Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kristín Völundardóttir verður áfram forstjóri Útlendingastofnunar

Stað­an ekki aug­lýst þrátt fyr­ir mjög harða gagn­rýni síð­ustu ár. Traust á Út­lend­inga­stofn­un hef­ur reynst lít­ið og hún ít­rek­að far­ið gegn lög­um. Krist­ín sneri til baka í for­stjóra­stól í dag eft­ir náms­leyfi og mun að óbreyttu sitja næstu fimm ár­in.

Kristín Völundardóttir verður áfram forstjóri Útlendingastofnunar
Situr áfram næstu fimm ár Kristín Völundardóttir verður áfram forstjóri Útlendingastofnunar. Mynd: Skjáskot

Kristín Völundardóttir verður forstjóri Útlendingastofnunar áfram næstu fimm árin. Núverandi skipunartími hennar í forstjórastól rennur út 1. júní næstkomandi en dómsmálaráðherra tók ákvörðun um að auglýsa ekki stöðuna lausa og framlengist því skipunartími Kristínar um fimm ár. Sitji hún allan þann tíma mun Kristín hafa setið sem forstjóri Útlendingastofnunar í fimmtán ár. 

Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skal tilkynna þeim sem skipaður hefur verið í embætti að minnsta kosti hálfu ári áður en skipunartími þeirra rennur út hvort auglýsa skuli embætti þeirra laust til umsóknar. Að öðrum kosti framlengist skipunartími viðkomandi sjálfkrafa um fimm ár. Kristínu var ekki tilkynnt um slíkt þar eð dómsmálaráðherra ákvað að auglýsa stöðuna ekki. Kristín hefur síðustu mánuði verið í námsleyfi en kom til baka til starfa í dag, 1. apríl. 

Hörð gagnrýni um margra ára skeið

Kristín hefur setið undir mikilli og harðri gagnrýni fyrir störf sín og Útlendingastofnunar, nánast allt frá því hún var skipuð forstjóri fyrst. Þannig stóð hún í deilum við fréttastofu Ríkisútvarpsins í byrjun árs 2013 þar sem hún hélt því fram að ummæli hennar um hælisleitendur hefðu verið tekin úr samhengi í fréttum RÚV. Í viðtali við fréttastofu sagði Kristín að langur málsmeðferðartími á umsóknum hælisleitenda geri það að verkum að fólki sem ekki væri hælisleitendur heldur hyggðust vinna ólöglega hér á landi eða kæmu í öðrum tilgangi gæti þótt fýsilegt að sækja hér um hæli til að fá frítt fæði og húsnæði. Orð Kristínar urðu til þess að Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, sá ástæðu til að bregðast við og lýsa að um óviðeigandi og rakalausar vangaveltur væri að ræða. Kristín brást við með því að segja að orð sín hefðu verið tekin úr samhengi en Ríkisútvarpið birti viðtalið allt til að taka af allan vafa þar um. 

Traust á Útlendingastofnun hefur reynst afar lítið í könnunum sem gerðar hafa verið á trausti meðal Íslendinga á stofnunum. Þannig reyndust 45 prósent aðspurðra vantreysta stofnuninni í lok árs 2015, þegar Kristín hafði setið sem forstjóri í rúm fimm ár, samkvæmt könnun MMR. Engin réttarfarsstofnun önnur naut viðlíka vantrausts. 

Sendu langveikan dreng úr landi

Á aðventunni árið 2015 fjarlægði lögregla fjögurra manna albanska fjölskyldu af heimili sínu að næturlagi til að flytja hana úr landi. Tvö börn á leikskólaaldri voru þar á meðal, Klea og Kevin, sem er með slímseigjusjúkdóm sem er lífshótandi fái hann ekki læknisaðstoð og lyf.  Myndin af Kevin standandi með bangsann sinn í höndunum í útidyrum á heimili fjölskyldunnar, horfandi út í myrkrið, hreyfði við mjög mörgum og eftir gríðarhörð mótmæli fékk fjölskyldan að snúa aftur hingað til lands. 

Í maí árið 2016 hunsaði Úrlendingastofnun fyrirmæli kærunefndar útlendingamála og ákvað að vísa hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en Eze hafði þá verið búsettur á Íslandi í fjögur ár. Mál Eze var mjög í deiglu fjölmiðla, meðal annars hefur Stundin fjallað ítrekað um það. Í júní árið 2017 felldi kærunefnd útlendingamála svo brottvísun Eze niður og gerði Útlendingastofnun að taka mál hans fyrir að nýju, þar eð ákvörðun um brottvísun hans hefði verið ólögmæt enda verið byggð á útlendingalögum sem þá voru fallin úr gildi. Eze hafði þá farið huldu höfði í Svíþjóð, þangað sem hann var fluttur af íslenskum yfirvöldum, í yfir árstíma. 

Vildi, og fékk, launahækkun vegna álags

Árið 2016 vakti einnig athygli að Kristín fékk, með úrskurði kjararáðs, 29 prósenta launahækkun og hækkuðu laun hennar við það upp í 1.340 þúsund krónur á mánuði. Sendi Kristín bréf til kjararáðs og fór fram á hærri laun þar eð álag á Útlendingastofnun hefði vaxið gríðarlega með tilheyrandi álagi á hana sjálfa af hendi  fjölmiðla. Því væri starf forstjóra bæði erfitt og mjög íþyngjandi. 

Gríðarlega athygli, og reiði, vakti þegar tveir hælisleitendur frá Írak, Ali Nasir og Majed, voru dregnir út úr Laugarneskirkju með lögregluvaldi um miðja nótt í júní 2016 og sendir til Noregs með flugvél. Óttuðust þeir að verða sendir þaðan aftur til Íraks. Ali var þá 16 ára gamall og Majed þrítugur. Þeir höfðu dvalið á Íslandi í sjö mánuði en hælisumsóknir þeirra ekki verið teknar til efnislegrar meðferðar. Myndband af aðförum lögreglu vakti almenna andúð á framgangi Útlendingastofnunar. 

Auk þeirra dæma sem rakin hafa verið hér að framan eru fjölmörg önnur dæmi sem orkað hafa mjög tvímælis í framgöngu Útlendingastofnunar, undir stjórn Kristínar. Síðasta slíka dæmið var þegar til stóð að vísa sjö ára dreng, Muhammed Zohair Faisal, og foreldrum hans úr landi og til Pakistan í febrúar síðastliðnum. Þangað hafði Muhammed aldrei komið og foreldrar hans töldu ástæðu til að óttast um öryggi sitt þar. Eftir mikinn þrýsting frá almenningi var fallið frá brottflutningnum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár