í LA. Ég svaf líka fram eftir, vaknaði klukkan 9. Ég man ekki hvenær ég svaf síðast svona lengi. Meira að segja hundurinn minn svaf út. Hann er líka uppgefinn, býst ég við. Í símanum voru skilaboð frá vinum sem deildu því með mér hvað þeim tókst að komast yfir þennan daginn, í matvöruversluninni og á bændamarkaði hverfisins sem enn stendur opinn á laugardögum, við rætur brekkunnar fyrir neðan húsið mitt. Frá New York berast þær fréttir að þar fjölgi dauðsföllum á ógnvekjandi hraða. Enn annar fallegur dagur hér. Kalt, ferskt loft. Við förum í göngutúr um hverfið. Það er svo þögult. Það rennur upp fyrir mér að ég hef ekki heyrt í lögreglusírenu svo klukkutímum skiptir. Þar sem ég bý, í miðri Los Angeles, eru sírenur bakgrunnshljóð lífsins. Aftur lætur náttúran í sér heyra. Hvernig er hægt að láta sér líða illa þegar sólin skín og fuglarnir syngja? Ég ætlaði að vakna snemma í dag, til að fara í röð við matvöruverslunina, en líkami minn hafði aðrar hugmyndir. Svo ég varði deginum í að vinna í garðinum og taka til í skúffum og skápum. Þegar ég heyrði í vinum mínum og fjölskyldu, eins og ég geri á hverjum degi núna, tók ég eftir breytingu á samtölum okkar. Þau snerust ekki lengur um hvert væri best að fara til að kaupa klósettpappír eða hvernig við ætluðum að fara að því að borga reikninga. Við vorum farin að tala meira um andlegu hlið þessa alls. Þetta hefur djúpstæð áhrif og á eftir að breyta næstum því öllum, til frambúðar. Ekkert verður aftur eins og það var. Ég grét þegar ég talaði við bestu vinkonu mína á Facetime í dag. Hún missti móður sína úr krabbameini fyrir rúmlega ári síðan. Ég hafði talað við móður mína fyrr í dag og fann fyrir djúpu þakklæti fyrir að geta talað við hana þegar mig lystir. Vinkona mín getur það ekki núna. Að heyra mömmu þína segja að allt verði í lagi, að við verðum að setja traust á okkur sjálf og guð núna. Ég er ekki sérstaklega trúuð manneskja en ég finn að alheimurinn er að breytast núna og því verður ekki viðsnúið. Mér finnst líka eins og heimurinn sé að færa sig frá hlutum sem við ættum ekki að snúa aftur til. Eins og heimurinn hafi verið villtur og að þessir hræðilegu atburðir séu að leiðbeina okkur að því að verða betri. Þegar ég skoða samfélagsmiðla í kvöld sé ég að íbúar New York klöppuðu í sjö mínútur til að heiðra heilbrigðisstarfsfólk. Fleiri tár renna. Það er kominn tími til að horfa á Tiger King á Netflix og sjá hvað allir eru að tala um.
29. mars 2020
Ég velti mér fram úr rúminu og náði í matvöruverslunina fyrir klukkan 7. Það voru ekki svo margir á ferli. Þeir hafa takmarkað fjölda þeirra sem mega vera inni í búðinni á sama tíma, afhenda þér sótthreinsispritt við innganginn og strjúka af innkaupakerrunni þinni. Inni í búðinni gengur fólk um með grímur og hanska. Ég á enga grímu en ég er með hálsklút fyrir andlitinu, eins og hipsteraútlagi. Ég fer rakleiðis að klósettpappírshillunni og heppnin er með mér. Ég gríp pakka með tólf rúllum og nokkrar eldhúsrúllur líka. Ég finn kvíðann lækka um nokkur stig. Nú get ég alla vega skeint mér í tólf rúllur í viðbót, sama hvort hitt sem mig vantar úr þessari búð er til eða ekki. Þetta eru sannarlega undarlegir dagar. Ólíklegustu hlutir eru ekki til: Vörustjórinn segir mér að það sé enginn hvítlaukur til. Það er vegna vandamáls uppi í Gilroy, þaðan sem mest af hvítlauknum okkar kemur, og þeir finna hann ekki annars staðar. Það er heldur ekki til hveiti og ger, sem vinkonu mína vantaði og ég ætlaði að færa henni. En búðin virðist nú hafa nægar birgðir, sem er þægilegt að sjá.
„Ég á enga grímu en ég er með hálsklút fyrir andlitinu, eins og hipsteraútlagi“
Ég fæ allt það sem ég þarfnast. Það eru skilti við nokkrar vörur, þar sem stendur að aðeins megi taka tvö eða þrjú stykki. Það er í góðu lagi mín vegna. Ég kaupi þrjú búnt af graslauk því ég veit að vinkona mín fann engan slíkan, fyrir hrærðu eggin sín og bökuðu kartöflurnar. Það er fyndið að ég man eftir því hvað fólk sem býr nálægt mér fann ekki í búðinni, svo ég get keypt það og skilið eftir á dyraþrepinu hjá því. Þegar ég kem aftur í bílinn hefst ég handa við að keyra út þessar sérstöku sendingar. Allar götur eru yfirgefnar. Þetta er Los Angeles. Já, það er sunnudagsmorgunn en hér er alltaf mikil umferð, ekki síst um helgar þegar vinnandi fólk þeysist um til að ljúka erindum sem það hefur ekki tækifæri til að sinna á virkum dögum. Ég keyri í gegnum Griffith Park – risastóra almenningsgarðinn okkar – og sé fjórar manneskjur. Venjulega iðar hann af göngufólki, hjólurum, hlaupurum. Í rólegheitunum býr friðsæld. Ég skila af mér vörunum, vitandi að kannski haldi þær þessum vinum mínum innan dyra örlítið lengur. Ég kem heim og tek upp úr pokunum, geng frá klósettpappírnum. Ég er í öruggu skjóli – þangað til kvíðinn snýr aftur einhvern tímann fljótlega.
Mynd: Úr einkasafni
30. mars 2020
„Það er aftur kominn mánudagur. Fréttirnar verða verri og verri hér í Bandaríkjunum, eftir því sem tölurnar ná brjáluðum hæðum. Vinir mínir geta sumir hverjir ennþá unnið heiman frá sér á meðan aðrir reyna að komast að því hvernig þeir geti sótt um atvinnuleysisbætur og ræða við leigusalana sína og bankana. Þeir eru smám saman að átta sig á því að þetta er langt því frá að klárast. Borgarstjórinn okkar hefur ákveðið að framlengja fyrirskipunina um að fólk eigi að halda sig heima til loka aprílmánaðar að minnsta kosti, en undirbýr fólk samt sem áður fyrir að þetta geti tekið að minnsta kosti tvo mánuði í viðbót. Spítalaskip hefur lagt að bryggju og er tilbúið að taka á móti sjúklingum. Ráðstefnuhallir og íþróttaleikvangar breytast í forgangsspítala og búa sig undir að taka á móti sjúklingum. Spár benda til þess að hér verði jafnmörg tilfelli og í New York innan nokkurra vikna. Lögregluyfirvöld eru farin að sekta fólk sem hlýðir því ekki að halda sig heima. Almenningsgarðar, baðstrandir, engi, göngustígar, leikvellir og nú bændamarkaðir hafa verið lokuð af. Ég ákveð að búa til beef bourguignon frá grunni og búa til nokkurs konar kássu. Hún þarf að malla í marga klukkutíma. Það er fallegt að einbeita sér að matseld. Mér verður hugsað til veitingastaða og hversu margir þeirra eigi ekki eftir að lifa þetta af. Eftir því sem David Chang fullyrðir munu 90% veitingastaða fara á hausinn til frambúðar. Ég hugsa um hvað matur er okkur mikilvægur, að svo mörgu leyti. Hann nærir okkur en við sækjum veitingastaði til að fagna, til að koma saman, til að verða ástfangin, til að hughreysta hvert annað. Hvað gerist þegar þessu er öllu lokið og við höfum misst okkar fallega, ljúffenga og fjölbreytta matarsamfélag í Los Angeles? Kássan er tilbúin. Hún er svo gómsæt. Ég deili mynd af henni á samfélagsmiðlum, ekki til þess að grobba mig, heldur til að segja fólki að það geti leitað til mín ef það vantar hjálp við að elda úr þeim fáu innihaldsefnum sem til eru. Margir svara mér til baka og óska eftir hjálp, svo þetta var til góðs.
„Spár benda til þess að hér verði jafnmörg tilfelli og í New York innan nokkurra vikna“
Klukkan 8 á hverju kvöldi heyrast hróp í hverfinu mínu, fólk stendur úti, klappar og ber á potta og pönnur til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki okkar. Við höfum verið að gera þetta í heila í viku og hávaðinn eykst með hverjum deginum. Þetta er útrás fyrir okkur líka. Við söknum hvert annars.
31. mars 2020
Á þessum síðasta degi marsmánuðar finnst mér eins og þetta ástand hafi varað að eilífu. Ég er hrædd, kvíðin og dálítið reið í dag. Ég talaði við mömmu. Ég tala við foreldra mína á hverjum degi þessa dagana. Hún er líka reið. Yfirleitt er hún jákvæða manneskjan í fjölskyldunni. Hún sér það besta í fólki. Nú er hún hins vegar reið og vill vita hvenær þessu lýkur. Hún fær ekki að sjá og faðma börnin sín og barnabörnin. Við erum komin yfir 3.400 andlát hérna og það er ekkert lát á þeim. Það er brjálaður fjöldi fólks að deyja vegna vírussins í þessu landi. Plástrað heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið er aumkunarvert. Sprungur kerfanna voru þegar vel sýnilegar en nú eru þau fullkomlega vanbúin. Þetta er ríkisstjórninni að kenna. Ég kaus ekki þetta fólk, sem ákvað að skera niður sóttvarnir, að skera niður félagslega þjónustu, er á móti því að allir fái heilbrigðisþjónustu og því að hækka lágmarkslaun. Fólk sem ekki ætti að deyja mun deyja. Fleiri munu búa á götunum og í bílunum sínum. Þetta þurfti ekki að gerast. Nú þurfum við að bjarga okkur sjálf og hjálpa hvert öðru. Ríkisstjórnin okkar kemur ekki til hjálpar. Og við erum með forseta sem er alveg sama. Það eina sem skiptir hann máli er að ná endurkosningu. Það er tími til kominn að horfast í augu við að við gætum þurft að sinna öðrum störfum til að lifa af eftir þetta. Við gætum verið atvinnulaus svo mánuðum skiptir.
„Fólk sem ekki ætti að deyja mun deyja“
Það er kominn tími til að kjósa fólk sem veitir okkur öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu og þeirri félagslegu aðstoð sem við kunnum að þurfa á að halda, veiti okkur nauðsynlegt skjól. Sósíalismi er ekki lengur blótsyrði í þessu landi. Það var það aldrei í mínum huga hvort sem er. Joe Biden er ekki málið. Fleiri og fleiri konur eru að stíga fram og saka hann um kynferðislega áreitni. Ég meina, kommon, Joe. Bernie Sanders er enn í kapphlaupinu. Kannski getum við öll hópast á bakvið hann. Hann er enn að reyna að koma skilaboðum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir alla áfram. Hann býðst til að hjálpa. Hann hefur safnað meira en tveimur milljónum dollara til hjálpar heilbrigðisstarfsfólki. Hvar er Joe? Hvar er Trump? Hann ætti að opna ávísanaheftið sitt núna. Hann ætti að skammast sín fyrir það sem hann hefur gert. Á meðan held ég mig heima og tek einn dag í einu.
Deila
stundin.is/FCqK
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mikil óvissa ríkir hjá íbúum Ungverjalands um það hvað stóraukin völd stjórnvalda í kjölfar lagabreytingar hafi í för með sér. Einn þeirra er Herald Magyar, rithöfundur, þýðandi, leikari og listamaður frá Ungverjalandi, sem býr ásamt eiginkonu sinni í litlu húsi í útjaðri smábæjar í norðurhluta Ungverjalands. Líf þeirra hefur kollvarpast á skömmum tíma. Herald er einn sex jarðarbúa sem deila dagbókum sínum úr útgöngubanni með lesendum Stundarinnar.
VettvangurDagbók í útgöngubanni
Dagbækur úr útgöngubanni: „Ekkert verður aftur eins og það var“
Róttækar breytingar á daglegu lífi eru nú veruleiki fólks um heim allan. Söknuður eftir hversdagslífi, vinum og fjölskyldu, ótti við hið ókunna, atvinnuóöryggi og tortryggni í garð yfirvalda er meðal þess sem lesa má úr dagbókarfærslum sex jarðarbúa, skrifaðar á sjö dögum. Allir búa þeir við útgöngubann á sínum bletti jarðarkúlunnar. En þrátt fyrir að allir lifi þeir nú tíma sem eiga sér enga hliðstæðu í sögunni njóta þeir í auknum mæli fegurðar þess einfalda, finna til djúpstæðs náungakærleika og vilja síður snúa aftur til þess mynsturs sem einkenndi líf þeirra áður en veiran tók það yfir.
VettvangurDagbók í útgöngubanni
Óttast hungrið meira en veiruna
Stjórnvöld í Argentínu hafa stært sig af því að hafa brugðist hratt við ógninni sem stafar af COVID-19. Frá því 19. mars hefur útgöngubann verið í gildi þar. Lucia Maina Waisman er blaðamaður, samfélagsmiðlari, kennari og baráttukona fyrir mannréttindum, sem er búsett í borginni Kordóba í Argentínu. Hún deilir dagbókarfærslum sínum með lesendum Stundarinnar.
VettvangurDagbók í útgöngubanni
„Getum við farið?“
Í Marrakesh í Marrokkó búa hjónin Birta og Othman með dætur sínar fjórar. Þarlend yfirvöld brugðust hraðar við COVID-vánni en mörg nágrannaríkin, settu meðal annars á strangt útgöngubann og aðrar hömlur á daglegt líf. Þrátt fyrir aðgerðirnar hefur tilfellum kórónaveirunnar fjölgað þar hratt á undanförnum dögum. Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir deilir dagbók sinni með lesendum Stundarinnar. Í henni má meðal annars lesa að fjölskyldan hafði hug á að koma til Íslands á meðan á heimsfaraldrinum stendur, sem hefur reynst erfitt hingað til.
VettvangurDagbók í útgöngubanni
Býst ekki við að börnin snúi aftur í skólann á þessu ári
Í Katalóníu hefur verið strangt útivistarbann í gildi frá því um miðjan mars. Þar, eins og víðar í landinu, eru íbúar uggandi enda standast heilbrigðisstofnanir álagið vegna kórónaveirunnar illa. Í Barcelona býr Judit Porta, blaðamaður og menningarmiðlari, með eiginmanni og tveimur börnum. Þau búa í lítilli íbúð í Gracia-hverfinu og hafa ekki stigið út fyrir hússins dyr svo vikum skiptir. Hún deilir hér dagbók sinni með lesendum Stundarinnar.
Mest lesið
1
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
2
ViðtalHamingjan
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
3
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
4
Pistill
Gunnar Hersveinn
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
„Hvað er eðlilegt?“ skrifar Gunnar Hersveinn. „Hentar það stjórnendum valdakerfa best að flestallir séu venjulegir í háttum og hugsun? Hér er rýnt í völd og samfélagsgerð, meðal annars út frá skáldsögunni Kjörbúðarkonan eftir japanska höfundinn Sayaka Murata sem varpar ljósi á marglaga valdakerfi og kúgun þess. Hvaða leiðir eru færar andspænis yfirþyrmandi hópþrýstingi gagnvart þeim sem virðast vera á skjön?“
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
6
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
7
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
Mest deilt
1
ÚttektEin í heiminum
2
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
Stöðug glíma við samfélag sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki getur leitt til alvarlegra veikinda. Þetta segja viðmælendur Stundarinnar sem öll voru fullorðin þegar þau voru greind einhverf. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir þau tilheyra hópi sem fái ekki lífsnauðsynlega þjónustu sem sé lögbrot. Sænsk rannsókn leiddi í ljós að einhverfir lifi að meðaltali 16 árum skemur en fólk sem ekki er einhverft. „Staðan er háalvarleg,“ segir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í einhverfu.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
4
Fréttir
7
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Formaður Reiðhjólabænda segir öryggi hjólreiðafólks hætt komið, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Löglegt sé til dæmis að taka fram úr reiðhjóli á blindhæð og vanþekking sé meðal ökumanna um þær umferðarreglur sem gilda. Samstillt átak þurfi til að stöðva fjölgun slysa óvarinna vegfarenda.
5
ViðtalEin í heiminum
6
„Við erum huldufólkið í kerfinu“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir segir að einhverft fólk sé frá blautu barnsbeini gaslýst daglega því að stöðugt sé efast um upplifun þess. Það leiði af sér flóknar andlegar og líkamlegar áskoranir en stuðningur við fullorðið einhverft fólk sé nánast enginn. „Við erum huldufólkið í kerfinu,“ segir Guðlaug sem glímir nú við einhverfukulnun í annað sinn á nokkrum árum.
6
ViðtalEin í heiminum
2
Seinhverfur og stefnir á góðan seinni hálfleik
Páll Ármann Pálsson var greindur einhverfur þegar hann var á fertugsaldri og segir að sorgin yfir því að hafa verið einhverfur hálfa ævina án þess að vita það sé djúp. Líf hans hafi verið þyrnum stráð. Hann ætlar að eiga góðan ,,seinni hálfleik" þótt það taki á að búa í samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki.
7
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
Mest lesið í vikunni
1
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
2
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
3
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Hér er sérstakt hættusvæði hjá eldgosinu
Gönguleið að eldgosinu liggur yfir áætlaðan kvikugang þar sem þykir mögulegt að hraun geti komið upp úr jörðu með litlum fyrirvara.
5
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
6
ViðtalHamingjan
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
7
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
4
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
5
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
6
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
7
Fréttir
10
Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason veltir fyrir sér hvort þolinmæði starfsfólks Morgunblaðsins fyrir ritstjórnarpistlum sem afneita loftslagsbreytingum sé takmarkalaus.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan#39
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
FréttirHvalveiðar
1
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
ReynslaDagbók flóttakonu
Tania Korolenko
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko er ein þeirra hundruða Úkraínumanna sem fengið hafa skjól á Íslandi vegna innrásar Rússa. Hún hefur haldið dagbók um komu sína hingað til lands og lífið í nýju landi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fá að fylgjast með.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
Fréttir
3
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Víða í atvinnulífinu er skortur á starfsfólki og helmingur stærstu fyrirtækja segir illa ganga að manna störf. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að auðvelda eigi greininni að byggja aftur upp tengsl við erlent starfsfólk sem glötuðust í faraldrinum.
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir