Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eigendur Bláa lónsins spara sér nærri 200 milljónir á mánuði með ríkisaðstoðinni

Grím­ur Sæ­mundsen, for­stjóri og stærsti eig­andi Bláa lóns­ins, hef­ur rök­stutt þá ákvörð­un fyr­ir­tæk­is­ins að nýta sér hluta­starfs­leið­ina með því að ver­ið sé að verja 600 störf. Eig­end­ur Bláa lóns­ins spara sér einnig hundruð millj­óna króna með því að sleppa því að hafa fólk á launa­skrá eða segja því upp.

Eigendur Bláa lónsins spara sér nærri 200 milljónir á mánuði með ríkisaðstoðinni
Bláa lónið sparar sér líka fé Grímur Sæmundsen hefur sagt að fyrirtækið nýti sér hlutabótaleiðina til að vernda 600 starfsmenn. Fyrirtækið sjálft sparar sér einnig fjármuni með þessu.

Eigendur Bláa lónsins geta sparað sér nærri 600 milljónir króna í beinar launagreiðslur til 400 starfsmanna sinna á þriggja mánaða tímabili með nýju hlutabótaleiðinni í stað þess að segja fólkinu upp og greiða því laun út uppsagnarfrestinn. Sparnaðurinn nemur 197 milljónum króna á mánuði. Þetta er mat sem byggir á reiknuðum meðallaunum starfsmanna Bláa lónsins árið 2018, en þau námu þá 657.168 krónum. 

Bláa lónið greindi frá því í síðustu viku í tilkynningu til starfsmanna að 164 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp og að 400 starfsmenn myndu fara á hlutabætur í gegnum íslenska ríkið. Ástæðan er tekjufall Bláa lónsins og lokun þess vegna Covid-faraldursins.  Í hlutabótaleiðinni felst að atvinnurekandi greiðir einungis hluta launa starfsmannsins, í minnsta lagi 25 prósent, á meðan ríkið greiðir allt að 75 prósent upp að vissu marki.

Starfsmenn með ríflega 657 þúsund krónur á mánuði verða fyrir 150 þúsund króna launaskerðingu við þetta, samanborið við að halda störfum sínum eða að fá greidd laun á uppsagnarfresti í þrjá mánuði. En á móti kemur að þeir halda störfum sínum meðan vinnuveitandi þeirra nýtir sér úrræðið.

„Við erum að reyna að verja þessi 600 störf“

Vinnuveitandinn sleppur þá líka við að greiða starfsmönnum sínum full laun á uppsagnarfresti sem og að halda mannauði inni í fyrirtækinu sem starfsmönnum á erfiðum óvissutímum. 

Launagreiðslan lækkar um rúma hálfa milljón

Tekið skal fram að þetta er mat og kann að vera að meðal launakostnaður þessara 400 starfsmanna sé lægri en meðallaunakostnaður allra hjá fyrirtækinu á árinu 2018. Þá er einnig óljóst hversu lengi Bláa lónið mun þurfa að nýta sér hlutabótaleiðina og byggir það á því hversu langvinnar aðstæðurnar verða.

Grímur Sæmundsen, forstjóri og stærsti hluthafi Bláa lónsins, hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar um kostnaðarsparnað fyrirtækisins við að fara hlutabótaleiðina. 

Þetta mat byggir hins vegar á þeim opinberu tölum sem fyrir liggja um starfsemi Bláa lónsins í síðasta birta ársreikningi félagsins. Einnig er gengið út frá því að uppsagnarfrestur þessara starfsmanna sé þrír mánuðir eins og reglan er hjá fastráðnum starfsmönnum fyrirtækja að öllu jöfnu. 

Með hlutabótaleiðinni, og að því gefnu að starfshlutfall viðkomandi fari niður í 25 prósent, þarf Bláa lónið einungis að greiða hverjum starfsmanni 164.292 krónur að meðaltali á mánuði. Ríkið greiðir svo 342.303 krónur til hvers starfsmanns í gegnum Vinnumálastofnun, samkvæmt reiknivél um hlutabæturnar sem finna má á heimasíðu Bandalags háskólamanna. Launagreiðslur Bláa lónsins til hvers starfsmanns lækka því um rúmlega 500 þúsund krónur að meðaltali. 

Á þriggja mánaða tímabili þýðir þetta að Bláa lónið þarf að greiða þessum 400 starfsmönnum samtals rúmlega 197 milljónir króna í bein laun stað þess að greiða þeim nærri 789 milljónir króna í laun á uppsagnarfresti ef þeim hefði verið sagt upp eða ef þeir hefðu haldið störfum sínum óbreyttum. Munurinn á milli þessara upphæða er 591 milljón króna.

Arðgreiðslurnar 12 milljarðarArðgreiðslur Bláa lónsins 2012 til 2019.

Umdeild ríkisaðstoð

Þessi aðgerð Bláa lónsins að vera eitt fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að ætla að notfæra sér hlutabótaleiðina sem lögfest var til að aðstoða fyrirtæki, og starfsmenn þeirra, sem verða fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum Covid-faraldursins hefur vakið mikla athygli.

Áhrifin af Covid-faraldrinum á rekstur Bláa lónsins eru sannarlega snörp og mikil þar sem um 98 prósenta gesta lónsins eru erlendir ferðamenn. Vegna faraldursins er nær engin flugumferð til og frá Íslandi og engir ferðamenn á landinu. Fyrirtækið er því sannarlega í erfiðri stöðu, það missir tekjugrundvöll tímabundið nánast á einnu nóttu og neyðist til loka hjá sér.

Hins vegar hefur Bláa lónið verið arðbært fyrirtæki á liðnum árum enda er lónið einn vinsælasti og þekktasti ferðamannastaður Íslands. Á grundvelli hagnaðar fyrirtækisins, sem numið hefur ríflega 24 milljörðum króna fyrir fjármagnsliði frá árinu 2011, hefur fyrirtækið getað greitt hluthöfum sínum rúmlega 12 milljarða króna arð. Fyrirtækið á miklar eignir og var eiginfjárstaða þess jákvæð um ríflega 12 milljarða króna í árslok 2018.

Ein af spurningunum sem vaknað hefur vegna þessarar ákvörðunar Bláa lónsins er hvort félagið hafi ekki getað nýtt sitt eigið fjármagn lengur til að standa við skuldbindingar gagnvart starfsfólki. Eins af hverju eigendur félagsins setji ekki meira fé í fyrirtækið sjálfir nú þegar á móti blæs.  Í staðinn hleypur ríkið undir bagga með þessu stöndugu fyrirtæki strax í upphafi Covid-krísunnar. 

Eigendur og arðgreiðslur Bláa lónsins 2018Myndin sýnir eigendur Bláa lónsins og arðgreiðslur til þeirra í fyrra fyrir árið 2018.

Grímur: Snýst um starfsmennina

Í viðtali við Morgunútvarp RÚV á mánudaginn sagði Grímur Sæmundsen, aðspurður um af hverju fyrirtækið nýtti ekki sitt eigið fé í þessari stöðu í stað þess að leita til ríkisins eftir aðstoð, að ákvörðun Bláa lónsins snérist um að verja 600 störf hjá fyrirtækinu: „Já það er svo sem alveg eðlilegt að menn spyrji að þessu. […] En kjarninn er sá að við erum að reyna að verja þessi 600 störf. Og ef við hefðum ekki nýtt þetta úrrræði, sem ég tel að hafi verið mjög gott útspil hjá ríkisstjórninni, að reyna að tryggja ráðningarsamband milli fyrirtækja og starfsmanna sem lengst, og minnka þörf á uppsögnum, þá hefðu í okkar tilfelli uppsagnirnar verið meiri, og höggið þeim megin bara meira. Þannig að við teljum okkur vera að vinna með stjórnvöldum í að reyna að verja þessi störf. Og það er okkar verkefni.“

Grímur undirstrikaði því að fleiri starfsmönnum hefði verið sagt upp án hlutabótaleiðarinnar. Hann minntist hins vegar ekkert á að það getur einnig verið hagkvæmt fyrir eigendur Bláa lónsins að nýta sér hlutabótaleiðina í stað þess að segja fleiri starfsmönnum upp.

Á meðan á óvissunni út af Covid-faraldrinum stendur - óljóst er hvort hún verður til staðar lengur en þrjá mánuði á þessari stundu - þá geta þeir sparað sér launagreiðslur til 400 starfsmanna og þar af leiðandi ekki gengið eins mikið á eignir Bláa lónsins.  Lögin um hlutabótaleiðina gilda til 1. júní. Óljóst er á þessari stundu hvort Bláa lónið mun geta opnað aftur þá eða ekki og er mögulegt að gildistími laganna verði þá framlengdur og að starfsmennirnir 400 haldi áfram að fá greidd laun frá ríkinu að mestu. 

Í viðtali við Stundina sagði Grímur jafnframt að til greina kæmi hjá hluthöfum að setja meira fé inn í félagið. 

Hafa ekki svarað spurningunum

Stundin hefur sent Grími Sæmundsen, stærsta hluthafa Bláa lónsins og forstjóra þess, tölvupóst með spurningum um áætlaðan sparnað Bláa lónsins af því að setja starfsmennina 400 á hlutabætur í stað þess að segja þeim upp. Spurningarnar voru sendar og var beiðni um að þeim yrði svarað ítrekuð tvisvar. 

Grímur hafði ekki svarað spurningunum þegar fréttin var birt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár